Skoðun

Bar­átta í ára­tugi fyrir auknu starfsnámi

Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar

Árin mín í stéttarfélagsstörfum voru um margt merkileg en þar voru til staðar angar af stuttu starfsnámi sem í minni tíð var síðan eflt og sífellt bætt ofan á. Þegar síðan 5 stéttarfélög sameinuðust 1998 -1999 þá kom í minn hlut að leiða starfsmenntun innan hins nýja stéttarfélags, Eflingar. Búnar voru til ótal nýjar stuttar starfsmenntabrautir sem unnið var að í samvinnu við vinnuveitendur og svo sveitafélögin. Síðar komu svo starfsgreinaráðin sem ætlað var að þróa eftir þörfum námsleiðir á framhaldsskólastigi. Þar hófst nýr kafli og merkilegur því sótt var til Norðurlanda um reynslu og gekk það vel.

Út úr þessu starfi komu nýjar námsbrautir: Skólaliðanám, Félagsliðanám og raunfærnimatið. Næstu greinar komu svo hver af annarri t.d. Félagsliðanám tvískipt fyrir umönnun aldraðra eða fatlaðra. Skólaliðanámið var líka að brú yfir í Leikskólakennaranám og þá kom raunfærnimatið vel inn. Jarðlagnatæknanám sem varð að enn frekara námi í dag.

Nám fyrir Dyraverði og Örygggisverði kom líka inn í flóruna. Nám fyrir fólk með lesblindu sem vakti mikla athygli.

Með þessum inngangi er ég að kynna til leiks hið öfluga starf Ásmundar E. Daðasonar í menntunarmálum fyrir framhaldsám í iðngreinum og þar með að ná til krakka sem hafa ekki fundið fjölina sína. Að sjá uppbyggingu og stækkun iðn- og tæknigreinaskóla er afrek. Löngu þarft og loksins að verða að veruleika. Nú er verið að stækka slíka skóla víða um land og einnig komin lóð í Hafnarfirði fyrir Tækniskólann sem nú starfar á nokkrum stöðum. Borgarholtsskóli er með nýja pípulagnabraut og stækkun vegna bílgreina í pípunum.

Metnaður skólastjórnendanna er mikill og þar eru leyst úr læðingi öfl sem eru að breyta viðhorfum til náms sem ekki er eingöngu bóklegt. Við eigum Ásmundi mikið að þakka á þessum vettvangi. Þess vegna þurfum við að fá þennan öfluga málssvara iðn- og tæknináms áfram í baráttu fyrir okkar unga fólk.

Höfundur er á lista Framsóknar no. 5 í Reykjavík - Norður.




Skoðun

Sjá meira


×