Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 22:01 Það er mikilvægt að bera sig rétt að í kjörklefanum vilji maður forðast að ógilda atkvæði sitt. Vísir/Vilhelm Það er grundvallaratriði að eiga ekki við lista annarra flokka en þess sem maður hyggst kjósa en slíkt getur ógilt kjörseðilinn. Þetta segir formaður landskjörstjórnar. Dæmi eru um að fólk setji önnur tákn en kross á kjörseðil og kasti þannig atkvæði sínu á glæ. Ummæli Dags B. Eggertssonar, sem sett voru fram í gríni, þar sem hann hvetur Sjálfstæðismenn til að strika sig út á kjörseðli vöktu umtal í gær. Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins brást við ummælunum með því að hvetja kjósendur flokksins til að gera það alls ekki, enda myndi það ógilda kjörseðilinn. Til að koma í veg fyrir allan misskilning spurðum við formann Landskjörstjórnar, hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil til að koma í veg fyrir að ógilda seðilinn. Má aðeins eiga við einn lista „Það er grundvallarregla að þú mátt ekki eiga neitt við aðra lista heldur en þann lista sem þú kýst. Síðan er það sem má gera við listann, það er hægt að strika út einstaka frambjóðendur, það þarf bara að passa sig að skilja alltaf að minnsta kosti einn frambjóðenda eftir því að annars er seðillinn ógildur. Síðan má líka endurraða, merkja með einum, tveimur, þremur, ef að fólk vill breyta röðinni á listanum,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Þá skiptir líka máli hvernig merkt er við listann sem maður hyggst kjósa. Þótt það geti verið freistandi að gera til dæmis broskall, hjarta eða annað tákn við þann lista sem maður vill kjósa, þá ógildir það líka kjörseðilinn. Annað krot, skrif eða teikningar á kjörseðli ógildir hann líka. En hvaða máli skiptir það hvort maður gerir kross eða annað tákn í kassann við þann lista sem maður hyggst kjósa? „Lögin segja að maður eigi að setja x í kassann þannig að það er bara einfaldast að fara eftir lögunum. Síðan líka ef það eru komin einhver önnur tákn eða einhver önnur skrif á kjörseðilinn þá er hann auðkenndur, og það má ekki auðkenna atkvæðið,“ svarar Kristín. Stimplað eða skrifað er á kjörseðil sé kosið utankjörfundar en á kjördag skal setja kross við lista.Vísir/Vilhelm Sama gildir um kosningu utan kjörfundar þótt þeir kjörseðlar líti öðruvísi út. „Það eru aðeins aðrar reglur varðandi utankjörfundinn af því að sá kjörseðill lítur allt öðruvísi út. En engu að síður þá má ekki auðkenna hann. En það er náttúrlega líka hægt að strika út eða endurraða á þeim seðlum, þá er bara nafnið ritað inn á eftir að það er búið að stimpla eða rita listabókstafinn og síðan þá strikað yfir nafnið, eða endurraða í númerum líka, það er líka heimilt utan kjörfundar,“ segir Kristín. Hægt að fá nýjan kjörseðil Hún bendir einnig á að það er heimild fyrir því að fara fram úr kjörklefanum og fá nýjan kjörseðil, telji maður sig hafa gert mistök. „Ef að fólk fer inn í kjörklefann og heldur kannski að það hafi gert óvart ógilt atkvæðið, þá getur það komið með - og án þess að sýna atkvæðið, en afhent kjörstjórninni aftur kjörseðilinn og fengið nýjan, það er líka heimilt,“ útskýrir Kristín. Hvað er það algengasta í gegnum tíðina sem þið hafið séð sem ógildir kjörseðilinn? „Það er ýmislegt, en það er nú oft þá er það einmitt einhverjar svona teikningar sem eru settar inn á seðilinn hér og þar, eða það er verið að eiga við aðra lista heldur en verið er að kjósa til dæmis.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Ummæli Dags B. Eggertssonar, sem sett voru fram í gríni, þar sem hann hvetur Sjálfstæðismenn til að strika sig út á kjörseðli vöktu umtal í gær. Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins brást við ummælunum með því að hvetja kjósendur flokksins til að gera það alls ekki, enda myndi það ógilda kjörseðilinn. Til að koma í veg fyrir allan misskilning spurðum við formann Landskjörstjórnar, hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil til að koma í veg fyrir að ógilda seðilinn. Má aðeins eiga við einn lista „Það er grundvallarregla að þú mátt ekki eiga neitt við aðra lista heldur en þann lista sem þú kýst. Síðan er það sem má gera við listann, það er hægt að strika út einstaka frambjóðendur, það þarf bara að passa sig að skilja alltaf að minnsta kosti einn frambjóðenda eftir því að annars er seðillinn ógildur. Síðan má líka endurraða, merkja með einum, tveimur, þremur, ef að fólk vill breyta röðinni á listanum,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Þá skiptir líka máli hvernig merkt er við listann sem maður hyggst kjósa. Þótt það geti verið freistandi að gera til dæmis broskall, hjarta eða annað tákn við þann lista sem maður vill kjósa, þá ógildir það líka kjörseðilinn. Annað krot, skrif eða teikningar á kjörseðli ógildir hann líka. En hvaða máli skiptir það hvort maður gerir kross eða annað tákn í kassann við þann lista sem maður hyggst kjósa? „Lögin segja að maður eigi að setja x í kassann þannig að það er bara einfaldast að fara eftir lögunum. Síðan líka ef það eru komin einhver önnur tákn eða einhver önnur skrif á kjörseðilinn þá er hann auðkenndur, og það má ekki auðkenna atkvæðið,“ svarar Kristín. Stimplað eða skrifað er á kjörseðil sé kosið utankjörfundar en á kjördag skal setja kross við lista.Vísir/Vilhelm Sama gildir um kosningu utan kjörfundar þótt þeir kjörseðlar líti öðruvísi út. „Það eru aðeins aðrar reglur varðandi utankjörfundinn af því að sá kjörseðill lítur allt öðruvísi út. En engu að síður þá má ekki auðkenna hann. En það er náttúrlega líka hægt að strika út eða endurraða á þeim seðlum, þá er bara nafnið ritað inn á eftir að það er búið að stimpla eða rita listabókstafinn og síðan þá strikað yfir nafnið, eða endurraða í númerum líka, það er líka heimilt utan kjörfundar,“ segir Kristín. Hægt að fá nýjan kjörseðil Hún bendir einnig á að það er heimild fyrir því að fara fram úr kjörklefanum og fá nýjan kjörseðil, telji maður sig hafa gert mistök. „Ef að fólk fer inn í kjörklefann og heldur kannski að það hafi gert óvart ógilt atkvæðið, þá getur það komið með - og án þess að sýna atkvæðið, en afhent kjörstjórninni aftur kjörseðilinn og fengið nýjan, það er líka heimilt,“ útskýrir Kristín. Hvað er það algengasta í gegnum tíðina sem þið hafið séð sem ógildir kjörseðilinn? „Það er ýmislegt, en það er nú oft þá er það einmitt einhverjar svona teikningar sem eru settar inn á seðilinn hér og þar, eða það er verið að eiga við aðra lista heldur en verið er að kjósa til dæmis.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira