Handbolti

Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórir Hergeirsson stýrir norska kvennalandsliðinu í handbolta í síðasta sinn á stórmóti um þessar mundir.
Þórir Hergeirsson stýrir norska kvennalandsliðinu í handbolta í síðasta sinn á stórmóti um þessar mundir. Christian Petersen/Getty Images

Norska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan 14 marka sigur er liðið mætti Austurríki á Evrópumótinu í handbolta í kvöld, 38-24.

Þórir Hergeirsson er á sínu síðasta móti sem þjálfari norska liðsins, en hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar.

Þær norsku áttu ekki í vandræðum með heimakonur í Austurríki í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í kvöld og unnu 14 marka sigur, 38-24, eftir að hafa verið með níu marka forskot í hálfleik.

Norska liðið er nú með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki mótsins og tróna á toppi E-riðils með tveimur stigum meira en Austurríki sem situr í öðru sæti.

Önnur úrslit

Pólland 22-21 Portúgal

Frakkland 24-22 Spánn

Svíþjóð 25-32 Ungverjaland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×