Glódís í 41. sæti í heiminum Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 13:48 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München. Getty/Boris Streubel Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur bætt rós í hnappagat sitt. Eftir að hafa verið tilnefnd til Gullboltans í haust, fyrst Íslendinga, er hún nú í 41. sæti lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í öllum heiminum. Rétt eins og í kjörinu til Gullboltans er Glódís ein af bestu varnarmönnunum á lista The Guardian, sem birtur er árlega. Í umsögn um hana segir að meðlimir dómnefndar þekki vel uppgang Glódísar sem hafi með síðustu leiktíð haldið áfram að stimpla sig sem einn besta miðvörð Evrópu. Á það er bent að frammistaða hennar hafi skilað henni óvæntri tilnefning til Gullboltans, þar sem hún var önnur aðeins tveggja miðvarða sem tilnefndar voru, auk þess sem vitnað er í viðtal við hana á Vísi frá því þegar hún var tilnefnd. The Guardian birtir árlega lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims en á eftir að segja frá því hverjar eru í efstu tíu sætunum að þessu sinni. Ef horft er til listans frá 10.-41. sætis þá er Glódís efsti miðvörðurinn. Fjórir varnarmenn eru fyrir ofan hana en þær eru allar bakverðir; Lucy Bronze í 24. sæti, Giulia Gwinn í 26. sæti, Ona Batlle í 31. sæti og Fridolina Rolfö í 39. sæti. Gwinn er einmitt liðsfélagi Glódísar hjá Bayern og spilar einnig sem hægri bakvörður þýska landsliðsins. Glódís varð í 22. sæti í kjörinu til Gullboltans og efst miðvarða. Aðeins þær Gwinn og Bronze urðu ofar af varnarmönnum í því kjöri. Alls tóku 99 manns þátt í kjöri The Guardian en þar á meðal eru þjálfarar, fyrrverandi leikmenn og fjölmiðlamenn. Enginn Íslendingur er í þessum hópi en þess má þó geta að Julie Nelson, leikjahæsta landsliðskona Norður-Írlands frá upphafi, er í hópnum en hún lék á sínum tíma með ÍBV í tvö tímabil. Fótbolti Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Rétt eins og í kjörinu til Gullboltans er Glódís ein af bestu varnarmönnunum á lista The Guardian, sem birtur er árlega. Í umsögn um hana segir að meðlimir dómnefndar þekki vel uppgang Glódísar sem hafi með síðustu leiktíð haldið áfram að stimpla sig sem einn besta miðvörð Evrópu. Á það er bent að frammistaða hennar hafi skilað henni óvæntri tilnefning til Gullboltans, þar sem hún var önnur aðeins tveggja miðvarða sem tilnefndar voru, auk þess sem vitnað er í viðtal við hana á Vísi frá því þegar hún var tilnefnd. The Guardian birtir árlega lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims en á eftir að segja frá því hverjar eru í efstu tíu sætunum að þessu sinni. Ef horft er til listans frá 10.-41. sætis þá er Glódís efsti miðvörðurinn. Fjórir varnarmenn eru fyrir ofan hana en þær eru allar bakverðir; Lucy Bronze í 24. sæti, Giulia Gwinn í 26. sæti, Ona Batlle í 31. sæti og Fridolina Rolfö í 39. sæti. Gwinn er einmitt liðsfélagi Glódísar hjá Bayern og spilar einnig sem hægri bakvörður þýska landsliðsins. Glódís varð í 22. sæti í kjörinu til Gullboltans og efst miðvarða. Aðeins þær Gwinn og Bronze urðu ofar af varnarmönnum í því kjöri. Alls tóku 99 manns þátt í kjöri The Guardian en þar á meðal eru þjálfarar, fyrrverandi leikmenn og fjölmiðlamenn. Enginn Íslendingur er í þessum hópi en þess má þó geta að Julie Nelson, leikjahæsta landsliðskona Norður-Írlands frá upphafi, er í hópnum en hún lék á sínum tíma með ÍBV í tvö tímabil.
Fótbolti Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira