Ekki kemur til greina að fresta kjördegi í heild sinni en veðrið gæti þó valdið að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella.
Þá fylgjumst við áfram með gangi mála í Karphúsinu en læknar eru á lokametrunum við að semja um nýjan kjarasamning við ríkið.
Einnig tökum við stöðuna á gosinu á Reykjanesi en nú rennur hraunið nær eingöngu til austurs og ógnar því ekki innviðum.