Innlent

Mögu­legt að dregið hafi úr ó­róa

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vísindamenn fylgjast vel með framvindu gossins.
Vísindamenn fylgjast vel með framvindu gossins. Vísir/Vilhelm

Stöðug virkni var í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni í nótt. Mögulega hefur gosórói farið lækkandi síðustu sólarhringa.

Þetta kemur fram í stuttri uppfærslutilkynningu frá veðurstofu Íslands. Þar segir að virkni hafi verið stöðug og gosórói nokkuð svipaður. Þó séu mögulega merki um að hann hafi farið lækkandi síðustu þrjá sólarhringa. 

„Virku gígarnir hlaðast áfram upp og rennur hraunflæðið áfram aðallega til suðausturs í átt að Fagradalsfjalli. Framrás hraunjaðarins er þó hæg.“

Veðurspá geri ráð fyrir norðvestanátt í dag og því megi búast við því að gasmengun berist til suðaustur frá gosstöðvunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×