Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar 28. nóvember 2024 15:03 Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið stór skref í átt að því að bæta lífsskilyrði barna og fjölskyldna. Í þessu verkefni hefur Framsókn verið í leiðtogahlutverki. Við höfum gripið til markvissra aðgerða til að styrkja grunnstoðir mennta- og velferðarkerfisins og haft þar skýra áherslu á fyrirbyggjandi stuðning, aukinn jöfnuð og betra aðgengi að þjónustu. Fjárfest í börnum og unglingum Við hjá Framsókn höfum lagt áherslu á umfangsmikla fjárfestingu í börnum og fjölskyldum. Meðal lykilverkefna sem hafa verið sett í farveg eru: Farsældarlög: Ný löggjöf sem tryggir þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Öll börn eiga nú rétt á tengilið sem starfar í nærumhverfi barnsins, ef þörf er á stuðningi eða þjónustu. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir: Öllum börnum á grunnskólaaldri er nú tryggð næringarrík máltíð óháð efnahag fjölskyldunnar. Tvöföldun fjármagns til íþrótta- og frístundastarfs: Stórt átak í því skyni að auka þátttöku barna í íþrótta- og frístundastarfi. Í þessu verkefni hefur til dæmis gjaldfrjáls þátttaka í unglingalandsliðum verið tryggð og auknu fjármagni verið veitt til íþróttastarfs fatlaðra barna. Samræmd skólaþjónusta og stuðningur við kennara: Fjárfest hefur verið í starfsþróun kennara og framlög til námsgagna verið tvöfölduð. Innleiðing samþætts námsmats: Nýtt námsmat tekur nú við af úreltum samræmdum prófum og tryggir betri yfirsýn yfir námsárangur og færni. Innleiðingin er löngu hafin og gengur vel. Raunverulegur árangur Stefna Framsóknar og þær aðgerðir sem hafa verið innleiddar á undanförnum árum eru þegar að skila mælanlegum árangri í lífi barna og fjölskyldna þeirra. Lítum á nokkra mælikvarða. Andleg heilsa barna hefur batnað: Tíðni kvíða meðal yngri barna hefur minnkað um 15%. Einelti hefur minnkað: Aðeins 4% nemenda í 10. bekk upplifa nú einelti – lægsta mæling sem hefur sést. Meiri samfella í þjónustu: Fjölskyldur upplifa betri samfellu sem auðveldar þeim að fá nauðsynlegan stuðning á réttum tíma. Níu af hverjum 10 ungmennum telja mikilvægt að leggja sig fram í námi. Þessar niðurstöður eru ekki aðeins tölur; þær endurspegla raunveruleg lífsgæði fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hér eru skýrar vísbendingar um að markviss stefnumótun og fjárfesting í börnunum okkar skilar sér í betra samfélagi. Megináherslur næstu fjögur árin Þrátt fyrir að miklu hafi verið áorkað eru áskoranir enn til staðar. Við í Framsókn höfum skýra framtíðarsýn og leggjum áherslu á eftirfarandi verkefni á næstu fjórum árum: Innleiðing þjónustutryggingar: Við ætlum að útrýma biðlistum eftir greiningu og þjónustu. Þjónustutrygging mun tryggja að hámarksbiðtími barns verði skilgreindur. Ef opinberir aðilar uppfylla ekki tímamörkin verður fjölskyldum boðin þjónusta hjá einkaaðilum. Með þessu tryggjum við að ekkert barn þurfi að bíða óhóflega lengi . Námsárangur í fremstu röð: Með innleiðingu nýs námsmats í grunnskólum munum við fá öflugri tæki í hendurnar til að styðja með markvissum hætti við námsárungur barna á Íslandi. Gjaldfrjáls námsgögn fyrir öll skólastig: Við munum tryggja að börn hafi jafnan aðgang að námsgögnum á öllum skólastigum. Gjaldfrjálst nám eru mannréttindi. Frístundalög: Með nýjum lögum verður réttur barna til