Emil: Stundum þarf breytingar Árni Jóhannsson skrifar 5. desember 2024 21:14 Emil Barja á hliðarlínunni ásamt einum af dómurum leiksins. Vísir/Diego Emil Barja er í afleysingavinnu hjá meistaraflokki Hauka í körfuknattleik og það hefur haft góð áhrif á liðið sem vann Val í hörkuleik í 9. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hann var mjög ánægður með sína menn en mun ekki vera í umræðunni um að taka starfið að sér. Leikurinn var mjög skrýtinn til að vera hreinskilinn. Kaflaskiptur með eindæmum og Emil var spurður að því hvað hafi skilað Haukum langþráðum sigri. „Við vorum bara „clutch“ í lokin. Það er það sem skiptir mestu máli. Þeir áttu tvo stóra spretti í upphafi leiks og upphafi seinni hálfleiks og við náðum bara að svara þeim báðum.“ Haukar hafa verið daprir í vetur, óheppnir og andlausir á köflu og því þarf að spyrja hvað hafi verið í gangi í kvöld hjá þeim. „Stundum þarf bara einhverja smá breytingu. Ekki það að Maté hafi ekki gert vel með þetta lið. Hann gerði bara eins vel og hægt var. Stundum þarf bara að láta þjálfara fara og þá átta leikmenn sig á því að það er þeim að kenna að hann missti vinnuna. Það var dálítið þannig í kvöld. Þeir vildu sýna að þeir eru betri en taflan segir.“ Hvernig var fyrir Emil að koma inn í klefann í þessu ástandi sem Haukar hafa verið í og hvað þarf að gera til að halda þessu áfram? „Það eru allir tilbúnir að gera betur og stíga aðeins upp. Ég hef fulla trú á því að þetta lið bjargi sér frá falli. Það þarf svo bara að halda áfram þessum leik. Það er margt sem má bæta, Taiwo skorar 36 stig og það sem við lögðum upp með fyrir hann var ekki að ganga. Við þurfum að halda áfram þessari baráttu og stemmningu og þá koma sigurleikirnir.“ Emil var spurður að því hvort hann vissi hver staðan væri á þjálfaraleitinni hjá Haukum og hvort hann kæmi til greina í starfið. „Það er bara verið að leita og finna einhvern flottan til að taka við þessu. Ég var spurður en ég ætla að einbeita mér að kvennaliðinu í vetur. Ég verð með liðið líklega til áramóta og þá verður vonandi búið að finna einhvern til að taka við þessu.“ Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. 5. desember 2024 18:31 Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Leikurinn var mjög skrýtinn til að vera hreinskilinn. Kaflaskiptur með eindæmum og Emil var spurður að því hvað hafi skilað Haukum langþráðum sigri. „Við vorum bara „clutch“ í lokin. Það er það sem skiptir mestu máli. Þeir áttu tvo stóra spretti í upphafi leiks og upphafi seinni hálfleiks og við náðum bara að svara þeim báðum.“ Haukar hafa verið daprir í vetur, óheppnir og andlausir á köflu og því þarf að spyrja hvað hafi verið í gangi í kvöld hjá þeim. „Stundum þarf bara einhverja smá breytingu. Ekki það að Maté hafi ekki gert vel með þetta lið. Hann gerði bara eins vel og hægt var. Stundum þarf bara að láta þjálfara fara og þá átta leikmenn sig á því að það er þeim að kenna að hann missti vinnuna. Það var dálítið þannig í kvöld. Þeir vildu sýna að þeir eru betri en taflan segir.“ Hvernig var fyrir Emil að koma inn í klefann í þessu ástandi sem Haukar hafa verið í og hvað þarf að gera til að halda þessu áfram? „Það eru allir tilbúnir að gera betur og stíga aðeins upp. Ég hef fulla trú á því að þetta lið bjargi sér frá falli. Það þarf svo bara að halda áfram þessum leik. Það er margt sem má bæta, Taiwo skorar 36 stig og það sem við lögðum upp með fyrir hann var ekki að ganga. Við þurfum að halda áfram þessari baráttu og stemmningu og þá koma sigurleikirnir.“ Emil var spurður að því hvort hann vissi hver staðan væri á þjálfaraleitinni hjá Haukum og hvort hann kæmi til greina í starfið. „Það er bara verið að leita og finna einhvern flottan til að taka við þessu. Ég var spurður en ég ætla að einbeita mér að kvennaliðinu í vetur. Ég verð með liðið líklega til áramóta og þá verður vonandi búið að finna einhvern til að taka við þessu.“
Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. 5. desember 2024 18:31 Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. 5. desember 2024 18:31