Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 21:15 Auðjöfurinn Jared Isaacman á að taka við stjórn NASA í janúar. AP/John Raoux Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann ætlaði að tilnefna auðjöfurinn Jared Isaacman sem yfirmann Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA). Auðjöfurinn hefur verið viðloðinn geimiðnað Bandaríkjanna og fór meðal annars í fyrstu borgaralegu geimgönguna, fyrr á þessu ári. Verði tilnefning hans staðfest af öldungadeildinni mun Isaacman taka við af hinum 82 ára gamla Bill Nelson, sem tilnefndur var af Joe Biden. Nelson er fyrrverandi þingmaður á báðum deildum Bandaríkjaþings og fór hann út í geim um borð í geimskutlunni Columbia í janúar 1986 en þá var hann þingmaður í fulltrúadeildinni. Sú geimferð var sú síðasta fyrir Challenger-slysið. Isaacman hefur tvisvar sinnum greitt SpaceX, fyrirtæki Elons Musk, fyrir að senda sig út í geim. Í fyrra skiptið var Isaacman á braut um jörðu í nokkra daga árið 2021. Fyrr á þessu ári fór hann svo ásamt þremur öðrum út í geim og í fyrstu borgaralegu geimferðina. Þá fóru einkageimfararnir í allt að 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu, sem er það lengsta sem nokkur maður hefur farið frá jörðinni síðan síðasta ferðin var farin til tunglsins. Ný geimöld rétt að byrja Trump sagði frá tilnefningunni á samfélagsmiðlum í kvöld og svaraði Isaacman færslu hans á X. Þar sagðist auðjöfurinn þakklátur fyrir tækifærið. „Þar sem ég hef verið svo heppinn að sjá okkar frábæru plánetu úr geimnum, brenn ég fyrir því að Bandaríkin leiði þetta ótrúlegasta ævintýri mannkynssögunnar,“ sagði Isaacman. Ítrekaði hann að hann og áhöfn hans hefðu farið lengra frá jörðinni en nokkur annar í rúma hálfa öld og sagðist sannfærður um að þessu nýja „geimöld“ væri rétt að byrja. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 „Í geimnum má finna fordæmalaus tækifæri til framþróunar í framleiðslu, líftækni, námuvinnslu og mögulega leiðir að nýjum orkugjöfum. Blómlegt geimhagkerfi er óhjákvæmilegt og það mun skapa tækifæri fyrir fjölda fólks til að búa og vinna í geimnum,“ sagði Isaacson, sem er 41 árs gamall. Hann hét því að Bandaríkin myndu aldrei aftur missa getuna til að ferðast út í geim, eins og gerðist eftir að geimskutlurnar voru teknar úr notkun, og undir hans stjórn myndi NASA aldrei sætta sig við annað sæti. „Við munum gefa börnum okkar innblástur til að líta upp og láta sig dreyma um hvað er mögulegt. Bandaríkjamenn munu ganga á tunglinu og Mars og í senn gera lífið betra hér á jörðinni.“ I am honored to receive President Trump’s@realDonaldTrump nomination to serve as the next Administrator of NASA. Having been fortunate to see our amazing planet from space, I am passionate about America leading the most incredible adventure in human history. On my last…— Jared Isaacman (@rookisaacman) December 4, 2024 Vilja iðnað í geimnum Stórveldi heimsins vinna mörg hver að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Í Bandaríkjunum kallast þetta verkefni Artemis-áætlunin. Hún snýr að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Til stendur að skjóta geimförum á braut um tunglið í september á næsta ári og ári eftir það eiga fyrstu geimfararnir að lenda á tunglinu frá árinu 1972, þegar geimfarar Apollo 17 sneru aftur til jarðar. Þá urðu þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Sjá einnig: Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Til lengri tíma snýst þetta verkefni um að koma upp sjálfbærum iðnaði í geimnum, eins og Isaacman nefnir. SpaceX, fyrirtæki Elons Musk, mun spila stóra rullu í Artemis-áætluninni. Fyrirtækið sér þegar um að senda farm og geimfara frá Bandaríkjunum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þá eiga geimfarar að nota Starship-geimfar SpaceX til að lenda á tunglinu, þegar þar að kemur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Geimurinn Tunglið Mars Tengdar fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa samið við SpaceX um að senda kjarnorkuknúið könnunarfar af stað til tunglsins Títan, sem er á braut um Satúrnus, árið 2028. Skjóta á Dragonfly-þyrludrónanum á loft með Falcon Heavy eldflaug SpaceX en ferðin sjálf mun taka sex ár. 26. nóvember 2024 15:38 Leggur upp í leit að lífvænlegum aðstæðum á Evrópu Fyrsti könnunarleiðangurinn til ístunglsins Evrópu gæti hafist í dag með geimskoti bandaríska geimfarsins Europa Clipper. Evrópa þykir einn mest spennandi hnöttur sólkerfisins því neðanjarðarhaf er talið að finna undir ísilögðu yfirborðinu. 14. október 2024 12:02 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56 Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. 