Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 5. desember 2024 22:20 Dominykas Milka og félagar í Njarðvík hafa komið flestum á óvart með frammistöðu sinni á tímabilinu. Njarðvík er í 3. sæti Bónus deildarinnar. vísir/Hulda Margrét Njarðvík tók á móti Grindavík í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar níunda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína í kvöld. Bæði lið eru í harðri baráttu um að halda í við topp deildarinnar. Það fór svo að Njarðvík hafði betur í spennandi leik, 94-87. Grindavík tók uppkastið og byrjuðu á að setja fyrstu fimm stigin á töfluna. Gestirnir litu vel út í upphafi en það voru heimamenn sem náðu að snúa við taflinu og settu næstu ellefu stig til að taka forystuna. Leikurinn var mjög jafn lengst af í fyrsta leikhluta en Njarðvík náði öðru áhlaupi rétt fyrir lok leikhlutans og fóru með átta stiga forystu inn í annan leikhluta, 26-18. Í öðrum leikhluta var það Njarðvík sem setti tóninn með þriggja stig körfu strax í fyrstu sókn. Mario Matasovic var þá óvaldaður fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvík hélt áfram að setja stór skot og ná stoppi á gestina. Maður fann það að Grindavík voru farnir að pirrast svolítið þegar leið á leikhlutann. Njarðvíkingar gerðu vel og fóru með fjórtán stiga forskot inn í hálfleikinn, 51-37. Grindavík mætti út í seinni hálfleikinn með krafti og virkaði eins og hálfleikurinn hefði endurstillt þá. Gestirnir fóru að setja stór skot en náðu þó ekki að stöðva Njarðvíkinga á milli. Heimamenn náðu hins vegar frábærum kafla um miðbik leikhlutans og fóru mest í nítján stiga forskot. Grindavík náði aftur á móti góðum endasprett og fóru einungis þrettán stigum á eftir Njarðvík inn í fjórða leikhluta, 72-59. DeAndre Kane setti fyrstu stig fjórða leikhluta fyrir Grindavík. Það var ljóst að mikil spenna og barátta átti eftir að einkenna fjórða leikhluta og varð það svo sannarlega raunin. Leikurinn gekk endana á milli og skiptust bæði lið á að setja stór skot. Eftir mikla spennu undir lokin var það þó Njarðvík sem hrósaði sjö stiga sigri, 94-87. Atvik leiksins Í þriðja leikhluta stela Njarðvíkingar tvisvar boltanum í röð og fara í kjölfarið á flug sem lagði grunninn af góðum sigri hér í kvöld. Stjörnur og skúrkar Þegar mest á reyndi voru það Veigar Páll Alexandersson og Mario Matasovic sem lokuðu leiknum fyrir Njarðvík. Khalil Shabazz hafði lagt frábæran grunn fyrir þá en var búin að villa sig úr leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir. Þessir þrír ásamt Milka voru frábærir fyrir heimamenn í kvöld. Það er svo sem hægt að nefna flesta í lið Njarðvíkur sem lagði líf og sál í þetta. Hjá Grindavík var Deandre Kane stigahæstur með 24 stig og reif niður 11 fráköst að auki. Devon Tomas var þá með 22 stig Dómararnir Það kom alveg kafli þar sem maður óttaðist að þeir væru að missa tökin. Grindvíkingar í stúkunni létu fljótt vita af því að þeim fannst ekki jafnt dæmt á báða bóga og má alveg færa rök fyrir því að einhverju leyti. Að því sögðu þá er frammistaða dómarana hér í kvöld ekki það sem skar á milli. Steming og umgjörð Það var frábær mæting í IceMar-höllina í kvöld. Það myndaðist alvöru stemning bæði hjá Njarðvík og Grindavík. Umgjörðin er alltaf upp á 10,5 hérna í nýja húsinu í Njarðvík. Viðtöl „Við skítféllum á prófinu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur í leikslok.vísir/jón gautur „Við vorum bara of lengi af stað og Njarðvíkingar gerðu bara vel. Hrós á þá. Við skítféllum á prófinu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, svekktur í leikslok. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og náðu á kafla nítján stiga forskoti. Hvað var það sem gerðist sem kom Njarðvíkingum svona langt fram úr? „Það var mikið meiri ákefð, mikið meiri vilji og kraftur í Njarðvíkingum. Við í gegnum allan leikinn hittum ekki neitt. Þeir „gambla“ og það gekk upp og þar af leiðandi vil ég tala um vel gert hjá þeim og bara hrós á Njarðvík,“ sagði Jóhann. „Við skítféllum á prófinu. Njarðvíkingar eru í þeirri stöðu sem að þeir eru því að þeirra ákefð og þeirra orkustig er bara til mikillar fyrirmyndar.“ Leikurinn varð gríðarlega spennandi undir lokin og náðu Grindvíkingar að minnka þetta niður í eitt stig þegar komið var á síðustu mínútu leiksins. „Við vorum góðir eða náðum að bíta frá okkur síðustu fjórar, fimm mínúturnar og miðað við hvernig við spilum lungað af leiknum að þá er það bara nokkuð gott, veit ekki hvort það sé jákvætt. Við töluðum um það alla vikuna að það sem við þyrftum að gera númer eitt, tvö og þrjú er að mæta þeim í ákvefð og orku. Við vorum bara eins langt frá því og við gátum.“ „Rúnar var skýr á því að menn þyrftu að stíga upp“ „Þetta var mjög sætt. Mjög gott að koma hérna og ná tveimur sigrum í röð,“ sagði Veigar Páll Alexandersson, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn í kvöld. Það var mikil spenna og barátta í leiknum og vildi Veigar Páll meina að vörnin hafi lagt grunninn að sigri Njarðvíkur í kvöld. „Við spiluðum góða vörn fannst mér, svona heilt yfir. Við lögðum mikla vinnu í það í vikunni og spiluðum bara sem lið og það er búið að ganga vel.“ Veigar Páll hefur fengið meiri ábyrgð í liði Njarðvíkur og þá sérstaklega í fjarveru lykilmanna eins og Dwayne Lautier-Ogunleye. „Eftir að Dwayne er náttúrulega meiddur núna og kemur vonandi í mars. Rúnar var skýr á því að menn þyrftu að stíga upp þegar hann er farinn og ég er bara að gera mitt besta til að gera það.“ Njarðvíkingar horfa spenntir á framhaldið. „Við erum að spila bikarleik á sunnudaginn og svo er ég mjög spenntur fyrir Tindastól næst og Stjörnunni.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík
Njarðvík tók á móti Grindavík í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar níunda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína í kvöld. Bæði lið eru í harðri baráttu um að halda í við topp deildarinnar. Það fór svo að Njarðvík hafði betur í spennandi leik, 94-87. Grindavík tók uppkastið og byrjuðu á að setja fyrstu fimm stigin á töfluna. Gestirnir litu vel út í upphafi en það voru heimamenn sem náðu að snúa við taflinu og settu næstu ellefu stig til að taka forystuna. Leikurinn var mjög jafn lengst af í fyrsta leikhluta en Njarðvík náði öðru áhlaupi rétt fyrir lok leikhlutans og fóru með átta stiga forystu inn í annan leikhluta, 26-18. Í öðrum leikhluta var það Njarðvík sem setti tóninn með þriggja stig körfu strax í fyrstu sókn. Mario Matasovic var þá óvaldaður fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvík hélt áfram að setja stór skot og ná stoppi á gestina. Maður fann það að Grindavík voru farnir að pirrast svolítið þegar leið á leikhlutann. Njarðvíkingar gerðu vel og fóru með fjórtán stiga forskot inn í hálfleikinn, 51-37. Grindavík mætti út í seinni hálfleikinn með krafti og virkaði eins og hálfleikurinn hefði endurstillt þá. Gestirnir fóru að setja stór skot en náðu þó ekki að stöðva Njarðvíkinga á milli. Heimamenn náðu hins vegar frábærum kafla um miðbik leikhlutans og fóru mest í nítján stiga forskot. Grindavík náði aftur á móti góðum endasprett og fóru einungis þrettán stigum á eftir Njarðvík inn í fjórða leikhluta, 72-59. DeAndre Kane setti fyrstu stig fjórða leikhluta fyrir Grindavík. Það var ljóst að mikil spenna og barátta átti eftir að einkenna fjórða leikhluta og varð það svo sannarlega raunin. Leikurinn gekk endana á milli og skiptust bæði lið á að setja stór skot. Eftir mikla spennu undir lokin var það þó Njarðvík sem hrósaði sjö stiga sigri, 94-87. Atvik leiksins Í þriðja leikhluta stela Njarðvíkingar tvisvar boltanum í röð og fara í kjölfarið á flug sem lagði grunninn af góðum sigri hér í kvöld. Stjörnur og skúrkar Þegar mest á reyndi voru það Veigar Páll Alexandersson og Mario Matasovic sem lokuðu leiknum fyrir Njarðvík. Khalil Shabazz hafði lagt frábæran grunn fyrir þá en var búin að villa sig úr leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir. Þessir þrír ásamt Milka voru frábærir fyrir heimamenn í kvöld. Það er svo sem hægt að nefna flesta í lið Njarðvíkur sem lagði líf og sál í þetta. Hjá Grindavík var Deandre Kane stigahæstur með 24 stig og reif niður 11 fráköst að auki. Devon Tomas var þá með 22 stig Dómararnir Það kom alveg kafli þar sem maður óttaðist að þeir væru að missa tökin. Grindvíkingar í stúkunni létu fljótt vita af því að þeim fannst ekki jafnt dæmt á báða bóga og má alveg færa rök fyrir því að einhverju leyti. Að því sögðu þá er frammistaða dómarana hér í kvöld ekki það sem skar á milli. Steming og umgjörð Það var frábær mæting í IceMar-höllina í kvöld. Það myndaðist alvöru stemning bæði hjá Njarðvík og Grindavík. Umgjörðin er alltaf upp á 10,5 hérna í nýja húsinu í Njarðvík. Viðtöl „Við skítféllum á prófinu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur í leikslok.vísir/jón gautur „Við vorum bara of lengi af stað og Njarðvíkingar gerðu bara vel. Hrós á þá. Við skítféllum á prófinu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, svekktur í leikslok. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og náðu á kafla nítján stiga forskoti. Hvað var það sem gerðist sem kom Njarðvíkingum svona langt fram úr? „Það var mikið meiri ákefð, mikið meiri vilji og kraftur í Njarðvíkingum. Við í gegnum allan leikinn hittum ekki neitt. Þeir „gambla“ og það gekk upp og þar af leiðandi vil ég tala um vel gert hjá þeim og bara hrós á Njarðvík,“ sagði Jóhann. „Við skítféllum á prófinu. Njarðvíkingar eru í þeirri stöðu sem að þeir eru því að þeirra ákefð og þeirra orkustig er bara til mikillar fyrirmyndar.“ Leikurinn varð gríðarlega spennandi undir lokin og náðu Grindvíkingar að minnka þetta niður í eitt stig þegar komið var á síðustu mínútu leiksins. „Við vorum góðir eða náðum að bíta frá okkur síðustu fjórar, fimm mínúturnar og miðað við hvernig við spilum lungað af leiknum að þá er það bara nokkuð gott, veit ekki hvort það sé jákvætt. Við töluðum um það alla vikuna að það sem við þyrftum að gera númer eitt, tvö og þrjú er að mæta þeim í ákvefð og orku. Við vorum bara eins langt frá því og við gátum.“ „Rúnar var skýr á því að menn þyrftu að stíga upp“ „Þetta var mjög sætt. Mjög gott að koma hérna og ná tveimur sigrum í röð,“ sagði Veigar Páll Alexandersson, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn í kvöld. Það var mikil spenna og barátta í leiknum og vildi Veigar Páll meina að vörnin hafi lagt grunninn að sigri Njarðvíkur í kvöld. „Við spiluðum góða vörn fannst mér, svona heilt yfir. Við lögðum mikla vinnu í það í vikunni og spiluðum bara sem lið og það er búið að ganga vel.“ Veigar Páll hefur fengið meiri ábyrgð í liði Njarðvíkur og þá sérstaklega í fjarveru lykilmanna eins og Dwayne Lautier-Ogunleye. „Eftir að Dwayne er náttúrulega meiddur núna og kemur vonandi í mars. Rúnar var skýr á því að menn þyrftu að stíga upp þegar hann er farinn og ég er bara að gera mitt besta til að gera það.“ Njarðvíkingar horfa spenntir á framhaldið. „Við erum að spila bikarleik á sunnudaginn og svo er ég mjög spenntur fyrir Tindastól næst og Stjörnunni.“