Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2024 22:00 Jurriën Timber fagnar eftir að hafa komið Arsenal í 1-0 gegn Manchester United. getty/Jacques Feeney Arsenal vann Manchester United, 2-0, í stórleik 14. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Rúbens Amorim og fjórða tap liðsins í röð fyrir Arsenal sem er áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 28 stig, sjö stigum minna en topplið Liverpool. United er í 11. sætinu með nítján stig. Staðan var markalaus í hálfleik en á 54. mínútu kom Jurriën Timber Arsenal yfir með skalla eftir hornspyrnu Declans Rice. United réði illa við hornspyrnur Arsenal og á 73. mínútu skoruðu Skytturnar aftur eftir horn. Thomas Partey skallaði þá boltann í William Saliba og inn. Matthjis de Ligt komst næst því að skora fyrir gestina þegar David Raya varði skalla hans á 67. mínútu. Annars ógnuðu Rauðu djöflarnir lítið í leiknum. Enski boltinn
Arsenal vann Manchester United, 2-0, í stórleik 14. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Rúbens Amorim og fjórða tap liðsins í röð fyrir Arsenal sem er áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 28 stig, sjö stigum minna en topplið Liverpool. United er í 11. sætinu með nítján stig. Staðan var markalaus í hálfleik en á 54. mínútu kom Jurriën Timber Arsenal yfir með skalla eftir hornspyrnu Declans Rice. United réði illa við hornspyrnur Arsenal og á 73. mínútu skoruðu Skytturnar aftur eftir horn. Thomas Partey skallaði þá boltann í William Saliba og inn. Matthjis de Ligt komst næst því að skora fyrir gestina þegar David Raya varði skalla hans á 67. mínútu. Annars ógnuðu Rauðu djöflarnir lítið í leiknum.