Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 13:49 Bjarni gekk á fund forseta í gær. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir valkostina eftir kosningarnar aðeins tvo; annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og niðurstöður kosninganna séu skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftuga mótspyrnu í stjórnarandstöðu. Þetta segir Bjarni í færslu á Facebook, þar sem hann ávarpar Sjálfstæðismenn og kæra vini í kjölfar alþingiskosninga á laugardag. „Það eru langir dagar að baki. Við hófum baráttuna í mótvindi fyrir fáeinum vikum. Við látum slíkt ekki á okkur fá og lögðum enn meira á okkur fyrir vikið. Niðurstaðan varð enda allt önnur en sérfræðingarnir höfðu spáð.“ Eftirspurn eftir vinstristjórn ekki fyrir hendi Bjarni segir að stærstu fréttirnar eftir kosningarnar séu að eftirspurn eftir vinstri stjórn hafi ekki reynst fyrir hendi. Tveir vinstri flokkar hafi fallið af þingi og Samfylkingin hafi tapað fylgi alla baráttuna. Þar vísar Bjarni til Pírata og Vinstri grænna sem töpuðu öllum sínum þingmönnum og þess að Samfylkingin mældist hæst með um þrjátíu prósenta fylgi á síðasta kjörtímabili. „Uppskeran voru ekki þau tíðindi sem margir vilja halda fram fyrir þann flokk, sem haft hefur ellefu ár til að byggja sig upp í stjórnarandstöðu. Allan þann tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið ábyrgð á landsstjórninni.“ Eigi ekki að sætta sig við minna en tuttugu prósent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt upp í kosningabaráttuna með skýra stefnu og glæsilega frambjóðendur. „Töluðum fyrir lægri álögum og léttari byrðum allra kynslóða, öflugu atvinnulífi um land allt, grænni orkuöflun, minna ríki, raunverulegum umbótum í menntakerfinu og nýtingu nýrrar tækni til að gera meira fyrir minna í opinberri þjónustu.“ Þrátt fyrir að staða Sjálfstæðisflokksins væri önnur en Framsóknarflokks og Vinstri grænna ættu Sjálfstæðismenn ekki að sætta sig við fylgi rétt undir tuttugu prósentum. Markmiðið nú sé skýrt, það sé að afla flokknum meiri stuðnings. Þetta verði ekki gert með því að falla frá stefnumálum flokksins eða hlaupa undir bagga með þeim sem kynnt hafa plan um tugmilljarða útgjaldaaukningu og hærri skatta. „Valkostirnir nú eru þessir: Annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og niðurstöður kosninganna eru skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftuga mótspyrnu í stjórnarandstöðu.“ Ekki er óvarlegt að túlka orð Bjarna sem svo að hann hafi ekki áhuga á að stofna til ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingu. Kristrún Frostadóttir, formaður hennar, fékk í morgun umboð forseta Íslands til að mynda ríkisstjórn. Stoltur af árangrinum hvernig sem fer Loks segir Bjarni að Sjálfstæðismenn hafi beðið um breytingar með því að slíta stjórnarsamstarfinu í október, enda hafi hann ekki séð fram á að frekari árangur myndi nást í því mynstri. Það hafi verið rétt ákvörðun. „Þá höfðum við lagt grunninn og gátum gengið til kosninga með góðri samvisku. Fjárlög voru komin fram og kláruðust, verðbólga er í frjálsu falli, vextir teknir að lækka og munu að óbreyttu lækka hratt á nýju ári. Til þess þarf ekki annað en að framfylgja áfram okkar stefnu með ábyrgri hagstjórn og aðhaldi í ríkisrekstri.“ Hvernig sem úr spilist sé hann stoltur af árangri Sjálfstæðisflokksins, oftar en ekki í skugga stórra áfalla. „Heimsfaraldur, innrásarstríð í Úkraínu með fjölgun hælisleitenda um alla Evrópu að ógleymdum hamförunum í Grindavík. Þrátt fyrir áskoranir höfum við staðið sterk og horfum fram á mikil tækifæri til lífskjarasóknar fyrir landsmenn allra. Næstu dagar fara í að leggja línurnar í samstarfi við þingflokkinn og annað nánasta samstarfsfólk. Ég hlakka til að hitta ykkur aftur fyrr en síðar. Njótið aðventunnar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þetta segir Bjarni í færslu á Facebook, þar sem hann ávarpar Sjálfstæðismenn og kæra vini í kjölfar alþingiskosninga á laugardag. „Það eru langir dagar að baki. Við hófum baráttuna í mótvindi fyrir fáeinum vikum. Við látum slíkt ekki á okkur fá og lögðum enn meira á okkur fyrir vikið. Niðurstaðan varð enda allt önnur en sérfræðingarnir höfðu spáð.“ Eftirspurn eftir vinstristjórn ekki fyrir hendi Bjarni segir að stærstu fréttirnar eftir kosningarnar séu að eftirspurn eftir vinstri stjórn hafi ekki reynst fyrir hendi. Tveir vinstri flokkar hafi fallið af þingi og Samfylkingin hafi tapað fylgi alla baráttuna. Þar vísar Bjarni til Pírata og Vinstri grænna sem töpuðu öllum sínum þingmönnum og þess að Samfylkingin mældist hæst með um þrjátíu prósenta fylgi á síðasta kjörtímabili. „Uppskeran voru ekki þau tíðindi sem margir vilja halda fram fyrir þann flokk, sem haft hefur ellefu ár til að byggja sig upp í stjórnarandstöðu. Allan þann tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið ábyrgð á landsstjórninni.“ Eigi ekki að sætta sig við minna en tuttugu prósent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt upp í kosningabaráttuna með skýra stefnu og glæsilega frambjóðendur. „Töluðum fyrir lægri álögum og léttari byrðum allra kynslóða, öflugu atvinnulífi um land allt, grænni orkuöflun, minna ríki, raunverulegum umbótum í menntakerfinu og nýtingu nýrrar tækni til að gera meira fyrir minna í opinberri þjónustu.“ Þrátt fyrir að staða Sjálfstæðisflokksins væri önnur en Framsóknarflokks og Vinstri grænna ættu Sjálfstæðismenn ekki að sætta sig við fylgi rétt undir tuttugu prósentum. Markmiðið nú sé skýrt, það sé að afla flokknum meiri stuðnings. Þetta verði ekki gert með því að falla frá stefnumálum flokksins eða hlaupa undir bagga með þeim sem kynnt hafa plan um tugmilljarða útgjaldaaukningu og hærri skatta. „Valkostirnir nú eru þessir: Annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og niðurstöður kosninganna eru skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftuga mótspyrnu í stjórnarandstöðu.“ Ekki er óvarlegt að túlka orð Bjarna sem svo að hann hafi ekki áhuga á að stofna til ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingu. Kristrún Frostadóttir, formaður hennar, fékk í morgun umboð forseta Íslands til að mynda ríkisstjórn. Stoltur af árangrinum hvernig sem fer Loks segir Bjarni að Sjálfstæðismenn hafi beðið um breytingar með því að slíta stjórnarsamstarfinu í október, enda hafi hann ekki séð fram á að frekari árangur myndi nást í því mynstri. Það hafi verið rétt ákvörðun. „Þá höfðum við lagt grunninn og gátum gengið til kosninga með góðri samvisku. Fjárlög voru komin fram og kláruðust, verðbólga er í frjálsu falli, vextir teknir að lækka og munu að óbreyttu lækka hratt á nýju ári. Til þess þarf ekki annað en að framfylgja áfram okkar stefnu með ábyrgri hagstjórn og aðhaldi í ríkisrekstri.“ Hvernig sem úr spilist sé hann stoltur af árangri Sjálfstæðisflokksins, oftar en ekki í skugga stórra áfalla. „Heimsfaraldur, innrásarstríð í Úkraínu með fjölgun hælisleitenda um alla Evrópu að ógleymdum hamförunum í Grindavík. Þrátt fyrir áskoranir höfum við staðið sterk og horfum fram á mikil tækifæri til lífskjarasóknar fyrir landsmenn allra. Næstu dagar fara í að leggja línurnar í samstarfi við þingflokkinn og annað nánasta samstarfsfólk. Ég hlakka til að hitta ykkur aftur fyrr en síðar. Njótið aðventunnar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira