Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2024 08:34 Hætta er á að færð spillist víða á landinu í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Suðausturlandi og Austurlandi fyrir klukkan átta í morgun vegna norðaustan og norðan hríðar með snjókomu og skafrenningi. Veður versnar á norðanverðu landinu með deginum en þar taka viðvaranir gildi klukkan þrjú. Töluverður viðbúnaður er vegna mögulegra áhrifa veðursins á framkvæmd alþingiskosninganna sem fara fram í dag. Jafnvel er sagt koma til greina að fresta kjörfundi ef kjósendur komast ekki á kjörstaði vegna ófærðar en það tefði talningu atkvæða á öllu landinu. Versta veðrinu er spáð á Suðausturlandi eftir klukkan fjögur í dag en þá er varað við norðan hvassviðri eða stormi. Fram að því er viðvörunin þar vegna hríðar likt og á Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum. Viðvaranirnar falla úr gildi klukkan tvö í nótt á norðanverðu landinu en fyrir austan og suðaustan á veðrinu ekki að slota fyrr en á sunnudagsmorgun eða í hádeginu á sunnudag. Þungfært er á Mýrdalssandi og ófært í Suðursveit og Breiðamerkursandi samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Á Austurlandi er ófært á milli Fáskrúðsfjarðar og Djúpavogs annars vegar og á milli Hvalness og Hafnar hins vegar en mokstur er sagður standa yfir. Þá er þungfært í Jökulsárhlíð og snjóþekja á Fjarðarheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Vegurinn um Möðrudalsöræfi er á óvissustigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þar og sömu sögu er að segja af Vopnafjarðarheiði. Þá er þungfært á Siglufjarðarvegi í Almenningum. Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04 Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Sjá meira
Töluverður viðbúnaður er vegna mögulegra áhrifa veðursins á framkvæmd alþingiskosninganna sem fara fram í dag. Jafnvel er sagt koma til greina að fresta kjörfundi ef kjósendur komast ekki á kjörstaði vegna ófærðar en það tefði talningu atkvæða á öllu landinu. Versta veðrinu er spáð á Suðausturlandi eftir klukkan fjögur í dag en þá er varað við norðan hvassviðri eða stormi. Fram að því er viðvörunin þar vegna hríðar likt og á Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum. Viðvaranirnar falla úr gildi klukkan tvö í nótt á norðanverðu landinu en fyrir austan og suðaustan á veðrinu ekki að slota fyrr en á sunnudagsmorgun eða í hádeginu á sunnudag. Þungfært er á Mýrdalssandi og ófært í Suðursveit og Breiðamerkursandi samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Á Austurlandi er ófært á milli Fáskrúðsfjarðar og Djúpavogs annars vegar og á milli Hvalness og Hafnar hins vegar en mokstur er sagður standa yfir. Þá er þungfært í Jökulsárhlíð og snjóþekja á Fjarðarheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Vegurinn um Möðrudalsöræfi er á óvissustigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þar og sömu sögu er að segja af Vopnafjarðarheiði. Þá er þungfært á Siglufjarðarvegi í Almenningum.
Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04 Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Sjá meira
„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04
Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32