Innlent

Skæð fugla­flensa fannst í kalkúnum í Ölfusi

Samúel Karl Ólason skrifar
Um 1.300 kalkúnar eru á búinu þar sem fuglaflensan hefur greinst. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Um 1.300 kalkúnar eru á búinu þar sem fuglaflensan hefur greinst. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Skæð fuglaflensa af gerðinni H5N5 var staðfest í alifuglum í Ölfusi í dag. Undirbúningur fyrir aflífun fuglanna er hafin og á að beita sóttvarnarráðstöfunum til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Um er að ræða kalkúna á búinu Auðsholti í Ölfusi.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að grunur um smit hafi komið upp í morgun og eigendur búsins hafi brugðist hratt við. Þeir hafi sent fugla til rannsóknar á tilraunastöð HÍ að Keldum, þar sem staðfest hafi verið í dag að fuglarnir væru smitaðir af H5N5.

Um 1.300 fuglar eru á búinu er hefur tíu kílómetra takmörkunarsvæði verið skilgreint þar í kring, þar sem bannað er að flytja fugla. Starfsfólki á öðrum búum á svæðinu hefur verið gefin fyrirmæli um að vera vakandi fyrir einkennum hjá fuglum og tilkynna þau til Matvælastofnunar.

Ekki liggur fyrir hvernig fuglar í búinu smituðust en sama gerð fuglaflensu hefur greinst í viltum fuglum á Íslandi í haust. Meðal annars í mávi í við Reykjavíkurtjörn og í hröfnum og hettumávum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×