Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar 5. desember 2024 12:32 Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi. Mikilvægt framlag sjálfboðaliða hefur gert Rauða krossinum kleift að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði hér á landi og víða um heim. Á tímamótum sem þessum gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur mikilvægi sjálfboðastarfa og fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem sjálfboðastörf skapa fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. 100 ár af mannúð Saga Rauða krossins á Íslandi byggir á fjölmörgum verkefnum sem hafa snert líf fólks. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar Rauði krossins meðal annars verið í farabroddi við útbreiðslu skyndihjálpar, stuðlað að bættri þekkingu um heilbrigðismál, tekið á móti og stutt við fólk sem neyðist til að flýja heimaland sitt, veitt sálrænan stuðning og athvarf til fólks í neyð og sinnt hjálparstarfi í kjölfar hamfara. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og taka stöðugt mið af þörfum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða fólk sem býr við einmanaleika, jaðarsetningu eða útlokun af einhverju tagi, leika sjálfboðaliðar lykilhlutverk í því að mæta þörfum fólks og samfélaga í neyð. Saga Rauða krossins er vitnisburður þess að sýna samkennd í verki. Samfélag án sjálfboðaliða? Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélag okkar væri án sjálfboðaliða. Sjálfboðastarf fyllir oft í þau skörð sem opinber velferðarþjónusta ræður ekki við, hvort sem það snýr að félagslegum stuðningi, geðheilbrigðisþjónustu eða aðstoð við fólk í neyð. Án sjálfboðaliða veikist félagsleg aðstoð og þjónusta til muna. Á Íslandi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins skilið eftir sig varanleg áhrif á íslenskt samfélag og unnið að þróun og uppbyggingu á þjónustu sem við teljum sjálfsagða í dag. Þar ber helst að nefna menntun hjúkrunarfræðinga, athvörf fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi, félagsleg úrræði fyrir eldri borgara, akstur sjúkrabifreiða og skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem nota vímuefni. Með ómetanlegu framlagi þeirra hafa stjórnvöld og sveitarfélög getað veitt betri þjónustu og sinnt stærri hópi fólks. Sjálfboðaliðar auka þannig skilvirkni kerfisins og styrkja félagsauð samfélagsins. Hlutverk þeirra er ekki aðeins aðstoð í núinu heldur einnig þáttur í að byggja sjálfbært og samhent samfélag fyrir öll. Sjálfboðastörf: Ávinningur fyrir einstaklinginn Þátttaka í sjálfboðastarfi hefur ekki eingöngu jákvæð áhrif á samfélagið heldur einnig á einstaklinginn sjálfan. Sjálfboðaliðar upplifa oft aukið sjálfstraust, valdeflingu og aukna vellíðan. Verkefnin gefa fólki tækifæri til að efla tengslanetið sitt, víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig færni sem getur komið að góðum notum í atvinnuleit. Sjálfboðastarf getur einnig verið leið til að finna nýjar áherslur í lífi og starfi, eða jafnvel uppgötva nýjan starfsferil. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðastarfi getur haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, dregur úr streitu og eykur almenna ánægju með lífið. Hagur fyrir öll Sjálfboðastarf er eitt af fáum þáttum í lífinu sem öll græða á. Samfélagið verður sterkara, þjónustan betri og einstaklingurinn sjálfur öðlast persónulegan þroska og bætt lífsgæði. Það er ómetanlegt að vita að framlag þitt hefur áhrif – að þú sért hluti af einhverju stærra sem er hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum. Á tímamótum sem þessum er vert að líta fram á veginn. Sjálfboðaliðar verða áfram máttarstólpar í verkefnum Rauða krossins sem og öðrum samfélagslegum umbótum. Það er okkar von að yfirferð þessi hvetji sem flest til að stíga fram og taka þátt. Það er hagur okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Félagasamtök Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi. Mikilvægt framlag sjálfboðaliða hefur gert Rauða krossinum kleift að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði hér á landi og víða um heim. Á tímamótum sem þessum gefst okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur mikilvægi sjálfboðastarfa og fjalla um þau fjölmörgu tækifæri sem sjálfboðastörf skapa fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. 100 ár af mannúð Saga Rauða krossins á Íslandi byggir á fjölmörgum verkefnum sem hafa snert líf fólks. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar Rauði krossins meðal annars verið í farabroddi við útbreiðslu skyndihjálpar, stuðlað að bættri þekkingu um heilbrigðismál, tekið á móti og stutt við fólk sem neyðist til að flýja heimaland sitt, veitt sálrænan stuðning og athvarf til fólks í neyð og sinnt hjálparstarfi í kjölfar hamfara. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og taka stöðugt mið af þörfum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða fólk sem býr við einmanaleika, jaðarsetningu eða útlokun af einhverju tagi, leika sjálfboðaliðar lykilhlutverk í því að mæta þörfum fólks og samfélaga í neyð. Saga Rauða krossins er vitnisburður þess að sýna samkennd í verki. Samfélag án sjálfboðaliða? Það er erfitt að ímynda sér hvernig samfélag okkar væri án sjálfboðaliða. Sjálfboðastarf fyllir oft í þau skörð sem opinber velferðarþjónusta ræður ekki við, hvort sem það snýr að félagslegum stuðningi, geðheilbrigðisþjónustu eða aðstoð við fólk í neyð. Án sjálfboðaliða veikist félagsleg aðstoð og þjónusta til muna. Á Íslandi hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins skilið eftir sig varanleg áhrif á íslenskt samfélag og unnið að þróun og uppbyggingu á þjónustu sem við teljum sjálfsagða í dag. Þar ber helst að nefna menntun hjúkrunarfræðinga, athvörf fyrir fólk sem glímir við heimilisleysi, félagsleg úrræði fyrir eldri borgara, akstur sjúkrabifreiða og skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem nota vímuefni. Með ómetanlegu framlagi þeirra hafa stjórnvöld og sveitarfélög getað veitt betri þjónustu og sinnt stærri hópi fólks. Sjálfboðaliðar auka þannig skilvirkni kerfisins og styrkja félagsauð samfélagsins. Hlutverk þeirra er ekki aðeins aðstoð í núinu heldur einnig þáttur í að byggja sjálfbært og samhent samfélag fyrir öll. Sjálfboðastörf: Ávinningur fyrir einstaklinginn Þátttaka í sjálfboðastarfi hefur ekki eingöngu jákvæð áhrif á samfélagið heldur einnig á einstaklinginn sjálfan. Sjálfboðaliðar upplifa oft aukið sjálfstraust, valdeflingu og aukna vellíðan. Verkefnin gefa fólki tækifæri til að efla tengslanetið sitt, víkka sjóndeildarhringinn og bæta við sig færni sem getur komið að góðum notum í atvinnuleit. Sjálfboðastarf getur einnig verið leið til að finna nýjar áherslur í lífi og starfi, eða jafnvel uppgötva nýjan starfsferil. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðastarfi getur haft jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, dregur úr streitu og eykur almenna ánægju með lífið. Hagur fyrir öll Sjálfboðastarf er eitt af fáum þáttum í lífinu sem öll græða á. Samfélagið verður sterkara, þjónustan betri og einstaklingurinn sjálfur öðlast persónulegan þroska og bætt lífsgæði. Það er ómetanlegt að vita að framlag þitt hefur áhrif – að þú sért hluti af einhverju stærra sem er hreyfiafl jákvæðra breytinga í heiminum. Á tímamótum sem þessum er vert að líta fram á veginn. Sjálfboðaliðar verða áfram máttarstólpar í verkefnum Rauða krossins sem og öðrum samfélagslegum umbótum. Það er okkar von að yfirferð þessi hvetji sem flest til að stíga fram og taka þátt. Það er hagur okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun