Ævintýrið heldur áfram með Discovery! BL 6. desember 2024 08:47 Discovery er rúmgóður, sjö sæta jeppi með mikla getu til að draga hjólhýsi, hestakerrur og vélsleðakerrur. Það hafa margir skaflar verið sigraðir, vöð farin og slóðar uppgötvaðir síðan Discovery fór í fyrstu ævintýraferðirnar á Íslandi fyrir 35 árum. Allar götur síðan hefur hann verið draumajeppinn fyrir ævintýragjarnar fjölskyldur sem þurfa gott pláss, góða dráttargetu ásamt lúxus og þægindum í akstri. Við hittum Karl S. Óskarsson, sölustjóra, og fengum hann til að sýna okkur þennan reynslubolta og helstu nýjungarnar sem hann státar af. „Það hefur ýmislegt breyst frá fyrstu gerð Discovery,“ segir Karl og gengur með okkur að glæsilegum Discovery sem stendur í öndvegi sýningarsalarins með fallegt útsýni til fjalla. „Bíllinn hefur þróast í áranna rás, meðal annars út frá endurgjöf notenda. Þeir vita hvað þeir þurfa og vilja til að jeppinn þjóni bæði áhugamálunum, ævintýrunum og daglegum akstri. En grunnkonseptið er alltaf það sama: Rúmgóður, sjö sæta jeppi með mikla getu til að draga hjólhýsi, hestakerrur, vélsleðakerrur eða hvað sem fólk vill en um leið bjóða lúxusinn og þægindin sem framleiðandinn er þekktur fyrir.“ Klippa: Ævintýrið heldur áfram með Discovery Karl opnar afturdyrnar og sýnir okkur sjö sæta uppsetninguna sem ætti að vera alger draumur fyrir stórar fjölskyldur á ferðalagi um landið eða bara í bústaðinn. Einnig eru möguleikar á að sérsníða bílinn að sínum þörfum með aukahlutum og búnaði á borð við fullkomin afþreyingarkerfi. „Eins og í öllum Land Rover bílum er það ekki bara útlitið sem skiptir máli. Við sjáum í raun ekki nema lítð brot af því sem gerir þægindin og akstursupplifunina í Discovery ólíka flestu öðru í þessum flokki. Loftpúðafjöðrunin er náttúrulega mögnuð og það finnur fólk fljótt hvað hún skiptir miklu máli þegar farið er út fyrir malbikið eða ekið á ójöfnu undirlagi. Vélin er kraftmikil og hljóðlát, lága drifið kemur þér í gegnum ótrúlegustu aðstæður og það er rafmagnslæsing á afturdrifinu. Og talandi um erfiðar aðstæður, vaðdýptin er gefin upp 90 sentimetrar sem klárar nú flest það sem mætir venjulegu fólki sem er ekki hreinlega með björgunarsveitadrauma,“ segir Karl og hlær. „Og þótt þessi sé kraftmikill er gaman að segja frá því að á næstu misserum eigum við von á 350 hestafla útgáfu til landsins. Og þá verður sko gaman,“ bætir hann við. Vaðdýptin er gefin upp 90 sentimetrar. Hér er alvöru torfærujeppi á ferð. Karl er greinilega hrifinn af Discovery og því nærtækast að spyrja hvort hann keyri svoleiðis sjálfur? „Ég segi stundum að ég sé í besta starfi í heimi, hef tækifæri til að prófa marga af albestu bílum sem koma hingað til lands. Og ég elska að keyra Discovery-inn. Fyrir mér sameinar hann svo margt af því besta frá Land Rover, söguna, tæknina og þennan yfirlætislausa lúxus og fjölhæfni við ólíkar og krefjandi aðstæður. Þetta er bæði ráðherrabíll og ævintýrabíll fjölskyldunnar í einum og sama pakkanum.“ Við setjumst nú inn í bílinn og Karl sýnir okkur það helsta sem stjórnklefinn og farþegarýmið hefur upp á að bjóða. Mælaborðið er stafrænt og 11,4 tommu upplýsingaskjárinn er skarpur og upplausnin glæsileg. Karl tekur fram símann og sýnir hvernig InControl appið virkar fyrir snjalleiðsögn, afþreyingu og öryggisstillingar. Sjö sæta trukkur og nóg pláss fyrir alla. „Það hafa orðið gríðarlegar framfarir í öryggisbúnaði síðustu árin. Skynjarakerfi og akstursaðstoð Discovery er mjög fullkomin og hægt að stilla eftir þörfum og aðstæðum. 360 gráðu myndavél eins og þessi var bara til í Bond-myndum þegar fyrsti Discovery kom á göturnar, núna er eins og maður sé með fullkominn dróna fyrir ofan bílinn öllum stundum. Og kippir sér ekkert upp við það.“ Og nú var komið að því að fara í bíltúr á Discovery. Við ókum upp að Bláfjallaafleggjara og alla leið að skíðasvæðinu þar sem snjóvélarnar voru á fullu við að framleiða undirlag í brekkurnar. Næsta mál á dagskrá: Skíðabogi á toppinn. Og vélsleðakerra aftan í. Veturinn er mættur með öllum sínum ævintýrum upp um snjóhvít fjöll og firnindi. Hér getur þú skoðað Discovery og fengið nánari upplýsingar um gerðir og búnað. Bílar Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Það hefur ýmislegt breyst frá fyrstu gerð Discovery,“ segir Karl og gengur með okkur að glæsilegum Discovery sem stendur í öndvegi sýningarsalarins með fallegt útsýni til fjalla. „Bíllinn hefur þróast í áranna rás, meðal annars út frá endurgjöf notenda. Þeir vita hvað þeir þurfa og vilja til að jeppinn þjóni bæði áhugamálunum, ævintýrunum og daglegum akstri. En grunnkonseptið er alltaf það sama: Rúmgóður, sjö sæta jeppi með mikla getu til að draga hjólhýsi, hestakerrur, vélsleðakerrur eða hvað sem fólk vill en um leið bjóða lúxusinn og þægindin sem framleiðandinn er þekktur fyrir.“ Klippa: Ævintýrið heldur áfram með Discovery Karl opnar afturdyrnar og sýnir okkur sjö sæta uppsetninguna sem ætti að vera alger draumur fyrir stórar fjölskyldur á ferðalagi um landið eða bara í bústaðinn. Einnig eru möguleikar á að sérsníða bílinn að sínum þörfum með aukahlutum og búnaði á borð við fullkomin afþreyingarkerfi. „Eins og í öllum Land Rover bílum er það ekki bara útlitið sem skiptir máli. Við sjáum í raun ekki nema lítð brot af því sem gerir þægindin og akstursupplifunina í Discovery ólíka flestu öðru í þessum flokki. Loftpúðafjöðrunin er náttúrulega mögnuð og það finnur fólk fljótt hvað hún skiptir miklu máli þegar farið er út fyrir malbikið eða ekið á ójöfnu undirlagi. Vélin er kraftmikil og hljóðlát, lága drifið kemur þér í gegnum ótrúlegustu aðstæður og það er rafmagnslæsing á afturdrifinu. Og talandi um erfiðar aðstæður, vaðdýptin er gefin upp 90 sentimetrar sem klárar nú flest það sem mætir venjulegu fólki sem er ekki hreinlega með björgunarsveitadrauma,“ segir Karl og hlær. „Og þótt þessi sé kraftmikill er gaman að segja frá því að á næstu misserum eigum við von á 350 hestafla útgáfu til landsins. Og þá verður sko gaman,“ bætir hann við. Vaðdýptin er gefin upp 90 sentimetrar. Hér er alvöru torfærujeppi á ferð. Karl er greinilega hrifinn af Discovery og því nærtækast að spyrja hvort hann keyri svoleiðis sjálfur? „Ég segi stundum að ég sé í besta starfi í heimi, hef tækifæri til að prófa marga af albestu bílum sem koma hingað til lands. Og ég elska að keyra Discovery-inn. Fyrir mér sameinar hann svo margt af því besta frá Land Rover, söguna, tæknina og þennan yfirlætislausa lúxus og fjölhæfni við ólíkar og krefjandi aðstæður. Þetta er bæði ráðherrabíll og ævintýrabíll fjölskyldunnar í einum og sama pakkanum.“ Við setjumst nú inn í bílinn og Karl sýnir okkur það helsta sem stjórnklefinn og farþegarýmið hefur upp á að bjóða. Mælaborðið er stafrænt og 11,4 tommu upplýsingaskjárinn er skarpur og upplausnin glæsileg. Karl tekur fram símann og sýnir hvernig InControl appið virkar fyrir snjalleiðsögn, afþreyingu og öryggisstillingar. Sjö sæta trukkur og nóg pláss fyrir alla. „Það hafa orðið gríðarlegar framfarir í öryggisbúnaði síðustu árin. Skynjarakerfi og akstursaðstoð Discovery er mjög fullkomin og hægt að stilla eftir þörfum og aðstæðum. 360 gráðu myndavél eins og þessi var bara til í Bond-myndum þegar fyrsti Discovery kom á göturnar, núna er eins og maður sé með fullkominn dróna fyrir ofan bílinn öllum stundum. Og kippir sér ekkert upp við það.“ Og nú var komið að því að fara í bíltúr á Discovery. Við ókum upp að Bláfjallaafleggjara og alla leið að skíðasvæðinu þar sem snjóvélarnar voru á fullu við að framleiða undirlag í brekkurnar. Næsta mál á dagskrá: Skíðabogi á toppinn. Og vélsleðakerra aftan í. Veturinn er mættur með öllum sínum ævintýrum upp um snjóhvít fjöll og firnindi. Hér getur þú skoðað Discovery og fengið nánari upplýsingar um gerðir og búnað.
Bílar Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira