Innlent

Kveikt í póst­kössum og blaða­gámi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Kveikt var í pappírsgámi.
Kveikt var í pappírsgámi. Reykjavíkurborg

Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í dag en þegar lögregla kom á vettvang var samkvæmt dagbók lögreglunnar búið að slökkva hann. Þegar lögregla var komin kom í ljós að einnig hafði verið kveikt í póstkassa í næsta stigagangi auk þess sem tilkynnt var um að kveikt hefði verið í blaðagámi nokkrum götum frá. 

Þrátt fyrir leit hefur lögregla ekki fundið þann sem kveikti í. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvar atvikin áttu sér stað en stöð 1 sá um rannsókn málsins. Stöð 1 sér um Austurbæ, Vesturbæ, Miðborg og Seltjarnarnes. 

Í dagbók lögreglunnar er einnig fjallað um eignarspjöll á bar og þjófnað úr verslun. Sá sem stal reyndi að ljúga að lögreglu um nafn og kennitölu en framvísaði svo réttum skilríkjum að enda.

Einn var vistaður í fangageymslu en hann var handtekinn fyrir líkamsárás og hótanir í heimahúsi. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að málið sé í rannsókn. Alls voru skráð hjá lögreglu 59 mál frá klukkan fimm í morgun til 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×