Innlent

Sam­töl við kjós­endur standa upp úr

Samúel Karl Ólason skrifar
Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar.
Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Vísir/Vilhelm

Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar segir það sérstakt að kjósa en geta ekki veitt sjálfum sér atkvæði, þar sem hann býr í Reykjavík suður en flokkurinn býður fram í Reykjavík norður.

„Þetta er sérstakt en ég hef gert þetta áður. Það er gaman af þessu,“ sagði Jóhannes.

Hann vildi þó ekki segja til um hvernig hann hefði varið atkvæði sínu.

Jóhannes sagðist hafa náð að vekja athygli á gríðarlega mikilvægum málum sem þyrfti að ræða hér á landi en helsta áherslumál flokksins hefur verið að uppgjör fari fram á heimsfaraldri kórónuveirunnar og viðbrögðum stjórnvalda við henni.

„Síðan þarf bara að sjá til,“ sagði Jóhannes.

Hann sagði samtöl við kjósendur hafa staðið upp úr í kosningabaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×