23. apríl 2024 23:18 Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Verði tilnefning hans staðfest af öldungadeildinni mun Isaacman taka við af hinum 82 ára gamla Bill Nelson, sem tilnefndur var af Joe Biden. Nelson er fyrrverandi þingmaður á báðum deildum Bandaríkjaþings og fór hann út í geim um borð í geimskutlunni Columbia í janúar 1986 en þá var hann þingmaður í fulltrúadeildinni. Sú geimferð var sú síðasta fyrir Challenger-slysið. Isaacman hefur tvisvar sinnum greitt SpaceX, fyrirtæki Elons Musk, fyrir að senda sig út í geim. Í fyrra skiptið var Isaacman á braut um jörðu í nokkra daga árið 2021. Fyrr á þessu ári fór hann svo ásamt þremur öðrum út í geim og í fyrstu borgaralegu geimferðina. Þá fóru einkageimfararnir í allt að 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu, sem er það lengsta sem nokkur maður hefur farið frá jörðinni síðan síðasta ferðin var farin til tunglsins. Ný geimöld rétt að byrja Trump sagði frá tilnefningunni á samfélagsmiðlum í kvöld og svaraði Isaacman færslu hans á X. Þar sagðist auðjöfurinn þakklátur fyrir tækifærið. „Þar sem ég hef verið svo heppinn að sjá okkar frábæru plánetu úr geimnum, brenn ég fyrir því að Bandaríkin leiði þetta ótrúlegasta ævintýri mannkynssögunnar,“ sagði Isaacman. Ítrekaði hann að hann og áhöfn hans hefðu farið lengra frá jörðinni en nokkur annar í rúma hálfa öld og sagðist sannfærður um að þessu nýja „geimöld“ væri rétt að byrja. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 „Í geimnum má finna fordæmalaus tækifæri til framþróunar í framleiðslu, líftækni, námuvinnslu og mögulega leiðir að nýjum orkugjöfum. Blómlegt geimhagkerfi er óhjákvæmilegt og það mun skapa tækifæri fyrir fjölda fólks til að búa og vinna í geimnum,“ sagði Isaacson, sem er 41 árs gamall. Hann hét því að Bandaríkin myndu aldrei aftur missa getuna til að ferðast út í geim, eins og gerðist eftir að geimskutlurnar voru teknar úr notkun, og undir hans stjórn myndi NASA aldrei sætta sig við annað sæti. „Við munum gefa börnum okkar innblástur til að líta upp og láta sig dreyma um hvað er mögulegt. Bandaríkjamenn munu ganga á tunglinu og Mars og í senn gera lífið betra hér á jörðinni.“ I am honored to receive President Trump’s@realDonaldTrump nomination to serve as the next Administrator of NASA. Having been fortunate to see our amazing planet from space, I am passionate about America leading the most incredible adventure in human history. On my last…— Jared Isaacman (@rookisaacman) December 4, 2024 Vilja iðnað í geimnum Stórveldi heimsins vinna mörg hver að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Í Bandaríkjunum kallast þetta verkefni Artemis-áætlunin. Hún snýr að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Til stendur að skjóta geimförum á braut um tunglið í september á næsta ári og ári eftir það eiga fyrstu geimfararnir að lenda á tunglinu frá árinu 1972, þegar geimfarar Apollo 17 sneru aftur til jarðar. Þá urðu þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Sjá einnig: Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Til lengri tíma snýst þetta verkefni um að koma upp sjálfbærum iðnaði í geimnum, eins og Isaacman nefnir. SpaceX, fyrirtæki Elons Musk, mun spila stóra rullu í Artemis-áætluninni. Fyrirtækið sér þegar um að senda farm og geimfara frá Bandaríkjunum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þá eiga geimfarar að nota Starship-geimfar SpaceX til að lenda á tunglinu, þegar þar að kemur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Geimurinn Tunglið Mars Tengdar fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa samið við SpaceX um að senda kjarnorkuknúið könnunarfar af stað til tunglsins Títan, sem er á braut um Satúrnus, árið 2028. Skjóta á Dragonfly-þyrludrónanum á loft með Falcon Heavy eldflaug SpaceX en ferðin sjálf mun taka sex ár. 26. nóvember 2024 15:38 Leggur upp í leit að lífvænlegum aðstæðum á Evrópu Fyrsti könnunarleiðangurinn til ístunglsins Evrópu gæti hafist í dag með geimskoti bandaríska geimfarsins Europa Clipper. Evrópa þykir einn mest spennandi hnöttur sólkerfisins því neðanjarðarhaf er talið að finna undir ísilögðu yfirborðinu. 14. október 2024 12:02 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56 Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. 23. apríl 2024 23:18 Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa samið við SpaceX um að senda kjarnorkuknúið könnunarfar af stað til tunglsins Títan, sem er á braut um Satúrnus, árið 2028. Skjóta á Dragonfly-þyrludrónanum á loft með Falcon Heavy eldflaug SpaceX en ferðin sjálf mun taka sex ár. 26. nóvember 2024 15:38
Leggur upp í leit að lífvænlegum aðstæðum á Evrópu Fyrsti könnunarleiðangurinn til ístunglsins Evrópu gæti hafist í dag með geimskoti bandaríska geimfarsins Europa Clipper. Evrópa þykir einn mest spennandi hnöttur sólkerfisins því neðanjarðarhaf er talið að finna undir ísilögðu yfirborðinu. 14. október 2024 12:02
Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56
Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. 23. apríl 2024 23:18
Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. 23. febrúar 2024 10:55