Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. nóvember 2024 13:42 Ég ólst upp við það að ferðamenn fóru bara í aðra áttina, frá Íslandi og út í heim. Á sandölum og ermalausum bol. Þetta var þegar bara fáeinir frumkvöðlar sá fyrir sér að ferðaþjónusta myndi vaxa og dafna sem alvöru atvinnugrein hér á landi. Ég ætla að fullyrða að enn færri, ef einhverjir, hafi séð fyrir sér að ferðaþjónustan væri nú orðin okkar stærsta og mikilvægasta atvinnugrein. Hvað geta stjórnvöld gert fyrir atvinnugrein sem á síðasta ári aflaði 600 milljarða kr. í útflutningstekjur? Fyrir atvinnugrein sem skilaði um 160 milljörðum kr. í ríkisjóð í formi skatttekna? Hvernig tryggjum við framgang atvinnugreinar þar sem starfa rúmlega 30 þúsund manns? Skilaboðin frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar eru í raun einföld, það þarf að leggja lykil áherslu á að skapa atvinnugreininni fyrirsjáanleika. Slíkur fyrirsjáanleiki þegar kemur að sköttum og gjöldum er alltaf æskilegur en í atvinnugrein þar sem salan á sér stað með 18-24 mánaða fyrirvara er hann beinlínis nauðsynlegur til þess að ógna ekki mikilvægum stöðugleika í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki byrja aftur frá núlli Stjórnmálamenn þurfa líka að geta gert greinarmun á gjaldtöku sem ætlað er að stýra aðgengi að ákveðnum fjölsóttum og/eða viðkvæmum áfangastöðum og gjaldtöku sem er eingöngu ætlað að skapa tekjur fyrir ríkissjóð. Af þessu tilefni er bent á að mikil vinna hefur farið fram undanfarin ár í opinberri stefnumörkun í ferðaþjónustu í samráði við helstu hagsmunaaðila. Þeirri vinnu má ekki að kasta á glæ þegar ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum nú eftir kosningar. Slík nálgun hjálpar ekki vaxandi atvinnugrein í krefjandi alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Viðreisn Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ég ólst upp við það að ferðamenn fóru bara í aðra áttina, frá Íslandi og út í heim. Á sandölum og ermalausum bol. Þetta var þegar bara fáeinir frumkvöðlar sá fyrir sér að ferðaþjónusta myndi vaxa og dafna sem alvöru atvinnugrein hér á landi. Ég ætla að fullyrða að enn færri, ef einhverjir, hafi séð fyrir sér að ferðaþjónustan væri nú orðin okkar stærsta og mikilvægasta atvinnugrein. Hvað geta stjórnvöld gert fyrir atvinnugrein sem á síðasta ári aflaði 600 milljarða kr. í útflutningstekjur? Fyrir atvinnugrein sem skilaði um 160 milljörðum kr. í ríkisjóð í formi skatttekna? Hvernig tryggjum við framgang atvinnugreinar þar sem starfa rúmlega 30 þúsund manns? Skilaboðin frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar eru í raun einföld, það þarf að leggja lykil áherslu á að skapa atvinnugreininni fyrirsjáanleika. Slíkur fyrirsjáanleiki þegar kemur að sköttum og gjöldum er alltaf æskilegur en í atvinnugrein þar sem salan á sér stað með 18-24 mánaða fyrirvara er hann beinlínis nauðsynlegur til þess að ógna ekki mikilvægum stöðugleika í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki byrja aftur frá núlli Stjórnmálamenn þurfa líka að geta gert greinarmun á gjaldtöku sem ætlað er að stýra aðgengi að ákveðnum fjölsóttum og/eða viðkvæmum áfangastöðum og gjaldtöku sem er eingöngu ætlað að skapa tekjur fyrir ríkissjóð. Af þessu tilefni er bent á að mikil vinna hefur farið fram undanfarin ár í opinberri stefnumörkun í ferðaþjónustu í samráði við helstu hagsmunaaðila. Þeirri vinnu má ekki að kasta á glæ þegar ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum nú eftir kosningar. Slík nálgun hjálpar ekki vaxandi atvinnugrein í krefjandi alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun