Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar 28. nóvember 2024 13:03 Friðar- og afvopnunarmál hafa ekki farið hátt í kosningabaráttunni hingað til. Það er þó full ástæða til þess að veita þeim gaum því ófriðarbál loga víða og Ísland er ekki verða ósnortið af þeim átökum. Samtök hernaðarandstæðinga sendu því spurningalista til þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu og fengu svör frá öllum nema Flokk fólksins þó að sumir flokkar hafi ekki svarað öllum spurningum. Vopnakaup og herlaust land? Þar má tína til ýmislegt jákvætt, enginn flokkur vill t.d. stofna íslenskan her og flokkar frá Framsókn til Sósíalista nefna stuðning við mannréttindi og jafnréttismál á alþjóðavettvangi og Vinstri græn umhverfismálin að auki sem mikilvæg tæki til friðar. Flestir flokkar lýsa sig og hlynnta því að Ísland vinni að afvopnun og friðsamlegum samskiptum á vettvangi alþjóðastofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn tekur sérstaklega fram að hann telji einhliða afvopnun ekki skynsamlega. Þar standa Píratar hinsvegar upp úr, þeir nefna sérstaklega stuðning sinn við Alþjóðasáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum, vilja skýrari ákvæði um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands og gagnrýna aukna hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn eru tilbúin að tala fyrir vopnaflutningabanni og viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og Samfylkingin fordæmir framferði Ísraelsríkið einnig harðlega. Athyglisvert er að enginn flokkur kannaðist við það að styðja vopnakaup til erlendra herja. Allir flokkar í fráfarandi ríkisstjórn sögðu að Ísland ætti ekki að leggja til hermenn eða vopn en þó voru þingmenn Pírata ásamt einum þingmanni Vinstri grænna þeir einu sem sátu hjá þegar kom að þeim hluta þingsályktunar um stuðning við Úkraínu sem snýr að vopnakaupum. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu hefur Ísland nú þegar lofað hundruðum milljóna í vopnakaup til Úkraínska hersins. Ég velti því fyrir mér hvort að hér sé um stefnubreytingu að ræða eða undarlega túlkun á því hvað felist í því að leggja til vopn. Nató á tímum Trumps Þegar kemur að einu helsta baráttumáli Samtaka hernaðarandstæðinga eru bara tveir flokkar sem styðja úrsögn úr Nató. Vinstri græn hafa verið mótfallinn aðild frá upphafi og benda á að Nató er kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Sósíalistar vilja taka málið upp sem fyrst og nefna réttilega á að þjóðin var aldrei spurð um inngöngu. Píratar hafa ekki mótað sér afstöðu og eru opnir fyrir endurskoðun aðildar en vilja líkt og Lýðræðisflokkurinn einungis tilheyra Nató sem varnarbandalagi en ekki árásarbandalagi. Það er að mínu mati óskhyggja að ætla að velja sér hvernig bandalagi við ætlum að tilheyra því að það Nató sem við tilheyrum í dag er vissulega hernaðarbandalag sem hefur tekið þátt í fjölmörgum stríðsaðgerðum utan landamæra sinna. Aðrir flokkar tóku svo eindregna afstöðu með Nató-aðild. Í síðustu spurningu okkar til framboðanna bentum við svo á hina augljósu en vandræðalega staðreynd að Donald Trump mun senn taka við embætti forseta í lang-valdamesta ríki bandalagsins. Hann hefur ekki farið dult með andúð sína á framlagi annarra Nató-þjóða og hefur m.a. grínast með það að siga Rússum á þær þjóðir sem ekki borga sinn skerf. Þó að það gangi ekki eftir ættu stuðningsmenn Nató að spyrja sig hvort að þeir geti treyst bandalagi með Bandaríkjunum alfarið fyrir vörnum landsins eða hvort að þeir séu tilbúnir að standa undir þeim fjáraustri sem leiðtogar beggja vegna Atlantshafsins krefjast í hernaðarmál. Svar Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna er blessunarlega nei. Ég vil hvetja friðarsinna og áhugafólk um utanríkismál til þess að skoða svör flokkanna á vefnum fridur.is og gera svo upp við sig hvaða flokk er best treystandi til að standa gegn sívaxandi hervæðingu Evrópu, Norðurlandasamstarfs og Norðurslóða. