„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 11:25 Bjarni bíður átekta hvað varðar stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. Líkt og alþjóð veit eru formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að funda nokkuð stíft um myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. Á meðan sú stjórn, eða önnur eftir atvikum, hefur ekki verið mynduð situr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem fastast sem starfsstjórn. Sú stjórn kom saman til fundar í morgun og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður tók Bjarna tali að fundi loknum. Öll mynstur kalla á aðkomu Valkyrjanna Bjarni segir að hann hafi rætt við formenn annarra flokka frá því að kosið var fyrir tæpri viku. Nú séu þrír flokkar að vinna að því að mynda meirihluta á þinginu og honum sé ekki kunnugt um að aðrar meirihlutaviðræður séu í gangi, enda myndi það kalla á aðkomu einhverra af þessum þremur flokkum. „En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“ Úttalar sig ekki Bjarni segir að hann hafi þegar tjáð sig opinberlega um það að hann hafi átt samtöl um myndun áðurnefndar borgaralegrar ríkisstjórnar en hann muni ekki rekja þau í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að þau samtöl hafi verið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sigurður Ingi útilokar að taka þátt í ríkisstjórn Rætt var við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann leiðir fimm manna þingflokk og gæti því hugsanlega haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Hann segir aftur á móti að Framsókn muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Kosningarnar voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessi þrír flokkar axli þá ábyrgð. Kosningarnar enduðu þannig að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Fleiri fréttir Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Sjá meira
Líkt og alþjóð veit eru formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að funda nokkuð stíft um myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. Á meðan sú stjórn, eða önnur eftir atvikum, hefur ekki verið mynduð situr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem fastast sem starfsstjórn. Sú stjórn kom saman til fundar í morgun og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður tók Bjarna tali að fundi loknum. Öll mynstur kalla á aðkomu Valkyrjanna Bjarni segir að hann hafi rætt við formenn annarra flokka frá því að kosið var fyrir tæpri viku. Nú séu þrír flokkar að vinna að því að mynda meirihluta á þinginu og honum sé ekki kunnugt um að aðrar meirihlutaviðræður séu í gangi, enda myndi það kalla á aðkomu einhverra af þessum þremur flokkum. „En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“ Úttalar sig ekki Bjarni segir að hann hafi þegar tjáð sig opinberlega um það að hann hafi átt samtöl um myndun áðurnefndar borgaralegrar ríkisstjórnar en hann muni ekki rekja þau í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að þau samtöl hafi verið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sigurður Ingi útilokar að taka þátt í ríkisstjórn Rætt var við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann leiðir fimm manna þingflokk og gæti því hugsanlega haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Hann segir aftur á móti að Framsókn muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Kosningarnar voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessi þrír flokkar axli þá ábyrgð. Kosningarnar enduðu þannig að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Fleiri fréttir Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Sjá meira