Fordæmalaus náðun Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2024 23:00 Joe og Hunter Biden. AP/Jose Luis Magana Náðun Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, á syni hans Hunter Biden, þykir einstaklega umfangsmikil og virðist hafa fallið í grýttan jarðveg víðast hvar. Náðunin þykir fordæmalaus, bæði sökum tengsla feðganna og vegna umfangs hennar, og þar að auki eru Demókratar ósáttir við fordæmið sem Biden hefur sett. Umrædd náðun spannar ellefu ára tímabil og náðar Hunter Biden af öllum mögulegum alríkis glæpum á því tímabili, ekki eingöngu af skattsvikum og skotvopnalagabrotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Tímabil þetta er frá 1. janúar 2014 til og með 1. desember 2024. Repúblikanar hafa á undanförnum árum varið miklu púðri í að rannsaka ýmsa meinta glæpi Hunters Biden en án mikils árangurs. Þá hafa þeir ítrekað farið frjálslega með staðreyndir í tengslum við þær rannsóknir. Þá hefur Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, heitið því að rannsaka alla fjölskyldu Bidens, sem hann kallar reglulega „Biden-glæpafjölskylduna“. Trump hefur þar að auki tilnefnt fólk til embætta í dómsmálaráðuneytinu og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem segjast ætla að fara í hart gegn pólitískum andstæðingum Trumps. Sjá einnig: Biden náðar son sinn Í yfirlýsingu sem Joe Biden birti í gærkvöldi sagðist hann hafa skipt um skoðun sökum þess hvernig dómskerfinu hefði verið beitt gegn syni sínum. Illa hefði verið komið fram við Hunter vegna þess að hann væri sonur hans og vísaði hann til dómafordæma í sambærilegum málum og Hunter hefur verið dæmdur í. Einkar sjaldgæft væri að fólk væri ákært fyrir að haka í box við byssukaup, þar sem það segist ekki vera í neyslu, án undirliggjandi glæpa. Þá gerist það sömuleiðis mjög sjaldan að fólk sem borgar ekki skatta á réttum tíma en greiðir þá svo seinna með vöxtum, fái dóm. „Það er ljóst að komið var öðruvísi fram við Hunter,“ sagði Biden í áðurnefndri yfirlýsingu. Forsetinn fráfarandi sagði sömuleiðis að Hunter hefði sætt pólitískum ofsóknum. Andstæðingar hans í Repúblikanaflokknum hefðu komið rannsóknum gegn Hunter á legg í pólitískum tilgangi og komið í veg fyrir samkomulag í skattamáli Hunter. Biden sagði engan heilvita mann geta horft á staðreyndir í málum Hunters og komist að annarri niðurstöðu en að illa hefði verið komið fram við hann, eingöngu sökum þess að Hunter væri sonur hans. „Það hefur markvisst verið reynt að brjóta Hunter niður, sem hefur verið edrú í fimm og hálft ár, þrátt fyrir linnulausar árásir sérvaldar ákærur. Með því að reyna að brjóta Hunter niður, hafa þeir reynt að brjóta mig niður og það er engin ástæða til að halda að þessu sé lokið. Nú er komið nóg,“ sagði Biden. Erfitt að finna fordæmi Sérfræðingar segja í samtali við Washington Post að erfitt sé að finna fordæmi fyrir svo umfangsmikilli náðun yfir svo langt tímabil. Það sem næst komi sé náðun Gerald Ford á Richard M. Nixon, fyrrverandi forseta, árið 1974, í kjölfar Watergate hneykslisins. Sú náðun náði yfir tímabilið frá 20. janúar 1969 til og með 9. ágúst 1974. Hún innihélt einnig sambærilegt orðalag og var vísað til glæpa sem Nixon hefði framið og hefði mögulega framið. Náðunin snerist því ekki eingöngu yfir Watergate-hneykslið heldur einnig önnur möguleg brot. Árið 1976 náðaði Jimmy Carter svo alla þá sem höfðu neitað að mæta í herkvaðningu í Víetnamstríðinu. Sú náðun spannaði tímabilið 4. ágúst 1964 til 28. mars 1973 og náði yfir stóran hóp manna. Hún sneri þó eingöngu að þessu tiltekna broti. George H.W. Bush náðaði árið 1992 sex manna hóp vegna Íran-Contra málsins og þar á meðal var Caspar Weinberger, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þeir voru náðaðir af öllum glæpum sem Lawrence E. Walsh, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, komst eða hefði getað komist á snoðir um. Donald Trump náðaði svo Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, vegna rannsóknar Robert Mueller. Hann mildaði svo þar að auki dóm Roger Stone, vini hans og ráðgjafa. Hann náðaði einnig Stephen Bannon, bandamann sinn til langs tíma sem dæmdur var fyrir fjársvik. Trump náðaði einnig þrjá hermenn sem voru sakaðir um og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Þá náðaði Trump Charles Kushner, föður Jareds Kushner sem er giftur dóttur Trumps. Sjá einnig: Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi Í tilfelli Flynn var náðunin frekar umfangsmikil en ekki jafn umfangsmikil og náðun Hunter Biden. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post hafa verið uppi spurningar um það hvort umfangsmiklar náðanir, sem fjalla ekki um tiltekna glæpi, séu yfir höfuð í samræmi við vald forseta samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta var meðal annars til umræðu undir lok síðasta kjörtímabils Trumps, þegar talið var að hann ætlaði að náða fjölskyldumeðlimi sína af mögulegum glæpum. Á síðustu dögum kjörtímabils síns náðaði Trump marga af bandamönnum sínum og vinum. Hann var einnig sagður íhuga að láta reyna á það hvort hann gæti náðað sjálfan sig. Trump og Biden sammála Bæði Biden og Trump halda því nú fram að dómkerfi Bandaríkjanna hafi verið beitt með pólitískum hætti, þó töluverður munur sé á skilgreiningum þeirra og yfirlýsingum. Trump hefur lengi og ítrekað haldið því fram ákærurnar gegn honum séu „nornaveiðar“ og dómsmálaráðuneytinu hafi verið beitt gegn honum í pólitískum tilgangi. Biden sagði ekki berum orðum í gær að dómsmálaráðuneytinu eða valdi þess væri á einhvern hátt gegn honum og fjölskyldu hans heldur gaf hann í skyn að þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir sem tengdust flokknum og Trump hefðu haft mikil áhrif á dómskerfið og hvernig haldið hafi verið á spöðunum varðandi Hunter. Ákærurnar gegn Trump komu frá sérstökum saksóknara og ákærurnar gegn Hunter komu frá öðrum sérstökum saksóknara. Þeir eru yfirleitt skipaðir til að koma í veg fyrir pólitísk afskipti af málum sem geta orðið að pólitísku bitbeini. Þá er mikill munur á ákærunum. Trump var ákærður fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninga, sem hann tapaði, með því markmiði að halda völdum, og fyrir að ógna þjóðaröryggi með því að fara frjálslega með leynileg gögn sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að skila, eins og hann á að gera samkvæmt lögum. Eins og áður segir var Hunter Biden ákærður fyrir að borga ekki skatta, sem hann borgaði þó seinna og með vöxtum, og fyrir að segja ósatt um það hvort hann væri í neyslu á eyðublaði varðandi kaup á byssu. Hunter var sakfelldur af kviðdómi vegna skotvopnalagabrotsins og játaði sekt í skattamálinu. Eins og fram kemur í grein New York Times hafa lagasérfræðingar sagt að sjaldgæft sé að sambærileg mál endi með ákærum. Vatn á myllu Repúblikana Líklegt þykir að náðun Hunters muni verða vatn á myllu Repúblikana sem hafa lengi sakað son forsetans fráfarandi um ýmsa glæpi. Rannsóknir Repúblikana á þingi hafa sýnt fram á að Hunter Biden, sem var þá í mikilli neyslu, reyndi á árum áður að nýta sér nafn sitt í hagnaðarskyni en Repúblikönum tókst aldrei að sýna fram á að Joe Biden hafi gert nokkuð til að aðstoða son sinn í þeim efnum. Repúblikanar eru gjarnir á að vísa til úkraínska orkufyrirtækisins Burisma. Hunter sat á árum áður í stjórn fyrirtækisins, þrátt fyrir að hafa litla sem enga reynslu á því sviði og hefur hann sjálfur viðurkennt að hafa ekki verið hæfur til starfsins. Í desember 2015 fór Joe Biden til Úkraínu og hélt ræðu á þinginu þar og krafðist hann þá að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn. Annars yrði dregið úr fjárstuðningi við Úkraínu og stærði Biden sig síðar af því að hafa fengið ráðamenn í Úkraínu til að reka Shokin. Repúblikanar og aðrir hafa haldið því fram að Joe Biden hafi látið reka Shokin vegna þess að sá hafi átt að vera að rannsaka spillingu hjá Burisma. Það er ekki rétt. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta, sem finna má hér á vef bandaríska þingsins, var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Rannsökuðu fjölskyldu Bidens í þremur nefndum Repúblikanar hafa einnig rannsakað Joe Biden svo mánuðum skiptir. Rannsóknir þessar fóru fram í þremur nefndum og að endingu birtu nefndirnar skýrslu þar sem fram kom að þeir hefðu ekki fundið vísbendingar um brot forsetans. Þeir sögðust þó hafa fundið vísbendingar um að fjölskyldumeðlimir hans hefðu reynt að nota Biden-nafnið í hagnaðarskyn og fyrir það ætti að ákæra Joe Biden fyrir embættisbrot. Sjá einnig: Leggja loks fram skýrslu sína um meint brot Biden Á meðan á rannsókn þeirra stóð héldu Repúbliknar því fram að ávísanir sem þeir komu höndum yfir sýndu fram á Biden hefði tekið við peningum frá mágkonu sinni sem hefðu verið þvættaðir í Kína. James Comer, þáverandi forseti eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinar, sagði þá að þessir peningar hefðu verið fengnir af fjölskyldumeðlimum hans með því að hagnast á Biden-nafninu. Hið rétta er að um var að ræða greiðslur á lánum sem Joe Biden, sem var ekki í neinu embætti á þeim tíma, hafði veitt bróður sínum og eiginkonu hans. Í báðum tilfellum voru ávísanirnar merktar sérstaklega sem endurgreiðslur á lánum. Repúbliknar opinberuðu ávísanirnar þó með óheiðarlegri framsetningu. Þegar blaðamenn Washington post sýndu Comer gögn sem sýndu að tvö hundruð þúsund dala endurgreiðslan til Joe Biden hefði ekki komið frá Kína, sakaði þingmaðurinn lögmannafyrirtæki forsetans um fjárþvætti, án þess að hafa nokkuð fyrir sér um slíkt. Þá sýndu Repúblikanar aðrar ávísanir fyrr í desember, sem þeir sögðu sanna að Joe Biden hefði tekið við mánaðarlegum greiðslum frá Hunter, á sama tíma og sá síðarnefndi var í neyslu og átti í viðskiptum í Kína og víðar. Comer staðhæfði þá að ávísanirnar sýndu fram á að Joe Biden hefði vitað af og tekið þátt í tilraunum Hunter til að græða peninga á nafni sínu. Þessar mánaðarlegu greiðslur voru gerðar í september, október og nóvember 2018, þegar Joe Biden var ekki í opinberu embætti. Þar að auki voru greiðslurnar upp á 1.380 dali hver og var Hunter Biden að endurgreiða föður sínum fyrir bíl sem Joe Biden hafði keypt fyrir Hunter og verið með á sínu nafni, þar sem Hunter var í mikilli neyslu og skuldaði mikið á þeim tíma. Heildarupphæðin var 4.140 dalir, sem samsvarar á gengi dagsins í dag um það bil 580 þúsund krónum. Gerir Demókrötum erfitt um vik Eftir að Biden lýsti yfir ákvörðun sinni og náðaði Hunter hafa margir Demókratar lýst yfir áhyggjum af ákvörðun forsetans. Hún mun gera þeim erfitt að halda því fram á komandi árum að Trump sé að fara gegn fordæmum í þessum málum. Trump hefur í kosningabaráttunni heitið því að náða alla þá sem hafa verið sakfelldir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninganna sem hann tapaði. Hann hefur þegar vísað til þess að náðun Hunters auðveldi honum að náða þessa stuðningsmenn sína. Trump gæti einnig náðað aðra bandamenn sína og