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Friðar- og afvopnunarmál hafa ekki farið hátt í kosningabaráttunni hingað til. Það er þó full ástæða til þess að veita þeim gaum því ófriðarbál loga víða og Ísland er ekki verða ósnortið af þeim átökum. Samtök hernaðarandstæðinga sendu því spurningalista til þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu og fengu svör frá öllum nema Flokk fólksins þó að sumir flokkar hafi ekki svarað öllum spurningum. Vopnakaup og herlaust land? Þar má tína til ýmislegt jákvætt, enginn flokkur vill t.d. stofna íslenskan her og flokkar frá Framsókn til Sósíalista nefna stuðning við mannréttindi og jafnréttismál á alþjóðavettvangi og Vinstri græn umhverfismálin að auki sem mikilvæg tæki til friðar. Flestir flokkar lýsa sig og hlynnta því að Ísland vinni að afvopnun og friðsamlegum samskiptum á vettvangi alþjóðastofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn tekur sérstaklega fram að hann telji einhliða afvopnun ekki skynsamlega. Þar standa Píratar hinsvegar upp úr, þeir nefna sérstaklega stuðning sinn við Alþjóðasáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum, vilja skýrari ákvæði um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands og gagnrýna aukna hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn eru tilbúin að tala fyrir vopnaflutningabanni og viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og Samfylkingin fordæmir framferði Ísraelsríkið einnig harðlega. Athyglisvert er að enginn flokkur kannaðist við það að styðja vopnakaup til erlendra herja. Allir flokkar í fráfarandi ríkisstjórn sögðu að Ísland ætti ekki að leggja til hermenn eða vopn en þó voru þingmenn Pírata ásamt einum þingmanni Vinstri grænna þeir einu sem sátu hjá þegar kom að þeim hluta þingsályktunar um stuðning við Úkraínu sem snýr að vopnakaupum. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu hefur Ísland nú þegar lofað hundruðum milljóna í vopnakaup til Úkraínska hersins. Ég velti því fyrir mér hvort að hér sé um stefnubreytingu að ræða eða undarlega túlkun á því hvað felist í því að leggja til vopn. Nató á tímum Trumps Þegar kemur að einu helsta baráttumáli Samtaka hernaðarandstæðinga eru bara tveir flokkar sem styðja úrsögn úr Nató. Vinstri græn hafa verið mótfallinn aðild frá upphafi og benda á að Nató er kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Sósíalistar vilja taka málið upp sem fyrst og nefna réttilega á að þjóðin var aldrei spurð um inngöngu. Píratar hafa ekki mótað sér afstöðu og eru opnir fyrir endurskoðun aðildar en vilja líkt og Lýðræðisflokkurinn einungis tilheyra Nató sem varnarbandalagi en ekki árásarbandalagi. Það er að mínu mati óskhyggja að ætla að velja sér hvernig bandalagi við ætlum að tilheyra því að það Nató sem við tilheyrum í dag er vissulega hernaðarbandalag sem hefur tekið þátt í fjölmörgum stríðsaðgerðum utan landamæra sinna. Aðrir flokkar tóku svo eindregna afstöðu með Nató-aðild. Í síðustu spurningu okkar til framboðanna bentum við svo á hina augljósu en vandræðalega staðreynd að Donald Trump mun senn taka við embætti forseta í lang-valdamesta ríki bandalagsins. Hann hefur ekki farið dult með andúð sína á framlagi annarra Nató-þjóða og hefur m.a. grínast með það að siga Rússum á þær þjóðir sem ekki borga sinn skerf. Þó að það gangi ekki eftir ættu stuðningsmenn Nató að spyrja sig hvort að þeir geti treyst bandalagi með Bandaríkjunum alfarið fyrir vörnum landsins eða hvort að þeir séu tilbúnir að standa undir þeim fjáraustri sem leiðtogar beggja vegna Atlantshafsins krefjast í hernaðarmál. Svar Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna er blessunarlega nei. Ég vil hvetja friðarsinna og áhugafólk um utanríkismál til þess að skoða svör flokkanna á vefnum fridur.is og gera svo upp við sig hvaða flokk er best treystandi til að standa gegn sívaxandi hervæðingu Evrópu, Norðurlandasamstarfs og Norðurslóða. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun