Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 18:49 Uppreisnarmenn hafa sótt gífurlega hratt fram gegn Assad-liðum á undanförnum dögum. Getty/Abdulfettah Huseyin Uppreisnar- og vígamenn hafa rekið stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama. Það er ein af stærri borgum landsins en einungis tveir dagar eru síðan uppreisnarmennirnir hófu sóknina að borginni og var það í kjölfar óvæntrar skyndisóknar gegn Aleppo, í norðvesturhluta landsins. Aleppo féll að miklu leyti í hendur uppreisnarmanna án þungra bardaga en það gerði Hama ekki. Stjórnarherinn reyndi að verja borgina en þurfti að hörfa þaðan. Í yfirlýsingu var því haldið fram að herinn hefði hörfað til að verja líf íbúa borgarinnar, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Uppreisnarmenn hafa haldið áfram sókn sinni til suðurs í dag, eftir fall Hama, og eru sagðir komnir að jaðri Homs. Þangað er stjórnarherinn sagður hafa hörfað og leiðtogar uppreisnarmannana hafa þegar sagt að hún sé næst á lista hjá þeim. Large convoys of Syrian rebel forces seen making their way south to Homs, Syria's third largest city and the last major regime stronghold before the capital Damascus. pic.twitter.com/AJXuqeuHEv— Ariel Oseran (@ariel_oseran) December 5, 2024 Takist þeim að reka herinn frá Homs gæt Damascus, höfuðborg landsins verið næst til að falla. Homs tengir Damascus við aðra hluta landsins, eins og til dæmis Tartushérað og Latakia, þar sem Rússar eru með her- og flotastöð. Fregnir hafa borist af miklu öngþveiti í Homs og að fólk flýi þaðan í massavís. Þar á meðal berast fregnir af flýjandi hermönnum en það er enn sem komið er alfarið óstaðfest. There’s a traffic jam all the way from Homs to Tartous as regime supporters flee the advancing rebels. If Homs falls, Damascus is cut off from its heartland pic.twitter.com/zBgZk8ZdC0— Liz Sly (@LizSly) December 5, 2024 Aðrar fylkingar á hreyfingu Í aðdraganda árásarinnar að Hama réðust uppreisnarmennirnir á nærliggjandi bæi og fóru langleiðina með að umkringja borgina áður en ráðist var á hana. Þrátt fyrir umfangsmikil og mannskæð átök víðsvegar um Sýrland frá því borgarstyrjöldin hófst þar hafði víglínan lítið sem ekkert hreyfst frá 2020. Það breyttist í síðustu viku. Sókn uppreisnarmannanna hefur gengið gífurlega hratt fyrir sig og hafa orðið gífurlegar breytingar á yfirráðasvæði mismunandi fylkinga Sýrlands. Aðrir uppreisnarhópar í norðurhluta landsins hafa sótt fram á svæðum sem var stýrt af stjórnarhernu og reynt að sækja fram gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra í regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces. Leiðtogar SDF hafa einni sagt frá því í dag að vígamenn Íslamska ríkisins, sem haldið hafa til í eyðimörkinni um miðbik Sýrlands hafi tekið yfir nokkur þorp í Homs- og Deir Ezzor-héruðum, eftir að stjórnarherinn hörfaði þar. Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar sagt að ISIS-liðar væru að fjölga árásum gegn stjórnarhernum og SDF í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak og hafa Bandaríkjamenn einnig fjölgað loftárásum sínum gegn þeim. Sjá má grófa mynd af stöðunni á korti Liveuamap. Hafa undirbúið sig vel í gegnum árin Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. Rætur HTS má í einföldu máli rekja til upprisu Íslamska ríkisins en margir af upprunalegum meðlimum hópsins fóru frá Írak til Sýrlands á sínum tíma, með því markmiði að berjast við stjórnarhers Assads og stofna kalífadæmi þar. Árið 2013 reyndu leiðtogar Íslamska ríkisins að þvinga sameiningu ISIS og Nusra og það tóku leiðtogar síðarnefndu samtakanna ekki í mál. Þess í stað gengu þeir í lið með al-Qaeda og í gegnum árin hafa HTS-liðar reglulega handsamað ISIS-liða í Sýrlandi og tekið þá af lífi. Árið 2016 slitu leiðtogar Nusra svo tengslin við al-Qaeda og nefndu vígahópinn Hayat Tahrir al-Sham. Síðan þá hafa þeir brugðist harkalega við tilraunum leiðtoga al-Qaeda samtakanna til að koma upp sveitum á yfirráðasvæði HTS. Á undanförnum árum hafa Joulani og aðrir leiðtogar HTS varið mikilli vinnu í að leggja grunninn að velgengni undanfarinna daga, eins og fram kemur í nýlegri grein sérfræðings í málefnum Mið-Austurlanda á vefnum War on the Rocks. Frá því vopnahléi var komið á í mars 2020 hefur Joulani komið á laggirnar borgaralegum stofnunum á yfirráðasvæði HTS og byggt upp innviði. Þessar stofnanir eru þegar byrjaðar að starfa í Aleppo og öðrum bæjum sem uppreisnarmennirnir hafa tekið. Sýrland Hernaður Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Aleppo féll að miklu leyti í hendur uppreisnarmanna án þungra bardaga en það gerði Hama ekki. Stjórnarherinn reyndi að verja borgina en þurfti að hörfa þaðan. Í yfirlýsingu var því haldið fram að herinn hefði hörfað til að verja líf íbúa borgarinnar, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Uppreisnarmenn hafa haldið áfram sókn sinni til suðurs í dag, eftir fall Hama, og eru sagðir komnir að jaðri Homs. Þangað er stjórnarherinn sagður hafa hörfað og leiðtogar uppreisnarmannana hafa þegar sagt að hún sé næst á lista hjá þeim. Large convoys of Syrian rebel forces seen making their way south to Homs, Syria's third largest city and the last major regime stronghold before the capital Damascus. pic.twitter.com/AJXuqeuHEv— Ariel Oseran (@ariel_oseran) December 5, 2024 Takist þeim að reka herinn frá Homs gæt Damascus, höfuðborg landsins verið næst til að falla. Homs tengir Damascus við aðra hluta landsins, eins og til dæmis Tartushérað og Latakia, þar sem Rússar eru með her- og flotastöð. Fregnir hafa borist af miklu öngþveiti í Homs og að fólk flýi þaðan í massavís. Þar á meðal berast fregnir af flýjandi hermönnum en það er enn sem komið er alfarið óstaðfest. There’s a traffic jam all the way from Homs to Tartous as regime supporters flee the advancing rebels. If Homs falls, Damascus is cut off from its heartland pic.twitter.com/zBgZk8ZdC0— Liz Sly (@LizSly) December 5, 2024 Aðrar fylkingar á hreyfingu Í aðdraganda árásarinnar að Hama réðust uppreisnarmennirnir á nærliggjandi bæi og fóru langleiðina með að umkringja borgina áður en ráðist var á hana. Þrátt fyrir umfangsmikil og mannskæð átök víðsvegar um Sýrland frá því borgarstyrjöldin hófst þar hafði víglínan lítið sem ekkert hreyfst frá 2020. Það breyttist í síðustu viku. Sókn uppreisnarmannanna hefur gengið gífurlega hratt fyrir sig og hafa orðið gífurlegar breytingar á yfirráðasvæði mismunandi fylkinga Sýrlands. Aðrir uppreisnarhópar í norðurhluta landsins hafa sótt fram á svæðum sem var stýrt af stjórnarhernu og reynt að sækja fram gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra í regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces. Leiðtogar SDF hafa einni sagt frá því í dag að vígamenn Íslamska ríkisins, sem haldið hafa til í eyðimörkinni um miðbik Sýrlands hafi tekið yfir nokkur þorp í Homs- og Deir Ezzor-héruðum, eftir að stjórnarherinn hörfaði þar. Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar sagt að ISIS-liðar væru að fjölga árásum gegn stjórnarhernum og SDF í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak og hafa Bandaríkjamenn einnig fjölgað loftárásum sínum gegn þeim. Sjá má grófa mynd af stöðunni á korti Liveuamap. Hafa undirbúið sig vel í gegnum árin Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. Rætur HTS má í einföldu máli rekja til upprisu Íslamska ríkisins en margir af upprunalegum meðlimum hópsins fóru frá Írak til Sýrlands á sínum tíma, með því markmiði að berjast við stjórnarhers Assads og stofna kalífadæmi þar. Árið 2013 reyndu leiðtogar Íslamska ríkisins að þvinga sameiningu ISIS og Nusra og það tóku leiðtogar síðarnefndu samtakanna ekki í mál. Þess í stað gengu þeir í lið með al-Qaeda og í gegnum árin hafa HTS-liðar reglulega handsamað ISIS-liða í Sýrlandi og tekið þá af lífi. Árið 2016 slitu leiðtogar Nusra svo tengslin við al-Qaeda og nefndu vígahópinn Hayat Tahrir al-Sham. Síðan þá hafa þeir brugðist harkalega við tilraunum leiðtoga al-Qaeda samtakanna til að koma upp sveitum á yfirráðasvæði HTS. Á undanförnum árum hafa Joulani og aðrir leiðtogar HTS varið mikilli vinnu í að leggja grunninn að velgengni undanfarinna daga, eins og fram kemur í nýlegri grein sérfræðings í málefnum Mið-Austurlanda á vefnum War on the Rocks. Frá því vopnahléi var komið á í mars 2020 hefur Joulani komið á laggirnar borgaralegum stofnunum á yfirráðasvæði HTS og byggt upp innviði. Þessar stofnanir eru þegar byrjaðar að starfa í Aleppo og öðrum bæjum sem uppreisnarmennirnir hafa tekið.
Sýrland Hernaður Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira