Enski boltinn

Telja sprungur komnar í sam­band stjórans við stjörnuna

Aron Guðmundsson skrifar
Kevin De Bruyne og Pep Guardiola hafa starfað lengi saman hjá Manchester City. Kannski of lengi?
Kevin De Bruyne og Pep Guardiola hafa starfað lengi saman hjá Manchester City. Kannski of lengi? Vísir/Getty

Spark­s­pekingarnir og fyrr­verandi leik­mennirnir í ensku úr­vals­deildinni, Gary Nevil­le og Jamie Carrag­her, telja eitt­hvað miður gott í gangi milli Pep Guar­diola, knatt­spyrnu­stjóra Manchester City og eins besta leik­mann liðsins undan­farin ár Kevin De Bru­yne. Sá síðar­nefndi spilaði afar lítið í stór­leiknum gegn Liver­pool í gær. Leik sem var sjötti tap­leikur City í síðustu sjö leikjum.

Svo fór að Liver­pool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úr­vals­deildinni á Anfi­eld í gær og voru það mörk frá Cody Gak­po og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úr­slit sem sjá til þess að mar­traðar­gengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úr­vals­deildarinnar þegar að þrettán um­ferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liver­pool sem vermir toppsætið.

Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunar­liðin fyrir stór­leikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bru­yne á meðal vara­manna Manchester City. Þeir Gary Nevil­le og Jamie Carrag­her, spark­s­pekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úr­vals­deildarinnar, telja ein­hverja spennu vera á milli Pep Guar­diola, knatt­spyrnu­stjóra Manchester City og De Bru­yne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir.

„Það eru nokkrir áhuga­verðir hlutir við þetta,“ sagði Nevil­le um Manchester City í hlað­varpi sínu. „Þetta með De Bru­yne er óvenju­legt, undar­legt og skrítið. Hvers vegna er ábyggi­lega einn besti leik­maður ensku úr­vals­deildarinnar undan­farin ára­tug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leið­togi, er með ákveðið vald, sjálf­s­traust og framúr­skarandi hæfi­leika. Það er eitt­hvað í gangi inn í búnings­klefanum.“

Það sé eitt­hvað að sjóða undir yfir­borðinu.

„En Guar­diola er samt með full­komna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að fram­lengja samning sinn og er bara að bíða eftir félags­skipta­gluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúr­skarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“

Jamie Carrag­her, kollegi Gary Nevil­le hjá Sky Sports er sammála honum um að eitt­hvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bru­yne og Guar­diola.

„Ég ætla mér ekki að skapa ein­hver frekari vand­ræði fyrir Manchester City en það er eitt­hvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorg­legt því við erum að tala um einn besta knatt­spyrnu­stjórann í sögu ensku úr­vals­deildarinnar og en besta leik­mann deildarinnar. Samningur De Bru­yne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitt­hvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“

De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. 

Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×