Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 13:16 Óskar Hrafn Þorvaldsson gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sumarið 2022 en nú er hann þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson entist stutt sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Haugesund og hefur lítið viljað opna sig um óvænt brotthvarf sitt frá félaginu fyrr en nú. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að líta í baksýnisspegilinn og tjá mig um eitthvað sem gerðist í gær eða fyrradag,“ sagði Óskar Hrafm Þorvaldsson þegar Tómas Þór Þórðarson gekk á hann um að fá að vita meira um það sem gerðist hjá Haugasund. Óskar Hrafn fór yfir málin í útvarpsþætti Fótbolti.net á X-inu. Óskar Hrafn hætti skyndilega þjálfun norska liðsins eftir aðeins sex deildarleiki. Áður hafði hann hætt með Blikana áður en þeir kláruðu þáttöku sína í Samabandsdeildinni haustið 2023. „Ég hef aldrei tjáð mig um viðskilnaðinn við Breiðablik og ekki heldur Haugesund,“ sagði Óskar Hrafn. Stór ákvörðun á fimmtudegi í maí „Þetta er auðvitað stór spurning. Það var stór ákvörðun einhvern fimmtudaginn í maí að segja upp starfinu og fara burt frá þessu verkefni. Mér leið bara þannig og ég hef einhvern tímann sagt það að mér fannst ekki allir vera að fara í sömu átt,“ sagði Óskar. „Ég er þannig gerður að ef mér finnst ég ekki vera að gera hlutina á eigin forsendum þá get ég alveg eins sleppt þessu. Fótboltinn er þannig að þjálfarinn er andlitið, það er hans mannorð og hans orðstír sem fagmaður er undir,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn Þorvaldsson þegar hann var kynntur sem þjálfari Haugesund.Haugesund Hélt ekki á eigin sverði „Það er best að falla á eigið sverð, þú vilt ekki falla á sverðið sem einhver annar réttir þér og er þá hans sverð eða þeirra. Mér fannst í þessu tilfelli ég ekki vera að halda á eigin sverði í gegnum þennan tíma,“ sagði Óskar Hrafn. „Mér fannst ég ekki fá þann stuðning innan úr þjálfarateyminu sem ég hefði óskað mér. Þá sagði ég bara takk fyrir mig,“ sagði Óskar. Hann segir að aðstoðarmaður sinn hafi haldið að hann væri að styðja við hann á sinn átt en í raun var hann það ekki. Bauð Óskar Haugeseund að velja á milli manna í þjálfarateyminu? „Það var einn möguleiki í stöðunni og það var að brjóta upp teymið. Það voru tveir möguleikar í þeirri stöðu. Að halda aðalþjálfaranum og breyta fyrir neðan. Annað væri að aðalþjálfarinn færi og eitthvað annað myndi gerast sem væri honum óviðkomandi,“ sagði Óskar. „Eftir að hafa metið þetta þá taldi ég að þetta væri best fyrir mig. Ég gat bara auðvitað tekið ákvörðun út frá því hvernig mér leið en ekki hvernig öðrum leið,“ sagði Óskar. Óskar Hrafn Þorvaldsson kom heim til Íslands og var tekinn við KR-liðinu áður en sumarið var á enda.Vísir/Vilhelm Gleðin var farin „Þú flytur í burtu frá fjölskyldunni og ert einangraður í litlum bæ. Auðvitað ertu að vinna í fótbolta sem eru forréttindi en það verður að vera gaman. Undir lokin var gleðin að mestu leyti farin úr þessu,“ sagði Óskar „Ég miða bara við þá staði sem ég hef unnið á fyrir og eftir Haugasund þá var gleðin farin,“ sagði Óskar. Er hann sannfærður í dag að þetta hafi verið rétt ákvörðun? „Ég er hundrað prósent viss um það að þetta var rétt ákvörðun og er enn sannfærðari um það með hverjum deginum sem líður að akkúrat ákvörðun sem ég tók þarna hafi verið rétt,“ sagði Óskar Rétt ákvörðun „Ég hef oft haft tilhneigingu til að vera fljótfær og hugsa kannski hlutina ekki alveg í gegn, alla leið frá öllum mögulegum hliðum. Þarna tókst mér að taka rétt ákvörðun fyrir sjálfan mig og sennilega fyrir félagið líka,“ sagði Óskar sem talar vel um fólkið hjá félaginu en líklega hafi það ekki lesið hann rétt. „Þau héldu kannski að það væru einhverjar málamiðlanir á leiðinni en ég er ekki þar“ sagði Óskar. Hann segir að flestir hafi orðið hissa. Það má heyra meira um þetta með því að hlusta á allt viðtalið hér. Breiðablik KR Besta deild karla Norski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
„Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að líta í baksýnisspegilinn og tjá mig um eitthvað sem gerðist í gær eða fyrradag,“ sagði Óskar Hrafm Þorvaldsson þegar Tómas Þór Þórðarson gekk á hann um að fá að vita meira um það sem gerðist hjá Haugasund. Óskar Hrafn fór yfir málin í útvarpsþætti Fótbolti.net á X-inu. Óskar Hrafn hætti skyndilega þjálfun norska liðsins eftir aðeins sex deildarleiki. Áður hafði hann hætt með Blikana áður en þeir kláruðu þáttöku sína í Samabandsdeildinni haustið 2023. „Ég hef aldrei tjáð mig um viðskilnaðinn við Breiðablik og ekki heldur Haugesund,“ sagði Óskar Hrafn. Stór ákvörðun á fimmtudegi í maí „Þetta er auðvitað stór spurning. Það var stór ákvörðun einhvern fimmtudaginn í maí að segja upp starfinu og fara burt frá þessu verkefni. Mér leið bara þannig og ég hef einhvern tímann sagt það að mér fannst ekki allir vera að fara í sömu átt,“ sagði Óskar. „Ég er þannig gerður að ef mér finnst ég ekki vera að gera hlutina á eigin forsendum þá get ég alveg eins sleppt þessu. Fótboltinn er þannig að þjálfarinn er andlitið, það er hans mannorð og hans orðstír sem fagmaður er undir,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn Þorvaldsson þegar hann var kynntur sem þjálfari Haugesund.Haugesund Hélt ekki á eigin sverði „Það er best að falla á eigið sverð, þú vilt ekki falla á sverðið sem einhver annar réttir þér og er þá hans sverð eða þeirra. Mér fannst í þessu tilfelli ég ekki vera að halda á eigin sverði í gegnum þennan tíma,“ sagði Óskar Hrafn. „Mér fannst ég ekki fá þann stuðning innan úr þjálfarateyminu sem ég hefði óskað mér. Þá sagði ég bara takk fyrir mig,“ sagði Óskar. Hann segir að aðstoðarmaður sinn hafi haldið að hann væri að styðja við hann á sinn átt en í raun var hann það ekki. Bauð Óskar Haugeseund að velja á milli manna í þjálfarateyminu? „Það var einn möguleiki í stöðunni og það var að brjóta upp teymið. Það voru tveir möguleikar í þeirri stöðu. Að halda aðalþjálfaranum og breyta fyrir neðan. Annað væri að aðalþjálfarinn færi og eitthvað annað myndi gerast sem væri honum óviðkomandi,“ sagði Óskar. „Eftir að hafa metið þetta þá taldi ég að þetta væri best fyrir mig. Ég gat bara auðvitað tekið ákvörðun út frá því hvernig mér leið en ekki hvernig öðrum leið,“ sagði Óskar. Óskar Hrafn Þorvaldsson kom heim til Íslands og var tekinn við KR-liðinu áður en sumarið var á enda.Vísir/Vilhelm Gleðin var farin „Þú flytur í burtu frá fjölskyldunni og ert einangraður í litlum bæ. Auðvitað ertu að vinna í fótbolta sem eru forréttindi en það verður að vera gaman. Undir lokin var gleðin að mestu leyti farin úr þessu,“ sagði Óskar „Ég miða bara við þá staði sem ég hef unnið á fyrir og eftir Haugasund þá var gleðin farin,“ sagði Óskar. Er hann sannfærður í dag að þetta hafi verið rétt ákvörðun? „Ég er hundrað prósent viss um það að þetta var rétt ákvörðun og er enn sannfærðari um það með hverjum deginum sem líður að akkúrat ákvörðun sem ég tók þarna hafi verið rétt,“ sagði Óskar Rétt ákvörðun „Ég hef oft haft tilhneigingu til að vera fljótfær og hugsa kannski hlutina ekki alveg í gegn, alla leið frá öllum mögulegum hliðum. Þarna tókst mér að taka rétt ákvörðun fyrir sjálfan mig og sennilega fyrir félagið líka,“ sagði Óskar sem talar vel um fólkið hjá félaginu en líklega hafi það ekki lesið hann rétt. „Þau héldu kannski að það væru einhverjar málamiðlanir á leiðinni en ég er ekki þar“ sagði Óskar. Hann segir að flestir hafi orðið hissa. Það má heyra meira um þetta með því að hlusta á allt viðtalið hér.
Breiðablik KR Besta deild karla Norski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira