Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir, Hannes Sigurbjörn Jónsson, Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Magnús Eðvaldsson skrifa 29. nóvember 2024 14:00 Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli. Samgöngur: Allstaðar í kjördæminu upplifir fólk að samgöngur þurfi að bæta, bæði nýframkvæmdir á vegum en líka vetrarþjónustu og viðhald vega. Börn í dreifbýli hossast á torfærum malarvegum og vegum sem ekki er búið að moka þegar þau leggja af stað í skólann. Vegagerðin tekur undir þetta og segir peninga í viðhald og vetrarþjónustu vera af skornum skammti og starfsmenn vilja setja meiri pening í þjónustu en fá ekki fjármagn til þess. Fólk upplifir sig ekki tilheyra því samfélagi sem það býr í því það kemst ekki á milli staða yfir vetrartímann. Samfylkingin gerir sér grein fyrir þessari innviðaskuld og ætlar að tvöfalda fjármagn í samgöngur, við verðum að jafna stöðu allra landsmanna til að fólk upplifi sig öruggt á vegunum og geti sótt þjónustu, tekið þátt í samfélaginu og svo fyrirtækin geti flutt vörur sem skapa gríðarleg verðmæti fyrir þjóðarbúið eftir vegunum okkar. Fólk kallar eftir fyrirsjáanleika í samgönguáætlun og að hún sé full fjármögnuð. Bæði Veiðileysuháls og Uxahryggjavegur hafa marg oft komið inn í samgönguáætlun en alltaf verið frestað og í því er enginn fyrirsjáanleiki. Heilbrigðismál: Fólk hefur áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins. Þar sem er fastur heimilislæknir sem fólkið þekkir er fólk mjög ánægt með heilsugæsluna sína, en þeim gæðum er misskipt og ekki allir búa við þær aðstæður. Það er því mikilvægt að styrkja stöðu heimilislækna um land allt. Við viljum að fólk geti fengið þjónustu í nærumhverfi sínu og að það þurfi ekki að bíða vikum eða mánuðum saman eftir mikilvægri þjónustu. Fólk hefur áhyggjur af stöðu hjúkrunarheimila og rekstrargrundvelli þeirra. Hjúkrunarheimilin eru ekki bara atvinna fyrir fólk heldur mikilvæg þjónusta fyrir eldra fólk sem þarf að tryggja um land allt. Kvennastörf: Fólk hefur áhyggjur af stöðu leik- og grunnskóla í kjördæminu og þjónustu við eldra fólk. Laun séu of lág og að fólk flytji úr kjördæminu til að fá betur launuð störf við eitthvað annað. Leikskólakennarar vita hvað börnin þurfa og sjá oft hvar hægt sé að styrkja börn löngu áður en börn byrja í grunnskóla en eru oftar en ekki undirmönnuð, glíma við álag í vinnu og ef gengur að koma barni að í greiningarferli tekur oft við margra ára bið fyrir barnið. Snemmtæk íhlutun skiptir öllu máli og því verður að styrkja leikskólana okkar til að mannauðurinn geti gripið börnin. Landbúnaður: Landbúnaður hefur staðið höllum fæti í mjög langan tíma. Það er vegna seiglu bænda að sveitirnar okkar eru ennþá í byggð. Bændur eru ekki kröfuharðir og vilja bara lifa af laununum sínum, sú krafa er ekki stór. Bændur í kjördæminu hafa áhyggjur af lokun sláturhúsa með sameiningum og rekstrarhagræðingu. Fólk hefur áhyggjur af uppkaupum af jörðum, þar sem venjulegt fólk sem vill byrja í búskap getur ekki keppt við auðkýfinga sem vilja tryggja sér veiðiréttindi, vatnsréttindi eða land undir skógrækt til að kolefnisjafna. Við verðum að bretta upp ermar með öflugri byggða- og landnýtingarstefnu og við þurfum ekki að finna upp hjólið. Við getum horft til Noregs þar sem jarðeigendur verða að yrkja jarðirnar sínar og mörg sveitarfélög hafa nýtt sér réttinn til að setja á búplikt, þar sem þarf að vera heilsárs búseta. Norskt sauðfjárbú með 150 kindum skilar jafn miklu og sauðfjárbú á Íslandi með 500 kindum. Bændum finnst nýsköpun í landbúnaði vera sniðug, en ekki forgangsatriði, forgangsatriðið er að bændur geti lifað á greininni. Á þessu ferðalagi undanfarnar viku hef ég ekki hitt einn einasta bónda sem er ánægður með stöðuna í landbúnaði. Strandveiðar: Umræðan um strandveiðar hefur líka komið upp ansi víða. Fólk hefur áhyggjur af öryggi þegar fólk rær í allskonar veðrum til að ná að fylla aflann. Þetta verður að skoða til að fólk setji sig ekki í hættu vegna galla í kerfinu. Fólk er almennt ánægt með strandveiðar og talar um að lífið á hafnarbakkanum á strandveiðatímabilinu skapi jákvæðni, stemningu og góðan bæjarbrag. Húsnæðismál: Víða í kjördæminu er uppbygging íbúðarhúsnæðis í gangi og eiga sveitarfélögin hrós skilið fyrir að stuðla að uppbyggingu. En þar sem við höfum komið er oftar en ekki bara verið að mæta núverandi þörf en mikilvægt er að halda áfram til að sveitarfélögin geti vaxið og gripið þau tækifæri sem bjóðast. Menning og félagsmál: Víða hefur komið fram mikilvægi þess að rækta menningarmál og félagsmál. Snæfellsbær er til fyrirmyndar í félagsstarfi eldri borgara þar sem þau hafa afnot af 500 m2 húsnæði með allskonar afþreyingarmöguleikum. Húsnæðið sem heitir Höllin er vel sótt og eldri borgararnir í Snæfellsbæ ánægðir með þessa þjónustu. Menningarmál eru kjarninn í því að skapa jákvæðan bæjarbrag og hverfa oft í skuggann á lélegum innviðum sem fá að eiga umræðuna. Félags- og íþróttastarf barna og ungmenna er líka mikilvæg þjónusta til að landsbyggðirnar séu eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Auðvitað eru vextir og verðbólga líka ofarlega á dagskrá hjá íbúum kjördæmisins. En fyrst og fremst vill fólk aðgengi að þjónustu, geta sótt hana eftir vegum landsins og að jafna kjör fólks þannig að við getum öll lifað lífi án þess að hafa áhyggjur af því að ná endum saman. Við heyrum og skiljum ykkar áhyggjur og okkar kosningaloforð er að passa að þessi málefni fái pláss. Takk fyrir að taka svona vel á móti okkur allstaðar þar sem við höfum komið. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að hitta ykkur öll. Við munum svo halda samtalinu gangandi eftir kosningar. Höfundar eru efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli. Samgöngur: Allstaðar í kjördæminu upplifir fólk að samgöngur þurfi að bæta, bæði nýframkvæmdir á vegum en líka vetrarþjónustu og viðhald vega. Börn í dreifbýli hossast á torfærum malarvegum og vegum sem ekki er búið að moka þegar þau leggja af stað í skólann. Vegagerðin tekur undir þetta og segir peninga í viðhald og vetrarþjónustu vera af skornum skammti og starfsmenn vilja setja meiri pening í þjónustu en fá ekki fjármagn til þess. Fólk upplifir sig ekki tilheyra því samfélagi sem það býr í því það kemst ekki á milli staða yfir vetrartímann. Samfylkingin gerir sér grein fyrir þessari innviðaskuld og ætlar að tvöfalda fjármagn í samgöngur, við verðum að jafna stöðu allra landsmanna til að fólk upplifi sig öruggt á vegunum og geti sótt þjónustu, tekið þátt í samfélaginu og svo fyrirtækin geti flutt vörur sem skapa gríðarleg verðmæti fyrir þjóðarbúið eftir vegunum okkar. Fólk kallar eftir fyrirsjáanleika í samgönguáætlun og að hún sé full fjármögnuð. Bæði Veiðileysuháls og Uxahryggjavegur hafa marg oft komið inn í samgönguáætlun en alltaf verið frestað og í því er enginn fyrirsjáanleiki. Heilbrigðismál: Fólk hefur áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins. Þar sem er fastur heimilislæknir sem fólkið þekkir er fólk mjög ánægt með heilsugæsluna sína, en þeim gæðum er misskipt og ekki allir búa við þær aðstæður. Það er því mikilvægt að styrkja stöðu heimilislækna um land allt. Við viljum að fólk geti fengið þjónustu í nærumhverfi sínu og að það þurfi ekki að bíða vikum eða mánuðum saman eftir mikilvægri þjónustu. Fólk hefur áhyggjur af stöðu hjúkrunarheimila og rekstrargrundvelli þeirra. Hjúkrunarheimilin eru ekki bara atvinna fyrir fólk heldur mikilvæg þjónusta fyrir eldra fólk sem þarf að tryggja