„Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að taka við jafn sterku íþróttafélagi og Valur er, með 113 ára sögu í íslensku íþróttasamfélagi. Hlíðarendi er einstakur staður, og ég hlakka til að vinna með því frábæra starfsfólki, stjórnum, sjálfboðaliðum, foreldrum og iðkendum sem fylla húsið alla daga,“ er haft eftir Jóhönnu í fréttatilkynningu frá Val.
Styrmir var ráðinn framkvæmdastjóri Vals í febrúar en hann tók við starfinu af Sigursteini Stefánssyni.
Nokkrar breytingar hafa orðið hjá Val að undanförnu en Börkur Edvardsson lét af störfum sem formaður knattspyrnudeildar félagsins í haust eftir hafa verið þar fremstur í stafni um árabil.
Björn Steinar Jónsson var kjörinn formaður knattspyrnudeildar Vals í stað Barkar.