þátttöku í frístundastarfi tryggður, óháð búsetu eða efnahag fjölskyldunnar. Aukin áhersla á snemmtækan stuðning: Við munum halda áfram að styrkja innleiðingu farsældarlaganna til að tryggja að hver fjölskylda fái þjónustu sem miðast við þarfir þeirra á hverjum tíma. Lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og hækka lágmarksgreiðslur: Undirritaður var félagsmálaráðherra þegar fæðingarorlofið var lengt í 12 mánuði úr 9 og næsta skref er að lengja það í 18 til að tryggja foreldrum tíma með börnunum sínum. Þá verður að hækka lágmarksgreiðslur til foreldra. Hverjum treystið þið? Á undanförnum árum höfum við í Framsókn lagt grunn að samfélagi þar sem börn og fjölskyldur þeirra njóta forgangs. Verkin tala sínu máli. En verkefninu er langt frá því að vera lokið. Við erum í miðri á í risavöxnum breytingum á öllu því er snýr að börnunum okkar. Markmiðið er skýrt: Að skapa samfélag þar sem öll börn fá sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu, öryggis og farsældar. Verkefnið er ekki bundið við eitt kjörtímabil. Það krefst staðfestu og framtíðarsýnar. Við í Framsókn erum staðráðin í að halda áfram á þessari vegferð. Ég treysti á ykkur! Kæru kjósendur! Á þessu kjörtímabili höfum við gert ýmis mikilvæg verkefni að veruleika. En það sem skiptir enn meira máli núna er allt það sem við eigum enn eftir að hrinda í framkvæmd. Til að þær hugmyndir og áherslur verði að veruleika þarf ég á ykkar stuðningi að halda. Ég er í pólitík af hugsjón og hef unnið af heilindum að því að ná árangri í störfum mínum sem ráðherra. Nú legg ég mín verk í ykkar dóm og treysti á stuðning ykkar á kjördag. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Hann skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið stór skref í átt að því að bæta lífsskilyrði barna og fjölskyldna. Í þessu verkefni hefur Framsókn verið í leiðtogahlutverki. Við höfum gripið til markvissra aðgerða til að styrkja grunnstoðir mennta- og velferðarkerfisins og haft þar skýra áherslu á fyrirbyggjandi stuðning, aukinn jöfnuð og betra aðgengi að þjónustu. Fjárfest í börnum og unglingum Við hjá Framsókn höfum lagt áherslu á umfangsmikla fjárfestingu í börnum og fjölskyldum. Meðal lykilverkefna sem hafa verið sett í farveg eru: Farsældarlög: Ný löggjöf sem tryggir þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Öll börn eiga nú rétt á tengilið sem starfar í nærumhverfi barnsins, ef þörf er á stuðningi eða þjónustu. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir: Öllum börnum á grunnskólaaldri er nú tryggð næringarrík máltíð óháð efnahag fjölskyldunnar. Tvöföldun fjármagns til íþrótta- og frístundastarfs: Stórt átak í því skyni að auka þátttöku barna í íþrótta- og frístundastarfi. Í þessu verkefni hefur til dæmis gjaldfrjáls þátttaka í unglingalandsliðum verið tryggð og auknu fjármagni verið veitt til íþróttastarfs fatlaðra barna. Samræmd skólaþjónusta og stuðningur við kennara: Fjárfest hefur verið í starfsþróun kennara og framlög til námsgagna verið tvöfölduð. Innleiðing samþætts námsmats: Nýtt námsmat tekur nú við af úreltum samræmdum prófum og tryggir betri yfirsýn yfir námsárangur og færni. Innleiðingin er löngu hafin og gengur vel. Raunverulegur árangur Stefna Framsóknar og þær aðgerðir sem hafa verið innleiddar á undanförnum árum eru þegar að skila mælanlegum árangri í lífi barna og fjölskyldna þeirra. Lítum á nokkra mælikvarða. Andleg heilsa barna hefur batnað: Tíðni kvíða meðal yngri barna hefur minnkað um 15%. Einelti hefur minnkað: Aðeins 4% nemenda í 10. bekk upplifa nú einelti – lægsta mæling sem hefur sést. Meiri samfella í þjónustu: Fjölskyldur upplifa betri samfellu sem auðveldar þeim að fá nauðsynlegan stuðning á réttum tíma. Níu af hverjum 10 ungmennum telja mikilvægt að leggja sig fram í námi. Þessar niðurstöður eru ekki aðeins tölur; þær endurspegla raunveruleg lífsgæði fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hér eru skýrar vísbendingar um að markviss stefnumótun og fjárfesting í börnunum okkar skilar sér í betra samfélagi. Megináherslur næstu fjögur árin Þrátt fyrir að miklu hafi verið áorkað eru áskoranir enn til staðar. Við í Framsókn höfum skýra framtíðarsýn og leggjum áherslu á eftirfarandi verkefni á næstu fjórum árum: Innleiðing þjónustutryggingar: Við ætlum að útrýma biðlistum eftir greiningu og þjónustu. Þjónustutrygging mun tryggja að hámarksbiðtími barns verði skilgreindur. Ef opinberir aðilar uppfylla ekki tímamörkin verður fjölskyldum boðin þjónusta hjá einkaaðilum. Með þessu tryggjum við að ekkert barn þurfi að bíða óhóflega lengi . Námsárangur í fremstu röð: Með innleiðingu nýs námsmats í grunnskólum munum við fá öflugri tæki í hendurnar til að styðja með markvissum hætti við námsárungur barna á Íslandi. Gjaldfrjáls námsgögn fyrir öll skólastig: Við munum tryggja að börn hafi jafnan aðgang að námsgögnum á öllum skólastigum. Gjaldfrjálst nám eru mannréttindi. Frístundalög: Með nýjum lögum verður réttur barna til þátttöku í frístundastarfi tryggður, óháð búsetu eða efnahag fjölskyldunnar. Aukin áhersla á snemmtækan stuðning: Við munum halda áfram að styrkja innleiðingu farsældarlaganna til að tryggja að hver fjölskylda fái þjónustu sem miðast við þarfir þeirra á hverjum tíma. Lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og hækka lágmarksgreiðslur: Undirritaður var félagsmálaráðherra þegar fæðingarorlofið var lengt í 12 mánuði úr 9 og næsta skref er að lengja það í 18 til að tryggja foreldrum tíma með börnunum sínum. Þá verður að hækka lágmarksgreiðslur til foreldra. Hverjum treystið þið? Á undanförnum árum höfum við í Framsókn lagt grunn að samfélagi þar sem börn og fjölskyldur þeirra njóta forgangs. Verkin tala sínu máli. En verkefninu er langt frá því að vera lokið. Við erum í miðri á í risavöxnum breytingum á öllu því er snýr að börnunum okkar. Markmiðið er skýrt: Að skapa samfélag þar sem öll börn fá sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu, öryggis og farsældar. Verkefnið er ekki bundið við eitt kjörtímabil. Það krefst staðfestu og framtíðarsýnar. Við í Framsókn erum staðráðin í að halda áfram á þessari vegferð. Ég treysti á ykkur! Kæru kjósendur! Á þessu kjörtímabili höfum við gert ýmis mikilvæg verkefni að veruleika. En það sem skiptir enn meira máli núna er allt það sem við eigum enn eftir að hrinda í framkvæmd. Til að þær hugmyndir og áherslur verði að veruleika þarf ég á ykkar stuðningi að halda. Ég er í pólitík af hugsjón og hef unnið af heilindum að því að ná árangri í störfum mínum sem ráðherra. Nú legg ég mín verk í ykkar dóm og treysti á stuðning ykkar á kjördag. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Hann skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun