Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar 27. nóvember 2024 10:10 Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda. Best er að kjósa góðmennin því annars gætu borgararnir farið sér að voða. Góðmennin kunna best að fara með peninga og því ættu borgararnir að afhenda góða fólkinu sem mest af peningunum sínum. Aðeins þannig verður peningunum útdeilt með réttlátum hætti. Góðmennin eru líka svo klár. Þau kunna að búa til félagslega réttlát kerfi fyrir öll svið lífsins. Kerfi sem hvetja borgarana til að skipuleggja líf sín með réttum hætti. Bara ef allir gætu séð þetta. Þá yrði lífið gott. Allir væru jafnir og þörf fyrir skoðanafrelsi útrýmt því allir væru sjálfkrafa sammála hinu góða. Þeir sem trúa á skoðanafrelsi hafa aðeins þann tilgang að hata hið góða. Því má ekki umbera vondar skoðanir, hvað þá opinbera tjáningu á þeim. Þeir sem eru vondir streitast á móti kerfum góða fólksins. Vonda fólkið er eigingjarnt og vill eiga sína peninga sjálft og skipuleggja líf sitt sjálft. Vonda fólkið er líka heimskt. Það sér ekki snilldina í velferðarkerfi góða fólksins til dæmis í þeirri forgangsröðun að kaupa vopn til að nota í Úkraínu. Vonda fólkið segir að ekki sé til nóg af peningum til að eyða í hælisleitendur sem þó hafa lagt á sig hættulega flugferð til Íslands. Vonda fólkið er svo nískt að það myndi ekki einu sinni vilja flytja út íslenska orku um naflastreng til Evrópusové…sambandsins. Vonda fólkið skilur ekki að þaðan spretta öll réttindi og gæði sem Íslendingar eru í sjálfvirkri eilífðaráskrift að. Góða fólkið vill að allir séu svo jafnir, að útrýma megi landamærum og þjóðmenningu, allir séu sprautaðir með sömu góðu lyfjunum og allir þurfi að borga fyrir mengun þótt þeir mengi nánast ekkert sjálfir. Annars yrði ójöfnuður svo mikill að góða fólkið myndi missa stjórn á samfélaginu, en það væri líshættulegt, sérstaklega fyrir aumingja. Eitt það versta sem vonda fólkið trúir, er að til sé hlutlægur sannleikur, eins og til dæmis að kynin séu tvö. Vonda fólkið gengur svo langt í illsku sinni að halda slíkri kynjatvíhyggju að börnum og setur þau þannig í sjálfsvígshættu. Þessari innrætingu verður að berjast gegn, enda er öllu góðu fólki ljóst að heimur sem samanstæði aðeins af körlum og konum væri vondur og ójafn heimur. Sérstaklega væri óréttlátt ef íslensk börn myndu læra meira um kristna trú en önnur trúarbrögð því það myndi valda alvarlegum ójöfnuði og svínakjötsáti. Góða fólkið varar því alla góða Íslendinga við því að kjósa hinn hatursfulla Lýðræðisflokk - flokk vonda fólksins. Alþingi er skipað góðu fólki. Ekki breyta því. Hinn illi höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda. Best er að kjósa góðmennin því annars gætu borgararnir farið sér að voða. Góðmennin kunna best að fara með peninga og því ættu borgararnir að afhenda góða fólkinu sem mest af peningunum sínum. Aðeins þannig verður peningunum útdeilt með réttlátum hætti. Góðmennin eru líka svo klár. Þau kunna að búa til félagslega réttlát kerfi fyrir öll svið lífsins. Kerfi sem hvetja borgarana til að skipuleggja líf sín með réttum hætti. Bara ef allir gætu séð þetta. Þá yrði lífið gott. Allir væru jafnir og þörf fyrir skoðanafrelsi útrýmt því allir væru sjálfkrafa sammála hinu góða. Þeir sem trúa á skoðanafrelsi hafa aðeins þann tilgang að hata hið góða. Því má ekki umbera vondar skoðanir, hvað þá opinbera tjáningu á þeim. Þeir sem eru vondir streitast á móti kerfum góða fólksins. Vonda fólkið er eigingjarnt og vill eiga sína peninga sjálft og skipuleggja líf sitt sjálft. Vonda fólkið er líka heimskt. Það sér ekki snilldina í velferðarkerfi góða fólksins til dæmis í þeirri forgangsröðun að kaupa vopn til að nota í Úkraínu. Vonda fólkið segir að ekki sé til nóg af peningum til að eyða í hælisleitendur sem þó hafa lagt á sig hættulega flugferð til Íslands. Vonda fólkið er svo nískt að það myndi ekki einu sinni vilja flytja út íslenska orku um naflastreng til Evrópusové…sambandsins. Vonda fólkið skilur ekki að þaðan spretta öll réttindi og gæði sem Íslendingar eru í sjálfvirkri eilífðaráskrift að. Góða fólkið vill að allir séu svo jafnir, að útrýma megi landamærum og þjóðmenningu, allir séu sprautaðir með sömu góðu lyfjunum og allir þurfi að borga fyrir mengun þótt þeir mengi nánast ekkert sjálfir. Annars yrði ójöfnuður svo mikill að góða fólkið myndi missa stjórn á samfélaginu, en það væri líshættulegt, sérstaklega fyrir aumingja. Eitt það versta sem vonda fólkið trúir, er að til sé hlutlægur sannleikur, eins og til dæmis að kynin séu tvö. Vonda fólkið gengur svo langt í illsku sinni að halda slíkri kynjatvíhyggju að börnum og setur þau þannig í sjálfsvígshættu. Þessari innrætingu verður að berjast gegn, enda er öllu góðu fólki ljóst að heimur sem samanstæði aðeins af körlum og konum væri vondur og ójafn heimur. Sérstaklega væri óréttlátt ef íslensk börn myndu læra meira um kristna trú en önnur trúarbrögð því það myndi valda alvarlegum ójöfnuði og svínakjötsáti. Góða fólkið varar því alla góða Íslendinga við því að kjósa hinn hatursfulla Lýðræðisflokk - flokk vonda fólksins. Alþingi er skipað góðu fólki. Ekki breyta því. Hinn illi höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar