Ten Hag gæti orðið samstarfsmaður Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 10:02 Jürgen Klopp og Erik ten Hag þegar þeir voru knattspyrnustjórar Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Stu Forster Þýska félagið RB Leipzig er sagt vera íhuga það að skipta um þjálfara hjá sér og að stjórnarmenn félagsins horfi í staðinn til fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. Marco Rose yrði þá rekinn og samkvæmt frétt Patrick Berger hjá Sky í Þýskalandi þá er áhugi hjá RB Leipzig að ráða í staðinn Erik ten Hag. Ten Hag missti starfið sitt hjá Manchester United í lok október eftir skelfilegt gengi á tímabilinu. RB Leipzig er eins og er í fjórða sæti þýsku deildarinnar en hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Liðið tapaði 5-1 á móti Wolfsburg um helgina og fékk á sig fjögur mörk í tapleik í leiknum á undan. Fari svo að Ten Hag taki við þýska liðinu þá verður hann orðinn samstarfsmaður Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóra Liverpool. Klopp tekur í janúar við starfi yfirmanns fótboltamála hjá Red Bull fyrirtækinu sem á fótboltafélög út um allan heim. Þar á meðal er þetta RB Leipzig lið í Þýskalandi. Klopp mun því geta haft mikil áhrif á allar ákvarðanir sem eru teknar í kringum RB Leipzig. Það væri vissulega athyglisvert að sjá þá Klopp og Ten Hag vinna saman í að gera fótboltalið Leipzig borgar betra. Þetta eru þó enn bara sögusagnir en þær vekja vissulega talsverða athygli. View this post on Instagram A post shared by Score 90 (@score90) Þýski boltinn Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Fleiri fréttir „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Marco Rose yrði þá rekinn og samkvæmt frétt Patrick Berger hjá Sky í Þýskalandi þá er áhugi hjá RB Leipzig að ráða í staðinn Erik ten Hag. Ten Hag missti starfið sitt hjá Manchester United í lok október eftir skelfilegt gengi á tímabilinu. RB Leipzig er eins og er í fjórða sæti þýsku deildarinnar en hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Liðið tapaði 5-1 á móti Wolfsburg um helgina og fékk á sig fjögur mörk í tapleik í leiknum á undan. Fari svo að Ten Hag taki við þýska liðinu þá verður hann orðinn samstarfsmaður Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóra Liverpool. Klopp tekur í janúar við starfi yfirmanns fótboltamála hjá Red Bull fyrirtækinu sem á fótboltafélög út um allan heim. Þar á meðal er þetta RB Leipzig lið í Þýskalandi. Klopp mun því geta haft mikil áhrif á allar ákvarðanir sem eru teknar í kringum RB Leipzig. Það væri vissulega athyglisvert að sjá þá Klopp og Ten Hag vinna saman í að gera fótboltalið Leipzig borgar betra. Þetta eru þó enn bara sögusagnir en þær vekja vissulega talsverða athygli. View this post on Instagram A post shared by Score 90 (@score90)
Þýski boltinn Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Fleiri fréttir „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“