Seðlabankastjóri segir bankarnir hafa verið of bráðir á sér þegar þeir hækkuðu vexti á verðtryggðum lánum í kjölfar síðustu stýrivaxtalækkunnar. Við hittum Ásgeir Jónsson sem segir að verið sé að kanna hvort draga megi úr kröfum til fyrstu kaupenda.
Verð á matvörum hækkar mest í Iceland á milli ára en hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Við förum yfir verðlagsþróun í kvöldfréttum og heyrum í verkefnastjóra hjá ASÍ. Þá hittum við Ástu Fanney sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum og verðum í miklu jólastuði þar sem við kíkjum bæði á jólaball fatlaðra og á kóratónleika.
Í Sportpakkanum heyrum við í þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem vill sjá róttækar breytingar í kringum íþróttina og í Íslandi í dag hittum við Steina og Sögu sem eru að fara í loftið með Draumahöllina.