Lífið

Ást­fangnar í tuttugu ár

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ellen og Portia fluttu nýverið til Englands frá Bandaríkjunum.
Ellen og Portia fluttu nýverið til Englands frá Bandaríkjunum. Getty

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres og eiginkona hennar Portia De Rossi fögnuðu tuttugu árum saman í gær. Hjúin eru enn ástfangin upp fyrir haus eftir tvo áratugi saman.

Í til­efni dags­ins birti Ellen einlæga færslu á Instgram með fallegri mynd af þeim hjónum. Þar kemur meðal annars fram að Ellen sé full eftirvæntingar eftir að halda fyrstu hvítu jólin þeirra saman

„Fyrir tuttugu árum í dag byrjuðum við þetta samband án þess að átta okkur á því hvað þetta yrði langt og fallegt ævintýri. Þú ert það besta sem hefur komið fyrir mig í lífinu. Þú sérð um mig. Þú leiðbeinir mér og lyftir mér upp þegar ég er döpur og niðurlút,“ skrifa Ellen og lýsir þakklæti sínu í garð eiginkonu sinnar.

Fluttu úr landi eftir sigur Trump

Nýverið bárust fréttir af því að þær eru fluttar frá Bandaríkjunum til Englands, í kjölfar sigurs Donalds Trump í forsetakosningunum í byrjun nóvembermánaðar.

Ellen og Portia eru búsettar í húsi á Cotswolds svæðinu, sem er tveimur tímum fyrir utan London. Líkt og við var að búast eiga aðrar stórstjörnur eignir á svæðinu. Má þar nefna David og Victoriu Beckham, Kate Moss, Elizabeth Hurley, og Jeremy Clarkson. 

Ellen og Portia giftu sig árið þann 16. ágúst árið 2008 á heimili þeirra í Los Angeles í návist nánustu fjölskyldu og vina. Frá og með 17. júní það sama ár gátu samkynhneigðir í Kaliforníu gengið í hjónaband eftir að Hæstiréttur ríkisins felldi úr gildi bann við samkynja hjónaböndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.