um land allt. Kvennastörf: Fólk hefur áhyggjur af stöðu leik- og grunnskóla í kjördæminu og þjónustu við eldra fólk. Laun séu of lág og að fólk flytji úr kjördæminu til að fá betur launuð störf við eitthvað annað. Leikskólakennarar vita hvað börnin þurfa og sjá oft hvar hægt sé að styrkja börn löngu áður en börn byrja í grunnskóla en eru oftar en ekki undirmönnuð, glíma við álag í vinnu og ef gengur að koma barni að í greiningarferli tekur oft við margra ára bið fyrir barnið. Snemmtæk íhlutun skiptir öllu máli og því verður að styrkja leikskólana okkar til að mannauðurinn geti gripið börnin. Landbúnaður: Landbúnaður hefur staðið höllum fæti í mjög langan tíma. Það er vegna seiglu bænda að sveitirnar okkar eru ennþá í byggð. Bændur eru ekki kröfuharðir og vilja bara lifa af laununum sínum, sú krafa er ekki stór. Bændur í kjördæminu hafa áhyggjur af lokun sláturhúsa með sameiningum og rekstrarhagræðingu. Fólk hefur áhyggjur af uppkaupum af jörðum, þar sem venjulegt fólk sem vill byrja í búskap getur ekki keppt við auðkýfinga sem vilja tryggja sér veiðiréttindi, vatnsréttindi eða land undir skógrækt til að kolefnisjafna. Við verðum að bretta upp ermar með öflugri byggða- og landnýtingarstefnu og við þurfum ekki að finna upp hjólið. Við getum horft til Noregs þar sem jarðeigendur verða að yrkja jarðirnar sínar og mörg sveitarfélög hafa nýtt sér réttinn til að setja á búplikt, þar sem þarf að vera heilsárs búseta. Norskt sauðfjárbú með 150 kindum skilar jafn miklu og sauðfjárbú á Íslandi með 500 kindum. Bændum finnst nýsköpun í landbúnaði vera sniðug, en ekki forgangsatriði, forgangsatriðið er að bændur geti lifað á greininni. Á þessu ferðalagi undanfarnar viku hef ég ekki hitt einn einasta bónda sem er ánægður með stöðuna í landbúnaði. Strandveiðar: Umræðan um strandveiðar hefur líka komið upp ansi víða. Fólk hefur áhyggjur af öryggi þegar fólk rær í allskonar veðrum til að ná að fylla aflann. Þetta verður að skoða til að fólk setji sig ekki í hættu vegna galla í kerfinu. Fólk er almennt ánægt með strandveiðar og talar um að lífið á hafnarbakkanum á strandveiðatímabilinu skapi jákvæðni, stemningu og góðan bæjarbrag. Húsnæðismál: Víða í kjördæminu er uppbygging íbúðarhúsnæðis í gangi og eiga sveitarfélögin hrós skilið fyrir að stuðla að uppbyggingu. En þar sem við höfum komið er oftar en ekki bara verið að mæta núverandi þörf en mikilvægt er að halda áfram til að sveitarfélögin geti vaxið og gripið þau tækifæri sem bjóðast. Menning og félagsmál: Víða hefur komið fram mikilvægi þess að rækta menningarmál og félagsmál. Snæfellsbær er til fyrirmyndar í félagsstarfi eldri borgara þar sem þau hafa afnot af 500 m2 húsnæði með allskonar afþreyingarmöguleikum. Húsnæðið sem heitir Höllin er vel sótt og eldri borgararnir í Snæfellsbæ ánægðir með þessa þjónustu. Menningarmál eru kjarninn í því að skapa jákvæðan bæjarbrag og hverfa oft í skuggann á lélegum innviðum sem fá að eiga umræðuna. Félags- og íþróttastarf barna og ungmenna er líka mikilvæg þjónusta til að landsbyggðirnar séu eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Auðvitað eru vextir og verðbólga líka ofarlega á dagskrá hjá íbúum kjördæmisins. En fyrst og fremst vill fólk aðgengi að þjónustu, geta sótt hana eftir vegum landsins og að jafna kjör fólks þannig að við getum öll lifað lífi án þess að hafa áhyggjur af því að ná endum saman. Við heyrum og skiljum ykkar áhyggjur og okkar kosningaloforð er að passa að þessi málefni fái pláss. Takk fyrir að taka svona vel á móti okkur allstaðar þar sem við höfum komið. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að hitta ykkur öll. Við munum svo halda samtalinu gangandi eftir kosningar. Höfundar eru efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun