Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 09:19 Hollendingarnir Cody Gakpo og Virgil Van Dijk fagna hér marki Liverpool í sigrinum á Real Madrid i vikunni. Með þeim eru liðsfélagar þar á meðal Mo Salah. Getty/ James Gill Hollendingurinn Arne Slot fær alvöru próf sem knattspyrnustjóri Liverpool í dag þegar særðir Manchester City menn mæta á Anfield í raun að berjast fyrir lífi sínu í titilbaráttunni. Liverpool er með átta stiga forskot á ríkjandi meistara og geta því náð ellefu stiga forystu á City með sigri. Með því væri Englandsmeistaratitilinn nánast í sjónmáli í byrjun desember. „Okkur líkar auðvitað að vera í þessari stöðu en vitum það um leið að City menn eru ekki hrifnir af stöðunni. Þegar þú hefur unnið deildina fjögur ár í röð þá er þetta hættuleg staða fyrir bæði lið,“ sagði Slot í viðtali á Sky Sports. Hann tók undir orð spyrils Sky Sports að þetta gæti verið hættuleg helgi fyrir Liverpool liðið þrátt fyrir mjög góða stöðu. „Jú þetta er hættuleg helgi. Þeir vilja sýna okkur af hverju þeir hafa unnið deildina fjögur ár í röð og við viljum sýna að við getum keppt við þá og að við viljum vera aðalkeppinautur þeirra,“ sagði Slot. „Við höfum verið aðalkeppinautur þeirra í nokkur ár. Þeir hafa alltaf haft betur fyrir utan eitt tímabil. Þess vegna er þessi leikur, alveg eins og sá á móti Real Madrid, leikur sem okkur hlakkar til spila,“ sagði Slot. Slot er mikill aðdáandi Pep Guariola eins og kemur vel fram í viðtalinu. Skiptir máli hvernig þú vinnur „Sjáðu bara árangurinn hans. Þetta snýst ekki bara um alla titlana sem þú vinnur því það skiptir líka máli hvernig þú vinnur þá. Hvernig hann lætur liðið sitt spila og hvaða nýjungar hann hefur komið með inn í fótboltann. Hann aðlagar leikstíl sinn líka alltaf að þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði Slot. „Hann kemur líka ávallt upp með nýjar hugmyndir og þú veltir því alltaf fyrir þér þegar nýtt tímabil byrjar. Hvað ætlar hann að gera núna? Það er því áhugavert að fylgjast með því,“ sagði Slot. „Honum tekst alltaf að ná því besta út úr sínum leikmönnum. Núna lenti hann í því að Rodri meiddist og hann þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Nú þarf hann að hugsa upp á nýtt hvernig hann getur náð því besta út úr þessum leikmönnum,“ sagði Slot. City hefur leikið sex leiki í röð án sigurs en það eru ekki allt of góðar fréttir samkvæmt Slot. City liðið var mjög óheppið „Ég veit fyrir vist að það mun ekki hjálpa mér. City liðið var mjög óheppið í síðustu fimm eða sex leikjum. Það veit ég því ég er búinn að skoða þessa leiki vel,“ sagði Slot. „Ég hef ekki aðeins skoðað úrslitin hjá þeim heldur leikgreint frammistöðu þeirra. Þeir áttu að vera komnir tveimur til þremur mörkum yfir á móti Tottenham eftir tuttugu mínútur. Á móti Brighton komust þeir í 1-0 og fengu síðan fjölda færa áður en þeir fengu á sig tvö mörk,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Liverpool er með átta stiga forskot á ríkjandi meistara og geta því náð ellefu stiga forystu á City með sigri. Með því væri Englandsmeistaratitilinn nánast í sjónmáli í byrjun desember. „Okkur líkar auðvitað að vera í þessari stöðu en vitum það um leið að City menn eru ekki hrifnir af stöðunni. Þegar þú hefur unnið deildina fjögur ár í röð þá er þetta hættuleg staða fyrir bæði lið,“ sagði Slot í viðtali á Sky Sports. Hann tók undir orð spyrils Sky Sports að þetta gæti verið hættuleg helgi fyrir Liverpool liðið þrátt fyrir mjög góða stöðu. „Jú þetta er hættuleg helgi. Þeir vilja sýna okkur af hverju þeir hafa unnið deildina fjögur ár í röð og við viljum sýna að við getum keppt við þá og að við viljum vera aðalkeppinautur þeirra,“ sagði Slot. „Við höfum verið aðalkeppinautur þeirra í nokkur ár. Þeir hafa alltaf haft betur fyrir utan eitt tímabil. Þess vegna er þessi leikur, alveg eins og sá á móti Real Madrid, leikur sem okkur hlakkar til spila,“ sagði Slot. Slot er mikill aðdáandi Pep Guariola eins og kemur vel fram í viðtalinu. Skiptir máli hvernig þú vinnur „Sjáðu bara árangurinn hans. Þetta snýst ekki bara um alla titlana sem þú vinnur því það skiptir líka máli hvernig þú vinnur þá. Hvernig hann lætur liðið sitt spila og hvaða nýjungar hann hefur komið með inn í fótboltann. Hann aðlagar leikstíl sinn líka alltaf að þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði Slot. „Hann kemur líka ávallt upp með nýjar hugmyndir og þú veltir því alltaf fyrir þér þegar nýtt tímabil byrjar. Hvað ætlar hann að gera núna? Það er því áhugavert að fylgjast með því,“ sagði Slot. „Honum tekst alltaf að ná því besta út úr sínum leikmönnum. Núna lenti hann í því að Rodri meiddist og hann þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Nú þarf hann að hugsa upp á nýtt hvernig hann getur náð því besta út úr þessum leikmönnum,“ sagði Slot. City hefur leikið sex leiki í röð án sigurs en það eru ekki allt of góðar fréttir samkvæmt Slot. City liðið var mjög óheppið „Ég veit fyrir vist að það mun ekki hjálpa mér. City liðið var mjög óheppið í síðustu fimm eða sex leikjum. Það veit ég því ég er búinn að skoða þessa leiki vel,“ sagði Slot. „Ég hef ekki aðeins skoðað úrslitin hjá þeim heldur leikgreint frammistöðu þeirra. Þeir áttu að vera komnir tveimur til þremur mörkum yfir á móti Tottenham eftir tuttugu mínútur. Á móti Brighton komust þeir í 1-0 og fengu síðan fjölda færa áður en þeir fengu á sig tvö mörk,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti