Lífið

Kappleikar: „Ég er í al­vörunni að reyna mitt besta“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Áslaug Arna velti því upp í gríni hvort það væri svona sem Davíð Þór og aðrir Sósíalistar sæju Sjálfstæðismenn.
Áslaug Arna velti því upp í gríni hvort það væri svona sem Davíð Þór og aðrir Sósíalistar sæju Sjálfstæðismenn. Vísir/Vilhelm

Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra.

Líkt og sjá má í klippunni hér fyrir neðan gekk frambjóðendum misvel. Þau Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson fengu til sín tíu frambjóðendur í skemmtilegar og öðruvísi kappræður þar sem þeim voru fengin ýmis verkefni. Þáttinn í heild sinni má horfa á neðst í fréttinni.

Jón Gnarr frambjóðandi Viðreisnar fékk það verkefni að mála Ívar Orra Ómarsson frambjóðanda Lýðræðisflokksins og öfugt, Lenya Rún Taha Karim frá Pírötum var með Snorra Mássyni í Miðflokki, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokki og Davíð Þór Jónsson Sósíalistaflokki fengu að mála hvert annað. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir í Framsókn málaði svo Ragnar Þór Ingólfsson í Flokki fólkins og öfugt og Sindri Geir Óskarsson í VG var málaður af Rögnu Sigurðardóttur Samfylkingu og öfugt. Sjón er sögu ríkari.

Horfa má á Kappleika í heild sinni hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks

Fjörlegar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu í þættinum Kappleikar. Frambjóðendum gekk aftur á móti illa í að svara spurningum sem tendgdust raunum ungs fólks. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.