Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 06:33 Lögreglan í New York hefur lýst eftir manninum og heitið peningaverðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og sakfellingar. NYPD/AP Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Lögregla hefur notast við dróna, þyrlur og leitarhunda til þess að hafa hendur í hári morðingjans, en morðið náðist á upptöku frá nokkrum sjónarhornum í öryggismyndavélum. Þar sést maðurinn koma aftan að Thompson og skjóta hann ítrekað í bakið með skammbyssu. Aðrar myndavélar náðu flótta mannsins, sem hjólaði inn í Central Park-almenningsgarðinn áður en honum tókst að hylja slóð sína. Vanur að meðhöndla skotvopn Lögreglu hefur ekki enn tekist að hafa uppi á manninum, en Jessica Tisch, lögreglustjóri New York-borgar, segir að þrátt fyrir að ástæða morðsins liggi ekki fyrir sé ljóst að ekki hafi verið um handahófskenndan glæp að ræða. Fjöldi fólks hafi gengið fram hjá byssumanninum áður en hann lét til skarar skríða og skaut Thompson. Maðurinn sé, af myndbandsupptökunum að dæma, þaulvanur meðferð skotvopna. Það sjáist meðal annars á því að honum hafi tekist að bregðast hratt og fumlaust við því þegar byssa hans bilaði í miðri árás. Lögreglan hefur gefið út þó nokkrar myndir af manninum úr öryggismyndavélum, og lofað peningaverðlaunum upp að 10 þúsund dollurum, tæplega 1,4 milljónum króna, fyrir upplýsingar sem leiði til handtöku og sakfellingar mannsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Sjá meira
Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Lögregla hefur notast við dróna, þyrlur og leitarhunda til þess að hafa hendur í hári morðingjans, en morðið náðist á upptöku frá nokkrum sjónarhornum í öryggismyndavélum. Þar sést maðurinn koma aftan að Thompson og skjóta hann ítrekað í bakið með skammbyssu. Aðrar myndavélar náðu flótta mannsins, sem hjólaði inn í Central Park-almenningsgarðinn áður en honum tókst að hylja slóð sína. Vanur að meðhöndla skotvopn Lögreglu hefur ekki enn tekist að hafa uppi á manninum, en Jessica Tisch, lögreglustjóri New York-borgar, segir að þrátt fyrir að ástæða morðsins liggi ekki fyrir sé ljóst að ekki hafi verið um handahófskenndan glæp að ræða. Fjöldi fólks hafi gengið fram hjá byssumanninum áður en hann lét til skarar skríða og skaut Thompson. Maðurinn sé, af myndbandsupptökunum að dæma, þaulvanur meðferð skotvopna. Það sjáist meðal annars á því að honum hafi tekist að bregðast hratt og fumlaust við því þegar byssa hans bilaði í miðri árás. Lögreglan hefur gefið út þó nokkrar myndir af manninum úr öryggismyndavélum, og lofað peningaverðlaunum upp að 10 þúsund dollurum, tæplega 1,4 milljónum króna, fyrir upplýsingar sem leiði til handtöku og sakfellingar mannsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Sjá meira
Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50