„Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2024 12:03 Haukar og ÍBV hafa marga hildina háð í gegnum árin og nýfallinn dómur er ólíklegur til þess að auka vinskap á milli félaganna. vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta, á Ásvöllum, og unnu Haukar sannfærandi stórsigur, 37-29. Samkvæmt dómi Dómstóls HSÍ voru Haukar hins vegar með ólöglegan leikmann. Samkvæmt nýlegum reglum má ekki breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik en það gerði fulltrúi Hauka á svokölluðum tæknifundi fyrir leikinn. Málið er þó ekki svo einfalt en Haukar hafa í sinni málsvörn bent á að það hafi dregist að hefja tæknifundinn, þar sem eftirlitsmaður HSÍ og fulltrúi ÍBV hafi mætt seint. Þó að tekist hafi að slá inn leikskýrslu í tölvu tímanlega, eða 62-63 mínútum fyrir leik, þá gafst ekki tími til að prenta út skýrsluna til yfirferðar vegna vandræða með prentara á Ásvöllum. Fulltrúi Hauka hafi svo gert eina breytingu, skömmu eftir að frestinum til þess lauk, eftir að hafa séð útprentuðu skýrsluna. Eftirlitsmaður lét hann þá vita að þess yrði getið í skýrslu um leikinn og nú hefur þetta orðið til þess að Haukar eru úr leik í bikarnum. „Löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan“ „Þetta er mjög sérstakt. Maður veltir fyrir sér hvert við séum komin sem hreyfing ef að þetta á að vera niðurstaðan. Ég hefði haldið að maður myndi vilja vinna leikinn á parketinu en ekki á einhverjum tæknilegum tiktúrum eða öðru,“ segir Andri í samtali við íþróttadeild og er vægast sagt ósáttur við dóminn: „Það er ýmislegt sem að kemur þarna fram sem er ekki einu sinni sannleikanum samkvæmt, þannig að það má búast við því að þessu verði áfrýjað.“ Haukar hafa þrjá daga til þess að áfrýja dómnum. Haukar og Eyjamenn hafa lengi eldað grátt silfur saman og segir Andri þá ákvörðun ÍBV að leggja fram kæru ekki óvænta: „Það kemur okkur svo sem ekki á óvart. Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi, því miður. Það er löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan.“ Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið er í hádeginu í dag, í 8-liða úrslit. Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Liðin mættust í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta, á Ásvöllum, og unnu Haukar sannfærandi stórsigur, 37-29. Samkvæmt dómi Dómstóls HSÍ voru Haukar hins vegar með ólöglegan leikmann. Samkvæmt nýlegum reglum má ekki breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik en það gerði fulltrúi Hauka á svokölluðum tæknifundi fyrir leikinn. Málið er þó ekki svo einfalt en Haukar hafa í sinni málsvörn bent á að það hafi dregist að hefja tæknifundinn, þar sem eftirlitsmaður HSÍ og fulltrúi ÍBV hafi mætt seint. Þó að tekist hafi að slá inn leikskýrslu í tölvu tímanlega, eða 62-63 mínútum fyrir leik, þá gafst ekki tími til að prenta út skýrsluna til yfirferðar vegna vandræða með prentara á Ásvöllum. Fulltrúi Hauka hafi svo gert eina breytingu, skömmu eftir að frestinum til þess lauk, eftir að hafa séð útprentuðu skýrsluna. Eftirlitsmaður lét hann þá vita að þess yrði getið í skýrslu um leikinn og nú hefur þetta orðið til þess að Haukar eru úr leik í bikarnum. „Löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan“ „Þetta er mjög sérstakt. Maður veltir fyrir sér hvert við séum komin sem hreyfing ef að þetta á að vera niðurstaðan. Ég hefði haldið að maður myndi vilja vinna leikinn á parketinu en ekki á einhverjum tæknilegum tiktúrum eða öðru,“ segir Andri í samtali við íþróttadeild og er vægast sagt ósáttur við dóminn: „Það er ýmislegt sem að kemur þarna fram sem er ekki einu sinni sannleikanum samkvæmt, þannig að það má búast við því að þessu verði áfrýjað.“ Haukar hafa þrjá daga til þess að áfrýja dómnum. Haukar og Eyjamenn hafa lengi eldað grátt silfur saman og segir Andri þá ákvörðun ÍBV að leggja fram kæru ekki óvænta: „Það kemur okkur svo sem ekki á óvart. Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi, því miður. Það er löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan.“ Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið er í hádeginu í dag, í 8-liða úrslit.
Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira