Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 22:33 Sam Morsy vill bara vera með venjulegt fyrirliðaband en ekki sýna LGBTQ+ fólki stuðning. Getty/Hannah Fountain Fótboltamaðurinn Sam Morsy, fyrirliði Ipswich, neitaði að bera fyrirliðaband í regnbogalitum og sýna þannig stuðning við hinsegin fólk, í leik við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa í leikjum um helgina og í þessari viku sýnt stuðning við LGBTQ+ fólk og baráttuna fyrir tilverurétti þess í íþróttum. Því hafa fyrirliðar liðanna borið fyrirliðaband í regnbogalitunum, sem undirstrika fjölbreytileika mannfólksins, fyrir utan Morsy. Ipswich hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist félagið bera virðingu fyrir ákvörðun hins 33 ára gamla Morsy, sem er landsliðsmaður Egyptalands. Ipswich have released a statement after captain Sam Morsy opted not to wear the rainbow armband which signifies the Premier League's Rainbow Laces campaign. pic.twitter.com/WW7jMQ0nCi— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 2, 2024 Ipswich segir að félagið leggi sig fram um að vera félag sem bjóði allt fólk velkomið. Það standi með LGBTQ+ samfélaginu í að stuðla að jafnrétti, og styðji við „Rainbow Laces“-herferð úrvalsdeildarinnar. Þetta hafi félagið gert og muni gera með virkum hætti, til að mynda á heimaleiknum við Crystal Palace á morgun. „Á sama tíma þá virðum við ákvörðun fyrirliðans okkar, Sam Morsy, sem kaus að bera ekki regnbogafyrirliðabandið af trúarástæðum,“ segir í tilkynningu frá Ipswich. Ipswich tapaði leiknum geng Forest um helgina, 1-0, og er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig en aðeins tveimur stigum frá 15. sæti. Morsy, sem er Múslimi, er fæddur og uppalinn á Englandi en á egypskan föður og enska móður. Hann hefur leikið með Ipswich frá árinu 2021. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa í leikjum um helgina og í þessari viku sýnt stuðning við LGBTQ+ fólk og baráttuna fyrir tilverurétti þess í íþróttum. Því hafa fyrirliðar liðanna borið fyrirliðaband í regnbogalitunum, sem undirstrika fjölbreytileika mannfólksins, fyrir utan Morsy. Ipswich hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist félagið bera virðingu fyrir ákvörðun hins 33 ára gamla Morsy, sem er landsliðsmaður Egyptalands. Ipswich have released a statement after captain Sam Morsy opted not to wear the rainbow armband which signifies the Premier League's Rainbow Laces campaign. pic.twitter.com/WW7jMQ0nCi— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 2, 2024 Ipswich segir að félagið leggi sig fram um að vera félag sem bjóði allt fólk velkomið. Það standi með LGBTQ+ samfélaginu í að stuðla að jafnrétti, og styðji við „Rainbow Laces“-herferð úrvalsdeildarinnar. Þetta hafi félagið gert og muni gera með virkum hætti, til að mynda á heimaleiknum við Crystal Palace á morgun. „Á sama tíma þá virðum við ákvörðun fyrirliðans okkar, Sam Morsy, sem kaus að bera ekki regnbogafyrirliðabandið af trúarástæðum,“ segir í tilkynningu frá Ipswich. Ipswich tapaði leiknum geng Forest um helgina, 1-0, og er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig en aðeins tveimur stigum frá 15. sæti. Morsy, sem er Múslimi, er fæddur og uppalinn á Englandi en á egypskan föður og enska móður. Hann hefur leikið með Ipswich frá árinu 2021.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira