Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 12:54 Jón Gunnarsson skítur föstum skotum á Ásmund Einar Daðason sem sagði núverandi rekstrarvanda Ráðgjafar-og greiningarstöðvar vegna afstöðu fyrrverandi fjármálaráðherra til málaflokksins. Vísir Barnamálaráðherra segir að fyrir atbeina núverandi fjármálaráðherra sé hægt að stórefla Ráðgjafar-og geiningarmiðstöð barna. Fé til þess sé m.a. sótt í aukafjárveitingu í fjárlögum til inngildingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fullyrðingar barnamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun stofnunarinnar barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna. Ráðgjafar- og greiningarstöð barna stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda að sögn forstjórans sem fór yfir stöðu stofnunarinnar í fréttum í vikunni. Það þyrfti að auka framlög um allt að 250 milljónir svo stofnunin gæti sinnt hlutverki sínu að fullu. Gert að skera niður um átta milljónir Fjárlög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þar kemur fram að stofnuninni sé gert að skera niður um átta milljónir króna á næsta ári. Úr fjárlögum fyrir árið 2025.Vísir Stofnunin fá nægt fé Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í fréttum í gær að staða stofnunarinnar nú væri á ábygð fyrrverandi fjármálaráðherra en með nýjum fjárlögum sé búið að tryggja rekstrargrundvöll hennar. „Við reiknum með að geta stóreflt stofnunina,“ sagði hann í gær. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðherra í morgun voru nýjar fjárveitingar samþykktar í fjárlögum vegna inngildingar. Hluti af þeim og framlögum tengdum svokölluðum Farsældarlögum barna muni renna til stofnunarinnar. Aukafjárveitingin vegna inngildingar nemi um 750 milljónum króna. Taugaveiklun Framsóknar Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemd við málflutning Ásmundar á Facebook þar sem hann bendir á að Alþingi hafi nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar hafi samþykkt. Fram kemur í færslunni að ásakanirnar séu merki um taugaveiklun Framsóknarflokksins. Þá sé ekki nýlunda að núverandi fjármálaráðherra sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð barna stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda að sögn forstjórans sem fór yfir stöðu stofnunarinnar í fréttum í vikunni. Það þyrfti að auka framlög um allt að 250 milljónir svo stofnunin gæti sinnt hlutverki sínu að fullu. Gert að skera niður um átta milljónir Fjárlög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þar kemur fram að stofnuninni sé gert að skera niður um átta milljónir króna á næsta ári. Úr fjárlögum fyrir árið 2025.Vísir Stofnunin fá nægt fé Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í fréttum í gær að staða stofnunarinnar nú væri á ábygð fyrrverandi fjármálaráðherra en með nýjum fjárlögum sé búið að tryggja rekstrargrundvöll hennar. „Við reiknum með að geta stóreflt stofnunina,“ sagði hann í gær. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðherra í morgun voru nýjar fjárveitingar samþykktar í fjárlögum vegna inngildingar. Hluti af þeim og framlögum tengdum svokölluðum Farsældarlögum barna muni renna til stofnunarinnar. Aukafjárveitingin vegna inngildingar nemi um 750 milljónum króna. Taugaveiklun Framsóknar Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemd við málflutning Ásmundar á Facebook þar sem hann bendir á að Alþingi hafi nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar hafi samþykkt. Fram kemur í færslunni að ásakanirnar séu merki um taugaveiklun Framsóknarflokksins. Þá sé ekki nýlunda að núverandi fjármálaráðherra sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira