Innlent

Gríðar­legur kraftur í sjálfstæðisvélinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Bjarni Benediktsson á kjörstað í dag.
Bjarni Benediktsson á kjörstað í dag. Ragnar Visage

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið snarpa, fjörlega og skemmtilega. Það hafi verið gott að kjósa í dag, í loka hnykknum í baráttunni.

„Okkur finnst sem að vindurinn sé með okkur núna og mjög spennandi dagur fram undan.“

Bjarni segist hafa verið mikið á ferðinni um höfuðborgarsvæði í dag að ræða við kjósendur og meðlimi Sjálfstæðisflokksins.

„Ég hitti margt fólk í dag og er svona líka bara að þakka fyrir alla vinnuna. Það er gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni þegar hún fer af stað og við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt fólkið sem hefur lagt sitt að mörkum til að þetta tækist vel til hjá okkur.“

Bjarni segir það standa upp úr hve hátt hlutfall kjósenda hafi verið óákveðið, en það sé að breytast.

„Við finnum fyrir því að við höfum meðbyr með okkur núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×