Enski boltinn

Van Dijk boðinn nýr samningur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil Van Dijk mun að öllum líkindum framlengja samning sinn við Liverpool á næstunni.
Virgil Van Dijk mun að öllum líkindum framlengja samning sinn við Liverpool á næstunni. Getty/Nick Taylor

Liverpool hefur boðið fyrirliðanum Virgil van Dijk nýjan samning en samningur hollenska miðvarðarins rennur út í sumar.

David Ornstein hjá The Athletic hefur heimildir fyrir því að Van Dijk hafi nú formlega fengið samningstilboð en áður hafði komið fram að báðir aðilar voru áhugasamir um framlengingu.

Van Dijk er einn þriggja lykilmanna Liverpool sem er að klára samning sinn eftir þetta tímabil en hinir eru Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold.

Það er mikil spenna meðal stuðningsmanna félagsins enda vilja flestir halda þessum lykilmönnum áfram.

Í frétt The Athletic kemur þó ekkert fram um stærð eða lengd samningsins. Van Dijk er 33 ára gamall og hefur spilað með Liverpool frá árinu 2018.

Í fréttinni kemur einnig fram að viðræður eru nú í gangi við Alexander-Arnold og að Salah muni einnig fá samningstilboð. Það eru góðar fréttir fyrir Liverpool fólk.

Liverpool hefur átt frábært tímabil og er á toppnum bæði í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni.

Eftir þrettán deildarleiki undir stjórn Arne Slot er Liverpool með níu stiga forskot á Arsenal og Chelsea og ellefu stiga forskot á Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×