Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Pétur Guðmundsson skrifar 8. desember 2024 20:15 KR á erfitt verkefni fyrir höndum á Egilsstöðum. vísir/Diego KR fór austur á Egilsstaði og sótti eins stigur gegn Hetti í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta. 72-73 varð niðurstaðan í leik sem Höttur leiddi á tímapunkti með sautján stigum. Leikurinn fór hratt af stað og bæði lið virtust ætla að keyra upp hraðann. KR voru að komast að körfunni enn ekki að setja körfur meðan að Höttur var að setja sín skot. Gustav Suhr-Jessen byrjaði sjóðandi heitur og setti þrjú fyrstu þriggja stiga skot sín. Höttur náðu snemma forskoti og leiddu allan fyrsta leikhluta, 23-13 Í öðrum leikhluta byrjaði KR sterkt og náði að minnka muninn niður í 23-22. Liðin skiptust á körfum og jafnræði með liðunum. KR gátu hins vegar ekki keypt sér körfu fyrir utan þriggja stiga línuna og voru þeir aðeins 2 af 12 í skotum frá þriggja. Það kom þó ekki að sök því Höttur náði ekki að slíta þá frá sér. 38-35 þegar gengið var til búningsklefa og bæði lið líklega ósátt með sinn leik. Seinni hálfleikur byrjaði hreinlega afleitlega og var ekki neitt fyrir augað. Bæði lið gerðu mikið af mistökum og hreinlega haustbragur. Mikið um tapaða bolta og jafnvel airball layup. Baráttan í algleymingi og aðeins pirringur í mönnum. Ekki mikið skorað en Höttur náði að byggja upp smá forskot. 42-39 og þá kom langur tími án körfu hjá KR. Höttur breytti stöðunni í 54-39 og KR ekki náð að setja stig í þrjár og hálfa mínútu. Mest varð forskotið 17 stig, 59-42 og um 12 mínútur eftir. Staðan var svo 61-48 í lok þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta var ennþá pirringur í mönnum og þrír leikmenn KR búnir að fá tæknivillu eða óíþróttamannslega villu. Liðin skiptust á að setja körfur og leikurinn ekkert mikið fyrir augað. Það hefur oft hentað Hetti betur að spila fast og gera leikina ljóta. Gera andstæðinginn pirraðan og hægja tempóið, á meðan að KR vilja hlaupa. Um miðjan leikhlutan var staðan 66-52 og útlitið gott fyrir héraðsmenn enn þá byrjaði KR að hitna. Lars Erik og Orri komu sterkir af bekknum og gerðu vel. Áhlaup KR-inga byrjaði með sneiðskoti frá Linards, svo kom þristur frá Tóta túrbó, Veigar setti sneiðskot og Orri setti tvo risa þrista. Þetta áhlaup breytti stöðunni í 66-65 á undir 3 mínútum. Hattarmenn taka leikhlé og reyndu að finna lausnir. Liðin skiptust á körfum og KR-ingar voru seigir að ýta Hattarmönnum útúr sínum aðgerðum. Höttur komst í 3 stiga forystu en KR kom til baka. 71-70 og 3 mínútur eftir og mikið stress í leikmönnum. Tóti jafnaði leikinn,72-72 af vítalínunni þegar 2.28 voru eftir og eftir það virtust liðinn bara ekki geta skorað. Höttur geigaði á 5 skotum og tapaði boltanum einu sinni, á sama tíma tapaði KR einum bolta, geigaði á tveimur þriggja stiga og einu víti. Linards hins vegar setti eitt víti þegar 46 sekúndur voru eftir og það skildi liðinn að. Justin Roberts fékk tvö tækifæri í lokasókn Hattar enn nýti þau ekki. Niðurstaðan 72-73 KR sigur og þeir verða í pottinum í 8 liða úrslitum þegar dregið verður þann 12. desember næstkomandi. Viðtöl „Hrikalega svekkjandi“ Eins stigs tap og úr leik í bikarnum. Hvað segja menn eftir svona leik? „Hrikalega svekkjandi sérstaklega eftir að hafa verið í forystu mest allan leikinn. Þeir byrja að setja flöt bolta skrín hérna í fjórða og við erum ekki nóg snöggir að bregðast við. En þetta var kannski ekki bara taktík heldur bara hjá okkur, bara að þora að vinna leikinn. Að vera áræðnir og að halda áfram að reyna vinna leikinn enn ekki að fara verða hræddir og fara inní einhverja skel,“ sagði Adam Eiður Ásgeirsson eftir leik. „Meðan að þeir sóttu, sóttu, sóttu. Bara vel gert hjá þeim. Kredit á þá.“ Næsti leikur í Bónus deildinni á móti ÍR, hvað þarf að gerast hjá ykkur fyrir þann leik? „Við verðum bara að halda áfram að vinna í okkar hlutum. Hækka ákefðina og verða betri í að spila saman. Næsti leikur í deildinni á móti ÍR er bara úrslitaleikur.“ VÍS-bikarinn
KR fór austur á Egilsstaði og sótti eins stigur gegn Hetti í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta. 72-73 varð niðurstaðan í leik sem Höttur leiddi á tímapunkti með sautján stigum. Leikurinn fór hratt af stað og bæði lið virtust ætla að keyra upp hraðann. KR voru að komast að körfunni enn ekki að setja körfur meðan að Höttur var að setja sín skot. Gustav Suhr-Jessen byrjaði sjóðandi heitur og setti þrjú fyrstu þriggja stiga skot sín. Höttur náðu snemma forskoti og leiddu allan fyrsta leikhluta, 23-13 Í öðrum leikhluta byrjaði KR sterkt og náði að minnka muninn niður í 23-22. Liðin skiptust á körfum og jafnræði með liðunum. KR gátu hins vegar ekki keypt sér körfu fyrir utan þriggja stiga línuna og voru þeir aðeins 2 af 12 í skotum frá þriggja. Það kom þó ekki að sök því Höttur náði ekki að slíta þá frá sér. 38-35 þegar gengið var til búningsklefa og bæði lið líklega ósátt með sinn leik. Seinni hálfleikur byrjaði hreinlega afleitlega og var ekki neitt fyrir augað. Bæði lið gerðu mikið af mistökum og hreinlega haustbragur. Mikið um tapaða bolta og jafnvel airball layup. Baráttan í algleymingi og aðeins pirringur í mönnum. Ekki mikið skorað en Höttur náði að byggja upp smá forskot. 42-39 og þá kom langur tími án körfu hjá KR. Höttur breytti stöðunni í 54-39 og KR ekki náð að setja stig í þrjár og hálfa mínútu. Mest varð forskotið 17 stig, 59-42 og um 12 mínútur eftir. Staðan var svo 61-48 í lok þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta var ennþá pirringur í mönnum og þrír leikmenn KR búnir að fá tæknivillu eða óíþróttamannslega villu. Liðin skiptust á að setja körfur og leikurinn ekkert mikið fyrir augað. Það hefur oft hentað Hetti betur að spila fast og gera leikina ljóta. Gera andstæðinginn pirraðan og hægja tempóið, á meðan að KR vilja hlaupa. Um miðjan leikhlutan var staðan 66-52 og útlitið gott fyrir héraðsmenn enn þá byrjaði KR að hitna. Lars Erik og Orri komu sterkir af bekknum og gerðu vel. Áhlaup KR-inga byrjaði með sneiðskoti frá Linards, svo kom þristur frá Tóta túrbó, Veigar setti sneiðskot og Orri setti tvo risa þrista. Þetta áhlaup breytti stöðunni í 66-65 á undir 3 mínútum. Hattarmenn taka leikhlé og reyndu að finna lausnir. Liðin skiptust á körfum og KR-ingar voru seigir að ýta Hattarmönnum útúr sínum aðgerðum. Höttur komst í 3 stiga forystu en KR kom til baka. 71-70 og 3 mínútur eftir og mikið stress í leikmönnum. Tóti jafnaði leikinn,72-72 af vítalínunni þegar 2.28 voru eftir og eftir það virtust liðinn bara ekki geta skorað. Höttur geigaði á 5 skotum og tapaði boltanum einu sinni, á sama tíma tapaði KR einum bolta, geigaði á tveimur þriggja stiga og einu víti. Linards hins vegar setti eitt víti þegar 46 sekúndur voru eftir og það skildi liðinn að. Justin Roberts fékk tvö tækifæri í lokasókn Hattar enn nýti þau ekki. Niðurstaðan 72-73 KR sigur og þeir verða í pottinum í 8 liða úrslitum þegar dregið verður þann 12. desember næstkomandi. Viðtöl „Hrikalega svekkjandi“ Eins stigs tap og úr leik í bikarnum. Hvað segja menn eftir svona leik? „Hrikalega svekkjandi sérstaklega eftir að hafa verið í forystu mest allan leikinn. Þeir byrja að setja flöt bolta skrín hérna í fjórða og við erum ekki nóg snöggir að bregðast við. En þetta var kannski ekki bara taktík heldur bara hjá okkur, bara að þora að vinna leikinn. Að vera áræðnir og að halda áfram að reyna vinna leikinn enn ekki að fara verða hræddir og fara inní einhverja skel,“ sagði Adam Eiður Ásgeirsson eftir leik. „Meðan að þeir sóttu, sóttu, sóttu. Bara vel gert hjá þeim. Kredit á þá.“ Næsti leikur í Bónus deildinni á móti ÍR, hvað þarf að gerast hjá ykkur fyrir þann leik? „Við verðum bara að halda áfram að vinna í okkar hlutum. Hækka ákefðina og verða betri í að spila saman. Næsti leikur í deildinni á móti ÍR er bara úrslitaleikur.“