vini, sem hefðu mögulega getað borið vitni gegn honum í einhverjum af rannsóknunum og dómsmálunum sem hann hefur staðið frammi fyrir á undanförnum árum. Skjáskot af Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Umrædd náðun spannar ellefu ára tímabil og náðar Hunter Biden af öllum mögulegum alríkis glæpum á því tímabili, ekki eingöngu af skattsvikum og skotvopnalagabrotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Tímabil þetta er frá 1. janúar 2014 til og með 1. desember 2024. Repúblikanar hafa á undanförnum árum varið miklu púðri í að rannsaka ýmsa meinta glæpi Hunters Biden en án mikils árangurs. Þá hafa þeir ítrekað farið frjálslega með staðreyndir í tengslum við þær rannsóknir. Þá hefur Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, heitið því að rannsaka alla fjölskyldu Bidens, sem hann kallar reglulega „Biden-glæpafjölskylduna“. Trump hefur þar að auki tilnefnt fólk til embætta í dómsmálaráðuneytinu og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem segjast ætla að fara í hart gegn pólitískum andstæðingum Trumps. Sjá einnig: Biden náðar son sinn Í yfirlýsingu sem Joe Biden birti í gærkvöldi sagðist hann hafa skipt um skoðun sökum þess hvernig dómskerfinu hefði verið beitt gegn syni sínum. Illa hefði verið komið fram við Hunter vegna þess að hann væri sonur hans og vísaði hann til dómafordæma í sambærilegum málum og Hunter hefur verið dæmdur í. Einkar sjaldgæft væri að fólk væri ákært fyrir að haka í box við byssukaup, þar sem það segist ekki vera í neyslu, án undirliggjandi glæpa. Þá gerist það sömuleiðis mjög sjaldan að fólk sem borgar ekki skatta á réttum tíma en greiðir þá svo seinna með vöxtum, fái dóm. „Það er ljóst að komið var öðruvísi fram við Hunter,“ sagði Biden í áðurnefndri yfirlýsingu. Forsetinn fráfarandi sagði sömuleiðis að Hunter hefði sætt pólitískum ofsóknum. Andstæðingar hans í Repúblikanaflokknum hefðu komið rannsóknum gegn Hunter á legg í pólitískum tilgangi og komið í veg fyrir samkomulag í skattamáli Hunter. Biden sagði engan heilvita mann geta horft á staðreyndir í málum Hunters og komist að annarri niðurstöðu en að illa hefði verið komið fram við hann, eingöngu sökum þess að Hunter væri sonur hans. „Það hefur markvisst verið reynt að brjóta Hunter niður, sem hefur verið edrú í fimm og hálft ár, þrátt fyrir linnulausar árásir sérvaldar ákærur. Með því að reyna að brjóta Hunter niður, hafa þeir reynt að brjóta mig niður og það er engin ástæða til að halda að þessu sé lokið. Nú er komið nóg,“ sagði Biden. Erfitt að finna fordæmi Sérfræðingar segja í samtali við Washington Post að erfitt sé að finna fordæmi fyrir svo umfangsmikilli náðun yfir svo langt tímabil. Það sem næst komi sé náðun Gerald Ford á Richard M. Nixon, fyrrverandi forseta, árið 1974, í kjölfar Watergate hneykslisins. Sú náðun náði yfir tímabilið frá 20. janúar 1969 til og með 9. ágúst 1974. Hún innihélt einnig sambærilegt orðalag og var vísað til glæpa sem Nixon hefði framið og hefði mögulega framið. Náðunin snerist því ekki eingöngu yfir Watergate-hneykslið heldur einnig önnur möguleg brot. Árið 1976 náðaði Jimmy Carter svo alla þá sem höfðu neitað að mæta í herkvaðningu í Víetnamstríðinu. Sú náðun spannaði tímabilið 4. ágúst 1964 til 28. mars 1973 og náði yfir stóran hóp manna. Hún sneri þó eingöngu að þessu tiltekna broti. George H.W. Bush náðaði árið 1992 sex manna hóp vegna Íran-Contra málsins og þar á meðal var Caspar Weinberger, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þeir voru náðaðir af öllum glæpum sem Lawrence E. Walsh, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, komst eða hefði getað komist á snoðir um. Donald Trump náðaði svo Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, vegna rannsóknar Robert Mueller. Hann mildaði svo þar að auki dóm Roger Stone, vini hans og ráðgjafa. Hann náðaði einnig Stephen Bannon, bandamann sinn til langs tíma sem dæmdur var fyrir fjársvik. Trump náðaði einnig þrjá hermenn sem voru sakaðir um og dæmdir fyrir stríðsglæpi. Þá náðaði Trump Charles Kushner, föður Jareds Kushner sem er giftur dóttur Trumps. Sjá einnig: Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi Í tilfelli Flynn var náðunin frekar umfangsmikil en ekki jafn umfangsmikil og náðun Hunter Biden. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post hafa verið uppi spurningar um það hvort umfangsmiklar náðanir, sem fjalla ekki um tiltekna glæpi, séu yfir höfuð í samræmi við vald forseta samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta var meðal annars til umræðu undir lok síðasta kjörtímabils Trumps, þegar talið var að hann ætlaði að náða fjölskyldumeðlimi sína af mögulegum glæpum. Á síðustu dögum kjörtímabils síns náðaði Trump marga af bandamönnum sínum og vinum. Hann var einnig sagður íhuga að láta reyna á það hvort hann gæti náðað sjálfan sig. Trump og Biden sammála Bæði Biden og Trump halda því nú fram að dómkerfi Bandaríkjanna hafi verið beitt með pólitískum hætti, þó töluverður munur sé á skilgreiningum þeirra og yfirlýsingum. Trump hefur lengi og ítrekað haldið því fram ákærurnar gegn honum séu „nornaveiðar“ og dómsmálaráðuneytinu hafi verið beitt gegn honum í pólitískum tilgangi. Biden sagði ekki berum orðum í gær að dómsmálaráðuneytinu eða valdi þess væri á einhvern hátt gegn honum og fjölskyldu hans heldur gaf hann í skyn að þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir sem tengdust flokknum og Trump hefðu haft mikil áhrif á dómskerfið og hvernig haldið hafi verið á spöðunum varðandi Hunter. Ákærurnar gegn Trump komu frá sérstökum saksóknara og ákærurnar gegn Hunter komu frá öðrum sérstökum saksóknara. Þeir eru yfirleitt skipaðir til að koma í veg fyrir pólitísk afskipti af málum sem geta orðið að pólitísku bitbeini. Þá er mikill munur á ákærunum. Trump var ákærður fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninga, sem hann tapaði, með því markmiði að halda völdum, og fyrir að ógna þjóðaröryggi með því að fara frjálslega með leynileg gögn sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að skila, eins og hann á að gera samkvæmt lögum. Eins og áður segir var Hunter Biden ákærður fyrir að borga ekki skatta, sem hann borgaði þó seinna og með vöxtum, og fyrir að segja ósatt um það hvort hann væri í neyslu á eyðublaði varðandi kaup á byssu. Hunter var sakfelldur af kviðdómi vegna skotvopnalagabrotsins og játaði sekt í skattamálinu. Eins og fram kemur í grein New York Times hafa lagasérfræðingar sagt að sjaldgæft sé að sambærileg mál endi með ákærum. Vatn á myllu Repúblikana Líklegt þykir að náðun Hunters muni verða vatn á myllu Repúblikana sem hafa lengi sakað son forsetans fráfarandi um ýmsa glæpi. Rannsóknir Repúblikana á þingi hafa sýnt fram á að Hunter Biden, sem var þá í mikilli neyslu, reyndi á árum áður að nýta sér nafn sitt í hagnaðarskyni en Repúblikönum tókst aldrei að sýna fram á að Joe Biden hafi gert nokkuð til að aðstoða son sinn í þeim efnum. Repúblikanar eru gjarnir á að vísa til úkraínska orkufyrirtækisins Burisma. Hunter sat á árum áður í stjórn fyrirtækisins, þrátt fyrir að hafa litla sem enga reynslu á því sviði og hefur hann sjálfur viðurkennt að hafa ekki verið hæfur til starfsins. Í desember 2015 fór Joe Biden til Úkraínu og hélt ræðu á þinginu þar og krafðist hann þá að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn. Annars yrði dregið úr fjárstuðningi við Úkraínu og stærði Biden sig síðar af því að hafa fengið ráðamenn í Úkraínu til að reka Shokin. Repúblikanar og aðrir hafa haldið því fram að Joe Biden hafi látið reka Shokin vegna þess að sá hafi átt að vera að rannsaka spillingu hjá Burisma. Það er ekki rétt. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta, sem finna má hér á vef bandaríska þingsins, var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Rannsökuðu fjölskyldu Bidens í þremur nefndum Repúblikanar hafa einnig rannsakað Joe Biden svo mánuðum skiptir. Rannsóknir þessar fóru fram í þremur nefndum og að endingu birtu nefndirnar skýrslu þar sem fram kom að þeir hefðu ekki fundið vísbendingar um brot forsetans. Þeir sögðust þó hafa fundið vísbendingar um að fjölskyldumeðlimir hans hefðu reynt að nota Biden-nafnið í hagnaðarskyn og fyrir það ætti að ákæra Joe Biden fyrir embættisbrot. Sjá einnig: Leggja loks fram skýrslu sína um meint brot Biden Á meðan á rannsókn þeirra stóð héldu Repúbliknar því fram að ávísanir sem þeir komu höndum yfir sýndu fram á Biden hefði tekið við peningum frá mágkonu sinni sem hefðu verið þvættaðir í Kína. James Comer, þáverandi forseti eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinar, sagði þá að þessir peningar hefðu verið fengnir af fjölskyldumeðlimum hans með því að hagnast á Biden-nafninu. Hið rétta er að um var að ræða greiðslur á lánum sem Joe Biden, sem var ekki í neinu embætti á þeim tíma, hafði veitt bróður sínum og eiginkonu hans. Í báðum tilfellum voru ávísanirnar merktar sérstaklega sem endurgreiðslur á lánum. Repúbliknar opinberuðu ávísanirnar þó með óheiðarlegri framsetningu. Þegar blaðamenn Washington post sýndu Comer gögn sem sýndu að tvö hundruð þúsund dala endurgreiðslan til Joe Biden hefði ekki komið frá Kína, sakaði þingmaðurinn lögmannafyrirtæki forsetans um fjárþvætti, án þess að hafa nokkuð fyrir sér um slíkt. Þá sýndu Repúblikanar aðrar ávísanir fyrr í desember, sem þeir sögðu sanna að Joe Biden hefði tekið við mánaðarlegum greiðslum frá Hunter, á sama tíma og sá síðarnefndi var í neyslu og átti í viðskiptum í Kína og víðar. Comer staðhæfði þá að ávísanirnar sýndu fram á að Joe Biden hefði vitað af og tekið þátt í tilraunum Hunter til að græða peninga á nafni sínu. Þessar mánaðarlegu greiðslur voru gerðar í september, október og nóvember 2018, þegar Joe Biden var ekki í opinberu embætti. Þar að auki voru greiðslurnar upp á 1.380 dali hver og var Hunter Biden að endurgreiða föður sínum fyrir bíl sem Joe Biden hafði keypt fyrir Hunter og verið með á sínu nafni, þar sem Hunter var í mikilli neyslu og skuldaði mikið á þeim tíma. Heildarupphæðin var 4.140 dalir, sem samsvarar á gengi dagsins í dag um það bil 580 þúsund krónum. Gerir Demókrötum erfitt um vik Eftir að Biden lýsti yfir ákvörðun sinni og náðaði Hunter hafa margir Demókratar lýst yfir áhyggjum af ákvörðun forsetans. Hún mun gera þeim erfitt að halda því fram á komandi árum að Trump sé að fara gegn fordæmum í þessum málum. Trump hefur í kosningabaráttunni heitið því að náða alla þá sem hafa verið sakfelldir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninganna sem hann tapaði. Hann hefur þegar vísað til þess að náðun Hunters auðveldi honum að náða þessa stuðningsmenn sína. Trump gæti einnig náðað aðra bandamenn sína og vini, sem hefðu mögulega getað borið vitni gegn honum í einhverjum af rannsóknunum og dómsmálunum sem hann hefur staðið frammi fyrir á undanförnum árum. Skjáskot af Truth Social, samfélagsmiðli Trumps.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira