Á sér langa sögu eldfimra ummæla Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 10:44 Eldur Smári Kristinsson skipar 1. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. Greint var frá því í gær að Samtökin '78 hefðu lagt fram kæru á hendur Eldi S. Kristinssyni oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna sjö ummæla sem hann hefur lagt fram opinberlega í garð trans fólks. Í skoðanagrein sem Eldur birti á Vísi í gær sagði hann kæru samtakanna pólitískar ofsóknir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78 sagði ummælin óverjanleg og þau vegi að öryggi starfsfólki þeirra. „Hann fullyrðir í einum ummælum að Samtökin '78 séu að grooma eða tæla börn. Í öðrum ummælum kallar hann trans konur barnaníðinga.“ Ummælin sem Eldur er kærður fyrir lét hann falla á eins og hálfs árs tímabili, meðal annars í Morgunblaðið og á samfélagsmiðlana Facebook og X. „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ skrifaði hann á X árið 2023. Fleiri ummæli Elds sem kærð hafa veirð til lögreglu má nálgast í fréttinni hér að ofan. Óskaði borgarstjórn kynfæravarta Ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir eru þó ekki þau einu sem hann hefur sett fram um trans fólk, en Facebook síðurnar Samtökin 22 - Hagsmunasamtök samkynhneigðra og persónuleg Facebook síða Elds eru hlaðnar áróðri sem í flestum tilvikum felur í sér vanþóknun gagnvart trans fólki. Síðan bar áður nafnið Eldur Deville, en nafni hennar hefur verið breytt. Þá virðist hann að auki óánægður með sitjandi borgarstjórn en í lok árs 2022 fór hann heldur ófögrum orðum um borgarstjórnina. Þetta sagði Eldur um borgarstjórnina fyrir tæpum tveimur árum. Facebook Í færslu sem Eldur birti þann 13. apríl kemst hann svo að orði að nokkrar íslenskar trans konur séu karlar að þykjast vera konur og séu að fronta „innrás á kvennarými“. „Hvernig stendur á því að körlum er svona mikið í mun að bera sig fyrir framan kvenfólk og stúlkur?“ Færslur þar sem Eldur sakar trans fólk um barnagirnd eru ófáar. Færslur sem innihalda orðræðu um að „vernda þurfi börnin“ frá trans áróðri. „Við byrjum árið á tveimur nýjum orðum. Hommaherma: kvenmaður sem skilgreinir sig sem trans og homma. Látbragðslesbía: karlmaður sem skilgreinir sig sem trans og lesbíu. Nú er það okkar að festa þessi nýyrði í sessi,“ segir Eldur í einni færslu sem fréttastofa á skjáskot af. Eftirfarandi stendur á ensku í færslu Elds þar sem hann hæðist að kynsegin fólki, sem notast við fornafnið hán. „Þau mega nauðga konunum okkar en við munum aldrei ruglast á fornöfnunum þeirra.“ Hér gefur að líta færslur sem birtar hafa verið á Facebook síðu Samtakanna 22 annars vegar, sem er í umsjón Elds, og persónulegri Facebook síðu hans.Facebook „Trans lesbíur eru gagnkynhneigðir karlmenn,“ segir á ensku í færslu á síðum Samtakanna 22. Margar sambærilegar færslur er að finna á þeirri síðu. Eldur er sem fyrr segir á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt könnun Maskínu síðan í gær mælist flokkurinn með eins prósents fylgi. Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. 24. október 2024 10:48 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að Samtökin '78 hefðu lagt fram kæru á hendur Eldi S. Kristinssyni oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna sjö ummæla sem hann hefur lagt fram opinberlega í garð trans fólks. Í skoðanagrein sem Eldur birti á Vísi í gær sagði hann kæru samtakanna pólitískar ofsóknir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78 sagði ummælin óverjanleg og þau vegi að öryggi starfsfólki þeirra. „Hann fullyrðir í einum ummælum að Samtökin '78 séu að grooma eða tæla börn. Í öðrum ummælum kallar hann trans konur barnaníðinga.“ Ummælin sem Eldur er kærður fyrir lét hann falla á eins og hálfs árs tímabili, meðal annars í Morgunblaðið og á samfélagsmiðlana Facebook og X. „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ skrifaði hann á X árið 2023. Fleiri ummæli Elds sem kærð hafa veirð til lögreglu má nálgast í fréttinni hér að ofan. Óskaði borgarstjórn kynfæravarta Ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir eru þó ekki þau einu sem hann hefur sett fram um trans fólk, en Facebook síðurnar Samtökin 22 - Hagsmunasamtök samkynhneigðra og persónuleg Facebook síða Elds eru hlaðnar áróðri sem í flestum tilvikum felur í sér vanþóknun gagnvart trans fólki. Síðan bar áður nafnið Eldur Deville, en nafni hennar hefur verið breytt. Þá virðist hann að auki óánægður með sitjandi borgarstjórn en í lok árs 2022 fór hann heldur ófögrum orðum um borgarstjórnina. Þetta sagði Eldur um borgarstjórnina fyrir tæpum tveimur árum. Facebook Í færslu sem Eldur birti þann 13. apríl kemst hann svo að orði að nokkrar íslenskar trans konur séu karlar að þykjast vera konur og séu að fronta „innrás á kvennarými“. „Hvernig stendur á því að körlum er svona mikið í mun að bera sig fyrir framan kvenfólk og stúlkur?“ Færslur þar sem Eldur sakar trans fólk um barnagirnd eru ófáar. Færslur sem innihalda orðræðu um að „vernda þurfi börnin“ frá trans áróðri. „Við byrjum árið á tveimur nýjum orðum. Hommaherma: kvenmaður sem skilgreinir sig sem trans og homma. Látbragðslesbía: karlmaður sem skilgreinir sig sem trans og lesbíu. Nú er það okkar að festa þessi nýyrði í sessi,“ segir Eldur í einni færslu sem fréttastofa á skjáskot af. Eftirfarandi stendur á ensku í færslu Elds þar sem hann hæðist að kynsegin fólki, sem notast við fornafnið hán. „Þau mega nauðga konunum okkar en við munum aldrei ruglast á fornöfnunum þeirra.“ Hér gefur að líta færslur sem birtar hafa verið á Facebook síðu Samtakanna 22 annars vegar, sem er í umsjón Elds, og persónulegri Facebook síðu hans.Facebook „Trans lesbíur eru gagnkynhneigðir karlmenn,“ segir á ensku í færslu á síðum Samtakanna 22. Margar sambærilegar færslur er að finna á þeirri síðu. Eldur er sem fyrr segir á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt könnun Maskínu síðan í gær mælist flokkurinn með eins prósents fylgi.
Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. 24. október 2024 10:48 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. 24. október 2024 10:48