Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. desember 2024 13:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eru öll sátt við ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis-og matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Ráðherrar í starfstjórn styðja ákvörðun forsætisráðherra að leyfa hvalveiðar og telja að ekki hafi þurft að bera málið undir þau áður en ákvörðun var tekin. Formaður Framsóknarflokksins styður ákvörðunina og bendir á að ráðherrar hafi áður tekið ákvarðanir um hvalveiðar í öðrum starfsstjórnum. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og matvælaráðherra um að leyfa í gær hvalveiðar til fimm ára hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég kynnti niðurstöðu mína um að leyfa hvalveiðar á fundi starfsstjórnar. Það var lítil umræða. Málið þurfti sinn afgreiðslutíma í ráðuneytinu og því þurfti að gefa leyfin út núna. Við erum alltaf að taka nýjar ákvarðanir í ráðuneytunum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna,“ segir Þórdís. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Framsóknarflokkurinn hlynntur hvalveiðum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gerir engar athugasemdir við ákvörðunina. „Við í Framsókn styðjum það að leyfa hvalveiðar og sjálfbærar veiðar. Við höfum alltaf gert það. Það eru fordæmi fyrir þessu árið 2009 þegar Einar Kristinn Guðfinnsson gerði þetta í starfsstjórn. Aftur breytir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2017 þegar hún var líka í starfsstjórn ákveðnum takmörkunum. Þannig að ég geri engar athugasemdir við það þar sem þetta er eðlileg starfsemi hér á landi,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði átt að taka ákvörðun til hvalveiða til skemmri tíma en fimm ára í ljósi þess hversu umdeild ákvörðunin er svarar Sigurður: „Það verður þú að spyrja hann um. Ég styð hvalveiðar. Ég tel alls ekki að það hefði þurft að ræða ákvörðunina í starfsstjórn áður en hún var tilkynnt,“ segir Sigurður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og matvælaráðherra um að leyfa í gær hvalveiðar til fimm ára hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég kynnti niðurstöðu mína um að leyfa hvalveiðar á fundi starfsstjórnar. Það var lítil umræða. Málið þurfti sinn afgreiðslutíma í ráðuneytinu og því þurfti að gefa leyfin út núna. Við erum alltaf að taka nýjar ákvarðanir í ráðuneytunum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna,“ segir Þórdís. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Framsóknarflokkurinn hlynntur hvalveiðum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gerir engar athugasemdir við ákvörðunina. „Við í Framsókn styðjum það að leyfa hvalveiðar og sjálfbærar veiðar. Við höfum alltaf gert það. Það eru fordæmi fyrir þessu árið 2009 þegar Einar Kristinn Guðfinnsson gerði þetta í starfsstjórn. Aftur breytir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2017 þegar hún var líka í starfsstjórn ákveðnum takmörkunum. Þannig að ég geri engar athugasemdir við það þar sem þetta er eðlileg starfsemi hér á landi,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði átt að taka ákvörðun til hvalveiða til skemmri tíma en fimm ára í ljósi þess hversu umdeild ákvörðunin er svarar Sigurður: „Það verður þú að spyrja hann um. Ég styð hvalveiðar. Ég tel alls ekki að það hefði þurft að ræða ákvörðunina í starfsstjórn áður en hún var tilkynnt,“ segir Sigurður.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira