Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2024 12:32 Margir hafa nýtt sér það að greiða atkvæði utankjörfundar hjá sýslumönnum. Vísir/Vilhelm Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. Nokkrar vikur eru síðan utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningarnar hófst hjá sýslumönnum um allt land. Fyrir hádegi höfðu um þrjátíu og átta þúsund manns greitt atkvæði utankjörfundar á landinu öllu. „Það hefur verið góð þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Við skráðum í gær hérna á höfuðborgarsvæðinu 3.770 atkvæði og það hafa greitt hjá okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu 22.300 manns, sem sagt skráð atkvæði,“ segir Einar Jónsson er staðgengill Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar í Holtagörðum en þar verður opið til tíu í kvöld. Einar segir atkvæðagreiðslu utankjörfundar hafa farið rólega af stað. „Það jókst verulega núna í byrjun vikunnar. Sérstaklega frá og með þriðjudagsmorgni þá var mikil aukning.“ Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum. Þar er spáð norðaustan hríðarveðri. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum gætu fylgt. Veðrið á að standa yfir nóttina á Suðausturlandi en á Austfjörðum á því hins vegar ekki að slota fyrr en annað kvöld, á sjálfan kjördag. Kjósendur í Múlaþingi hafa því verið hvattir til að kjósa snemma. Svavar Pálsson settur sýslumaður á Austurlandi segir marga hafa brugðist við hvattningunni. „Það hefur bara verið nokkuð mikil kjörsókn ekki síst á Austurlandi. Það má segja kjörsóknin hafi verið í takti við umræðuna og upplýsingar sem fólk hefur haft um veðurhorfur. Gærdagurinn var mjög stór og dagurinn í dag hann er líka stór að því leiti að kjörsóknin á Austurlandi í morgun er meiri heldur en annars staðar en á landinu sýnist mér og fólk er greinilega að bregðast við. Miðað við tölurnar sem ég er að horfa á hérna þá virðist vera um það bil helmingi meiri kjörsókn í umdæmi embættisins á Austurlandi heldur en í öðrum umdæmum á landsbyggðinni.“ Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Nokkrar vikur eru síðan utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningarnar hófst hjá sýslumönnum um allt land. Fyrir hádegi höfðu um þrjátíu og átta þúsund manns greitt atkvæði utankjörfundar á landinu öllu. „Það hefur verið góð þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Við skráðum í gær hérna á höfuðborgarsvæðinu 3.770 atkvæði og það hafa greitt hjá okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu 22.300 manns, sem sagt skráð atkvæði,“ segir Einar Jónsson er staðgengill Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar í Holtagörðum en þar verður opið til tíu í kvöld. Einar segir atkvæðagreiðslu utankjörfundar hafa farið rólega af stað. „Það jókst verulega núna í byrjun vikunnar. Sérstaklega frá og með þriðjudagsmorgni þá var mikil aukning.“ Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum. Þar er spáð norðaustan hríðarveðri. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum gætu fylgt. Veðrið á að standa yfir nóttina á Suðausturlandi en á Austfjörðum á því hins vegar ekki að slota fyrr en annað kvöld, á sjálfan kjördag. Kjósendur í Múlaþingi hafa því verið hvattir til að kjósa snemma. Svavar Pálsson settur sýslumaður á Austurlandi segir marga hafa brugðist við hvattningunni. „Það hefur bara verið nokkuð mikil kjörsókn ekki síst á Austurlandi. Það má segja kjörsóknin hafi verið í takti við umræðuna og upplýsingar sem fólk hefur haft um veðurhorfur. Gærdagurinn var mjög stór og dagurinn í dag hann er líka stór að því leiti að kjörsóknin á Austurlandi í morgun er meiri heldur en annars staðar en á landinu sýnist mér og fólk er greinilega að bregðast við. Miðað við tölurnar sem ég er að horfa á hérna þá virðist vera um það bil helmingi meiri kjörsókn í umdæmi embættisins á Austurlandi heldur en í öðrum umdæmum á landsbyggðinni.“
Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis fyrir Suðausturland og klukkan átta í kvöld á Austfjörðum, þar sem spáð er norðaustan hríðarveðri þar sem vindhraði verði 15 til 20 metrar á sekúndu. 29. nóvember 2024 06:51