Barry Keoghan leikur Bítil Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 20:56 Kvikmyndirnar eiga allar að koma út árið 2027. Vísir/Samsett Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. Það er Ringo sjálfur sem greinir frá þessu í viðtali við bandaríska miðilinn Entertainment Tonight. „Mér finnst það frábært. Ég held að hann sé einhvers staðar á trommuæfingum og ég vona að þær verði ekki of margar,“ segir Bítillinn. Greint hefur verið frá því að leikstjórinn Sam Mendes, sem er frægur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndum á borð við American Beauty og 1917, stefni að því að gefa út ævisögulega kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Ekkert hefur verið staðfest hingað til um hver eigi að leika þessa frægustu rokkara tónlistarsögunnar. Margir orðrómar hafa þó gengið um hverjir það verði sem hreppi þessi eftirsóttu hlutverk. Paul Mescal, sem lék nýlega aðalhlutverkið í framhaldi Ripley Scott á Skylmingarþrælnum, hefur til að mynda verið orðaður við hlutverk sjálfs Paul McCartney. Þá hefur Harris Dickinson, sem fór til dæmis með aðalhlutverkið í Sorgarþríhyrningnum, verið bendlaður við hlutverk John Lennon en hvorugur þeirra hefur staðfest það. Bíó og sjónvarp Tónlist Hollywood Mest lesið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Nýdönsk á toppnum 2024 Tónlist „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það er Ringo sjálfur sem greinir frá þessu í viðtali við bandaríska miðilinn Entertainment Tonight. „Mér finnst það frábært. Ég held að hann sé einhvers staðar á trommuæfingum og ég vona að þær verði ekki of margar,“ segir Bítillinn. Greint hefur verið frá því að leikstjórinn Sam Mendes, sem er frægur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndum á borð við American Beauty og 1917, stefni að því að gefa út ævisögulega kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Ekkert hefur verið staðfest hingað til um hver eigi að leika þessa frægustu rokkara tónlistarsögunnar. Margir orðrómar hafa þó gengið um hverjir það verði sem hreppi þessi eftirsóttu hlutverk. Paul Mescal, sem lék nýlega aðalhlutverkið í framhaldi Ripley Scott á Skylmingarþrælnum, hefur til að mynda verið orðaður við hlutverk sjálfs Paul McCartney. Þá hefur Harris Dickinson, sem fór til dæmis með aðalhlutverkið í Sorgarþríhyrningnum, verið bendlaður við hlutverk John Lennon en hvorugur þeirra hefur staðfest það.
Bíó og sjónvarp Tónlist Hollywood Mest lesið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Nýdönsk á toppnum 2024 Tónlist „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira