Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 16:46 Ástríður Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Vísir Skrifstofa Landskjörstjórnar fundaði nú síðdegis með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna þriggja, vegna aftakaveðurspár fyrir komandi kjördag. Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir enn stefnt að því að kjörfundur fari fram alls staðar á laugardag, en hvorki fólk né atkvæði verði lögð í hættu. „Við áttum fund með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna og fórum yfir veðurspár og veðurhorfur. Það er enn dálítil óvissa um framhaldið,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á Norður- og Norðausturlandi, og allt að 20 metrum á sekúndu austar á landinu. Snjókumu er spáð á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi, en éljum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Því er uppi vafi um hversu greiðfært verður til að komast með atkvæði frá kjörstöðum og á talningarstaði. Ræða við Vegagerð, Veðurstofu og Landhelgisgæslu Ástríðuur segir að enn sé stefnt að því að kjörfundur verði um allt land á laugardag. Aðrar sviðsmyndir séu þó til skoðunar, ef veður leikur kjósendur og starfsólk kjörstjórna grátt. Hún segir ráðstafanir vegna mögulegs aftakaveðurs í sífelldri skoðun hjá Landskjörstjórn. „Það er í raun bara verið að ræða og undirbúa það ef eitthvað þarf að bregðast við. Það er ekki tímabært núna að taka ákvarðanir. Eins og hefur komið fram þá er búið að vera að skipuleggja flutning á atkvæðum og slíku á talningarstaði og við erum búin að eiga samtöl og fundi með Vegagerðinni, Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni. Við erum búin að vera í samtali við viðbragðsaðila og undirbúa okkur fyrir þessar óvissuaðstæður sem við stöndum frammi fyrir.“ Hægt að telja í stökum sveitarfélögum Þrjár sviðsmyndir séu á borðinu sem stendur. „Sú fyrsta er að allt gangi eins og gert er ráð fyrir á kjördag, fólk komist að kjósa, og hægt verði að telja. Næsta sviðsmynd lýtur að því að talningu seinki, það verði tafir á flutningi atkvæða á talningarstað. Þá er hægt að fresta talningu eða hún gengur hægar fyrir sig. Jafnvel er hægt að skipa umdæmiskjörstjórnir sem gætu þá talið í ákveðnum bæjarfélögum,“ segir Ástríður. Vilja fyrst og fremst tryggja öryggi Þriðja sviðsmyndin felist í algjöru þrautaúrræði, sem væri að fresta kjörfundi á ákveðnum stað eða stöðum. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að ekki væri hægt að hefja talningu atkvæða neins staðar á landinu, fyrr en frestuðum kjörfundi væri lokið. Heimild er í kosningalögum til að fresta kjörfundi og ákveða nýjan kjördag innan viku frá frestun. „Það væri þrautaúrræði, ef þess þyrfti. En það er allt í lagi að það komi fram að það er stefna Landskjörstjórnar að fólk og atkvæði verði ekki lögð í hættu. Þá eigum við bæði við öryggi kjósenda og starfsmanna við kosningar og talningu.“ Lítið annað sé að gera en að horfa reglulega til veðurs næstu daga. „Spár geta breyst og veður er ekkert alltaf í samræmi við spár, án þess að ég ætli að fara að tala illa um veðurfræðinga. Við verðum bara að bíða átekta og fylgjast vel með,“ segir Ástríður. Veður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Við áttum fund með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna og fórum yfir veðurspár og veðurhorfur. Það er enn dálítil óvissa um framhaldið,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á Norður- og Norðausturlandi, og allt að 20 metrum á sekúndu austar á landinu. Snjókumu er spáð á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi, en éljum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Því er uppi vafi um hversu greiðfært verður til að komast með atkvæði frá kjörstöðum og á talningarstaði. Ræða við Vegagerð, Veðurstofu og Landhelgisgæslu Ástríðuur segir að enn sé stefnt að því að kjörfundur verði um allt land á laugardag. Aðrar sviðsmyndir séu þó til skoðunar, ef veður leikur kjósendur og starfsólk kjörstjórna grátt. Hún segir ráðstafanir vegna mögulegs aftakaveðurs í sífelldri skoðun hjá Landskjörstjórn. „Það er í raun bara verið að ræða og undirbúa það ef eitthvað þarf að bregðast við. Það er ekki tímabært núna að taka ákvarðanir. Eins og hefur komið fram þá er búið að vera að skipuleggja flutning á atkvæðum og slíku á talningarstaði og við erum búin að eiga samtöl og fundi með Vegagerðinni, Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni. Við erum búin að vera í samtali við viðbragðsaðila og undirbúa okkur fyrir þessar óvissuaðstæður sem við stöndum frammi fyrir.“ Hægt að telja í stökum sveitarfélögum Þrjár sviðsmyndir séu á borðinu sem stendur. „Sú fyrsta er að allt gangi eins og gert er ráð fyrir á kjördag, fólk komist að kjósa, og hægt verði að telja. Næsta sviðsmynd lýtur að því að talningu seinki, það verði tafir á flutningi atkvæða á talningarstað. Þá er hægt að fresta talningu eða hún gengur hægar fyrir sig. Jafnvel er hægt að skipa umdæmiskjörstjórnir sem gætu þá talið í ákveðnum bæjarfélögum,“ segir Ástríður. Vilja fyrst og fremst tryggja öryggi Þriðja sviðsmyndin felist í algjöru þrautaúrræði, sem væri að fresta kjörfundi á ákveðnum stað eða stöðum. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að ekki væri hægt að hefja talningu atkvæða neins staðar á landinu, fyrr en frestuðum kjörfundi væri lokið. Heimild er í kosningalögum til að fresta kjörfundi og ákveða nýjan kjördag innan viku frá frestun. „Það væri þrautaúrræði, ef þess þyrfti. En það er allt í lagi að það komi fram að það er stefna Landskjörstjórnar að fólk og atkvæði verði ekki lögð í hættu. Þá eigum við bæði við öryggi kjósenda og starfsmanna við kosningar og talningu.“ Lítið annað sé að gera en að horfa reglulega til veðurs næstu daga. „Spár geta breyst og veður er ekkert alltaf í samræmi við spár, án þess að ég ætli að fara að tala illa um veðurfræðinga. Við verðum bara að bíða átekta og fylgjast vel með,“ segir Ástríður.
Veður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira