Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar 27. nóvember 2024 12:22 Ég hef verið lögreglumaður í hátt í fjóra áratugi. Síðustu ár hef ég verið fulltrúi íslenskra lögregluyfirvalda hjá Europol, löggæslustofnun Evrópusambandsins. Fyrir og eftir veru mína þar hef ég stýrt rannsóknarsviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem rannsökuð eru skipulögð og alvarleg brotastarfsemi, s.s. kynferðisbrot, ofbeldisbrot, og peningaþvætti. Það er skemmst frá því að segja að málefni barna koma við sögu í öllum þessum málaflokkum á einn eða annan hátt, hvort sem brotið er gegn börnum eða þau sjálf brotleg. Það er sammerkt með aðstæðum á Íslandi og annars staðar í Evrópu að málefni barna eru alls staðar til umræðu. Nægir þar að nefna þann vanda sem Svíar hafa staðið frammi fyrir undanfarin ár og teygir nú anga sína til hinna Norðurlandanna. Ofbeldi gegn börnum Algengasta birtingarmynd ofbeldis gegn börnum er heimilisofbeldi, þ.e. þegar aðrir fjölskyldumeðlimir beita barn ofbeldi eða barn er á heimili þar sem ofbeldi er beitt. Undanfarinn áratug hefur lögreglan unnið eftir sérstöku verklagi þegar kemur að heimilisofbeldismálum. Sú vinna er í nánu sambandi við barnavernd og félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags. Markmið þessarar nálgunar er að brjóta upp neikvætt mynstur og er horft til þess að heimilisofbeldi sé ein heild en ekki samansafn einstakra tilvika. Afleiðingar langvarandi ofbeldis á heimilum eru skelfilegar. Börn sem upplifa heimilið ekki sem griðarstað eru margfalt líklegri til að flosna upp úr námi, leiðast út í neyslu og einangrast. Öll þau sem koma að málefnum þessara barna verða að búa yfir bjargráðum til að aðstoða börn í þessum áhættuhópi. Þar þarf að fá sem flesta að borðinu og skapa sátt um aðgerðir. Mál sem varða börn í viðkvæmri stöðu eru oftar en ekki með flóknustu málum lögreglunnar hverju sinni og það er alls ekki sama hvernig á þeim er tekið. Börn sem beita ofbeldi Fyrir nokkrum árum bar mikið á því að börn á aldursbilinu 13 til 18 ára voru að birta myndbönd af ofbeldi og niðurlægingu sem þau beittu önnur börn á svipuðum aldri. Á þessu var tekið með samstilltu átaki lögreglu og barnaverndarnefnda og eftir það dró mjög úr þessari hegðun ungmenna. En þessi hegðun blossar alltaf upp annað slagið. Lögreglan tekur á þessum málum með mismunandi hætti eftir aldri gerandans. Það er tilfinning þeirra sem starfað hafa í lögreglunni að netnotkun þar sem ofbeldi er normalíserað sé ástæða þessarar hegðunar og það verður ekki sagt nógu oft að foreldrar og forráðamenn og jafnvel kennarar og þjálfarar/leiðbeinendur í tómstundastarfi þurfa að tala við börn um hegðun sem þessa og freista þess að koma til skila alvarlegum afleiðingum hegðunarinnar. Innan lögreglu kæmi fræðsla sem þessi í hlut samfélagslögreglumanna en undanfarið hefur verið lagt upp með að auka hlut slíkrar löggæslu. Afleiðingar fyrir barn sem verður fyrir ofbeldi og niðurlægingu jafnaldra sinna geta verið mjög alvarlegar. Börn geta freistast til þess að hefna sín og þá er hætta á því að viðbrögðin verði yfirdrifin vegna hræðslu og þá jafnvel að vopnum sé beitt. Hnífaburður ungmenna hefur aukist mjög undanfarin ár og hefur lögregla lýst áhyggjum sínum af þessari þróun. Flest börn segja að þau hafi með sér hnífa til að verja sig. Það er nauðsynlegt að ræða það við börn alls staðar að slíkt sé óásættanleg afstaða og að sjá til þess að þau geri sér grein fyrir hættunni sem af þessu hlýst. Mál undanfarinna mánaða og ára þar sem börn og ungt fólk hafa beitt hnífi með mjög alvarlegum afleiðingum eru til marks um hættuna sem fylgir því að fólk, þar með talið börn, gangi um með hnífa. Hvað er til ráða? Öflugar forvarnir er grundvöllur þess að árangur náist í málum sem snúa að öryggi barna á Íslandi. Við verðum að vinda ofan af þeirri þróun sem við sjáum allt í kringum okkur og grípa til aðgerða hið snarasta. Slíkar aðgerðir verða að ná til og vera í fullu samráði við foreldra, skólafólk, þjálfara og leiðbeinendur í íþróttum og tómstundastarfi, barnavernd og lögreglu. Ef við náum árangri varðandi börn í viðkvæmri stöðu þá verður hann sýnilegur á svo margan hátt. Það er til mikils að vinna ef okkur tekst með samhentu átaki að grípa börn í hættu. Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og skipar þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Grímur Grímsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið lögreglumaður í hátt í fjóra áratugi. Síðustu ár hef ég verið fulltrúi íslenskra lögregluyfirvalda hjá Europol, löggæslustofnun Evrópusambandsins. Fyrir og eftir veru mína þar hef ég stýrt rannsóknarsviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem rannsökuð eru skipulögð og alvarleg brotastarfsemi, s.s. kynferðisbrot, ofbeldisbrot, og peningaþvætti. Það er skemmst frá því að segja að málefni barna koma við sögu í öllum þessum málaflokkum á einn eða annan hátt, hvort sem brotið er gegn börnum eða þau sjálf brotleg. Það er sammerkt með aðstæðum á Íslandi og annars staðar í Evrópu að málefni barna eru alls staðar til umræðu. Nægir þar að nefna þann vanda sem Svíar hafa staðið frammi fyrir undanfarin ár og teygir nú anga sína til hinna Norðurlandanna. Ofbeldi gegn börnum Algengasta birtingarmynd ofbeldis gegn börnum er heimilisofbeldi, þ.e. þegar aðrir fjölskyldumeðlimir beita barn ofbeldi eða barn er á heimili þar sem ofbeldi er beitt. Undanfarinn áratug hefur lögreglan unnið eftir sérstöku verklagi þegar kemur að heimilisofbeldismálum. Sú vinna er í nánu sambandi við barnavernd og félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags. Markmið þessarar nálgunar er að brjóta upp neikvætt mynstur og er horft til þess að heimilisofbeldi sé ein heild en ekki samansafn einstakra tilvika. Afleiðingar langvarandi ofbeldis á heimilum eru skelfilegar. Börn sem upplifa heimilið ekki sem griðarstað eru margfalt líklegri til að flosna upp úr námi, leiðast út í neyslu og einangrast. Öll þau sem koma að málefnum þessara barna verða að búa yfir bjargráðum til að aðstoða börn í þessum áhættuhópi. Þar þarf að fá sem flesta að borðinu og skapa sátt um aðgerðir. Mál sem varða börn í viðkvæmri stöðu eru oftar en ekki með flóknustu málum lögreglunnar hverju sinni og það er alls ekki sama hvernig á þeim er tekið. Börn sem beita ofbeldi Fyrir nokkrum árum bar mikið á því að börn á aldursbilinu 13 til 18 ára voru að birta myndbönd af ofbeldi og niðurlægingu sem þau beittu önnur börn á svipuðum aldri. Á þessu var tekið með samstilltu átaki lögreglu og barnaverndarnefnda og eftir það dró mjög úr þessari hegðun ungmenna. En þessi hegðun blossar alltaf upp annað slagið. Lögreglan tekur á þessum málum með mismunandi hætti eftir aldri gerandans. Það er tilfinning þeirra sem starfað hafa í lögreglunni að netnotkun þar sem ofbeldi er normalíserað sé ástæða þessarar hegðunar og það verður ekki sagt nógu oft að foreldrar og forráðamenn og jafnvel kennarar og þjálfarar/leiðbeinendur í tómstundastarfi þurfa að tala við börn um hegðun sem þessa og freista þess að koma til skila alvarlegum afleiðingum hegðunarinnar. Innan lögreglu kæmi fræðsla sem þessi í hlut samfélagslögreglumanna en undanfarið hefur verið lagt upp með að auka hlut slíkrar löggæslu. Afleiðingar fyrir barn sem verður fyrir ofbeldi og niðurlægingu jafnaldra sinna geta verið mjög alvarlegar. Börn geta freistast til þess að hefna sín og þá er hætta á því að viðbrögðin verði yfirdrifin vegna hræðslu og þá jafnvel að vopnum sé beitt. Hnífaburður ungmenna hefur aukist mjög undanfarin ár og hefur lögregla lýst áhyggjum sínum af þessari þróun. Flest börn segja að þau hafi með sér hnífa til að verja sig. Það er nauðsynlegt að ræða það við börn alls staðar að slíkt sé óásættanleg afstaða og að sjá til þess að þau geri sér grein fyrir hættunni sem af þessu hlýst. Mál undanfarinna mánaða og ára þar sem börn og ungt fólk hafa beitt hnífi með mjög alvarlegum afleiðingum eru til marks um hættuna sem fylgir því að fólk, þar með talið börn, gangi um með hnífa. Hvað er til ráða? Öflugar forvarnir er grundvöllur þess að árangur náist í málum sem snúa að öryggi barna á Íslandi. Við verðum að vinda ofan af þeirri þróun sem við sjáum allt í kringum okkur og grípa til aðgerða hið snarasta. Slíkar aðgerðir verða að ná til og vera í fullu samráði við foreldra, skólafólk, þjálfara og leiðbeinendur í íþróttum og tómstundastarfi, barnavernd og lögreglu. Ef við náum árangri varðandi börn í viðkvæmri stöðu þá verður hann sýnilegur á svo margan hátt. Það er til mikils að vinna ef okkur tekst með samhentu átaki að grípa börn í hættu. Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og skipar þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun