Innlent

Flokkurinn verði að líta inn á við

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, segir að flokkurinn verði að líta inn á við eftir þessar kosningar.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, segir að flokkurinn verði að líta inn á við eftir þessar kosningar. Vísir

Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður benda til að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, sé að missa þingsæti sitt. Hún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en samkvæmt fyrstu tölum fær Framsókn þar 4,7 prósent atkvæða.

„Ég er rosalega ánægð með mitt fólk. Framsókn mælist enn inni, það verður ekki sagt um alla flokkanna. Nóttin er enn ung. Þetta er búið að vera frábær tími. Við lögum allt í þessa baráttu og við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Lilja í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann á öðrum tímanum í nótt.

Hún segist þó ekki vera búin að gefa upp vonina. 

„Nú þarf að byggja Framsóknarflokkinn aftur upp. Sama hvernig fer þá ætla ég að taka þátt í því. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og við sjáum hvað setur. Við vorum í brekku, allar kannanir bentu til þess. Við erum að ná svipuðum árangri miðað við það. Ég get ekki sagt að þetta komi mér rosalega á óvart. Við ákváðum hins vegar að setja allt í þetta og við verðum bara að sjá hvernig þetta endar.“

Hún segir að um ákveðinn varnarsigur að ræða, en flokkurinn þurfi vissulega að líta inn á við.

Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×