„Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. nóvember 2024 21:01 Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. vísir/ívar Sagnfræðingur segir fjölda flokka mögulega leiða til stjórnarkreppu en snarpri kosningabaráttunni lýkur formlega á morgun þegar Íslendingar ganga til kosninga. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir margt setja svip sinn á kosningabaráttuna sem hafi að ýmsu leyti verið óvenjuleg. Málefni og stefnur flokkanna hafi tekið minna pláss en áður á meðan miðlað efni og fjölmiðlamál stálu senunni. „Það sem hefur einkennt hana mest er hve stutt hún hefur verið og hve lítinn tíma flokkarnir hafa haft til þess að í rauninni móta stefnumálin sín og þannig koma sér saman um tiltölulega einfalda stefnu. Mér hefur þótt nokkuð erfitt að festa hendur á hver stefnan er. Þetta hefur farið nú meira í að ræða skoðanakannanir.“ Fjöldi flokka auki líkur á stjórnarkreppu Mikill fjöldi flokka einkenni kosningar nú til dags. Einfalt flokkakerfi sé liðin tíð sem geri flokkum erfitt að mynda meirihluta. Þetta geti leitt til stjórnarkreppu miðað við skoðanakannanir. „Þetta er orðið svona mjög fjölbreytt borð af smáréttum sem menn þurfa að velja úr, það er greinilegt að það verður ekki neinn flokkur sem verður verulega stór. Því fleiri flokka sem þarf til að mynda ríkisstjórn, það þarf að minnsta kosti að vera þrír jafnvel fleiri, því erfiðara er yfirleitt að mynda stjórnir. “ „Af því að þá þarf yfirleitt að koma saman og allir flokkar þurfa að fá eitthvað. Það þyrfti að koma stjórn þar sem sitja saman flokkar sem hafa mjög ólík stefnumál. Þá er oft á tíðum erfitt að koma saman stjórnarsáttmála.“ Stjórnmálamenn geri sig að fíflum í beinni útsendingu Samfélagsmiðlar hafi einnig sett svip sinn á baráttuna. Guðmundur segist reikna með því að sá vígvöllur sé kominn til að vera. „Þangað til menn verða svo leiðir á þessu að þeir nenni þessu ekki. Það hefur verið talað um TikTok-kosningar. Sumar af þeim uppákomum sem hafa verið í sjónvarpinu hafa ekki snúist um pólitík heldur snúist um það að stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu, þetta getur verið skemmtilegt, þó ég sé hrifnari af innhaldsríkari umræðum.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir margt setja svip sinn á kosningabaráttuna sem hafi að ýmsu leyti verið óvenjuleg. Málefni og stefnur flokkanna hafi tekið minna pláss en áður á meðan miðlað efni og fjölmiðlamál stálu senunni. „Það sem hefur einkennt hana mest er hve stutt hún hefur verið og hve lítinn tíma flokkarnir hafa haft til þess að í rauninni móta stefnumálin sín og þannig koma sér saman um tiltölulega einfalda stefnu. Mér hefur þótt nokkuð erfitt að festa hendur á hver stefnan er. Þetta hefur farið nú meira í að ræða skoðanakannanir.“ Fjöldi flokka auki líkur á stjórnarkreppu Mikill fjöldi flokka einkenni kosningar nú til dags. Einfalt flokkakerfi sé liðin tíð sem geri flokkum erfitt að mynda meirihluta. Þetta geti leitt til stjórnarkreppu miðað við skoðanakannanir. „Þetta er orðið svona mjög fjölbreytt borð af smáréttum sem menn þurfa að velja úr, það er greinilegt að það verður ekki neinn flokkur sem verður verulega stór. Því fleiri flokka sem þarf til að mynda ríkisstjórn, það þarf að minnsta kosti að vera þrír jafnvel fleiri, því erfiðara er yfirleitt að mynda stjórnir. “ „Af því að þá þarf yfirleitt að koma saman og allir flokkar þurfa að fá eitthvað. Það þyrfti að koma stjórn þar sem sitja saman flokkar sem hafa mjög ólík stefnumál. Þá er oft á tíðum erfitt að koma saman stjórnarsáttmála.“ Stjórnmálamenn geri sig að fíflum í beinni útsendingu Samfélagsmiðlar hafi einnig sett svip sinn á baráttuna. Guðmundur segist reikna með því að sá vígvöllur sé kominn til að vera. „Þangað til menn verða svo leiðir á þessu að þeir nenni þessu ekki. Það hefur verið talað um TikTok-kosningar. Sumar af þeim uppákomum sem hafa verið í sjónvarpinu hafa ekki snúist um pólitík heldur snúist um það að stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu, þetta getur verið skemmtilegt, þó ég sé hrifnari af innhaldsríkari umræðum.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira