„Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 13:49 Maðurinn sagðist sjá mjög eftir háttsemi sinni. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta barnaverndarlög vegna framkomu sinnar gagnvart tveimur ellefu ára drengjum. Manninum er þó ekki gerð refsing í málinu. Málið varðar atvik sem átti sér stað við gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar þann 22. nóvember í fyrra. Honum var gefið að sök að veitast að drengjunum, ýta öðrum þeirra upp við vegg. Síðan hafi hann snúið sér að hinum drengnum og sparkað í hjól hans og tekið það og sett í bílinn sinn. Maðurinn sagði að hann hafi „snappað“ þegar snjóbolta hafi verið kastað í bílrúðu bíls hans. Drengirnir tveir hafa hins vegar hafnað því alfarið frá því að málið kom upp að hafa kastað umræddum snjóbolta. Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn ógnað drengjunum, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. „Hvað voruð þið að spá?“ Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hafi verið að keyra Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut þegar snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bíls hans. Vegna þess hafi hann hrokkið við og næstum því misst stjórn á bílnum. Hann hafi síðan séð drengi hlaupa í burtu, fyllst reiði og elt þá. Hann hafi síðan stöðvað bílinn fyrir framan drengina, farið úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað: „Hvað voruð þið að spá?“ Drengirnir höfnuðu því að hafa kastað snjóboltanum í bílrúðuna. Svo hafi hann rifið í úlpu annar drengsins, sparkað að hinum og sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra. Í reiði sinni hafi hann svo tekið hjólið af öðrum þeirra og sett inn í bílinn. Hann sagðist ekki hafa ætlað að stela hjólinu, heldur hafi hann viljað tala við foreldrana. Sér mjög eftir þessu Maðurinn sagði að hann ætti erfitt með að útskýra þessa hegðun sína. Hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu, og sjá mjög eftir gjörðum sínum. Að mati héraðsdóms var atlaga mannsins ruddaleg. Ógnandi framkoma hans hafi verið til þess fallin að valda ótta hjá drengjunum. Hann var ákærður fyrir líkamsárás en að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að hann hefði ráðist á þá. Hins vegar væri um barnaverndarlagabrot að ræða. Fram kemur að maðurinn hefði samið við drengina um bætur. Og í ljósi þess að hann hefði gengist við háttseminni og sýnt iðrun var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu hans. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Málið varðar atvik sem átti sér stað við gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar þann 22. nóvember í fyrra. Honum var gefið að sök að veitast að drengjunum, ýta öðrum þeirra upp við vegg. Síðan hafi hann snúið sér að hinum drengnum og sparkað í hjól hans og tekið það og sett í bílinn sinn. Maðurinn sagði að hann hafi „snappað“ þegar snjóbolta hafi verið kastað í bílrúðu bíls hans. Drengirnir tveir hafa hins vegar hafnað því alfarið frá því að málið kom upp að hafa kastað umræddum snjóbolta. Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn ógnað drengjunum, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. „Hvað voruð þið að spá?“ Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hafi verið að keyra Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut þegar snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bíls hans. Vegna þess hafi hann hrokkið við og næstum því misst stjórn á bílnum. Hann hafi síðan séð drengi hlaupa í burtu, fyllst reiði og elt þá. Hann hafi síðan stöðvað bílinn fyrir framan drengina, farið úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað: „Hvað voruð þið að spá?“ Drengirnir höfnuðu því að hafa kastað snjóboltanum í bílrúðuna. Svo hafi hann rifið í úlpu annar drengsins, sparkað að hinum og sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra. Í reiði sinni hafi hann svo tekið hjólið af öðrum þeirra og sett inn í bílinn. Hann sagðist ekki hafa ætlað að stela hjólinu, heldur hafi hann viljað tala við foreldrana. Sér mjög eftir þessu Maðurinn sagði að hann ætti erfitt með að útskýra þessa hegðun sína. Hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu, og sjá mjög eftir gjörðum sínum. Að mati héraðsdóms var atlaga mannsins ruddaleg. Ógnandi framkoma hans hafi verið til þess fallin að valda ótta hjá drengjunum. Hann var ákærður fyrir líkamsárás en að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að hann hefði ráðist á þá. Hins vegar væri um barnaverndarlagabrot að ræða. Fram kemur að maðurinn hefði samið við drengina um bætur. Og í ljósi þess að hann hefði gengist við háttseminni og sýnt iðrun var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu hans.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira