„Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. desember 2024 07:03 Ekki hefur það gerst áður svo vitað sé að öllum tekjusviðum stærri bankanna sé stýrt af konum. Sú er þó raunin í Íslandsbanka þar sem framkvæmdastjórar tekjusviðanna eru fv.: Ólöf Jónsdóttir, Kristín Hrönn Greipsdóttir og Una Steinsdóttir. Samanlagt nemur bankareynslan þeirra um 75 ár. Vísir/RAX „Ég ætlaði aldrei að vinna í banka,“ segir Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka og hlær. Sem þó réði sig til Kaupþings í kjölfar meistaranámsins árið 2005 en fór þaðan til Auðar Capital haustið 2008. Auður Capital sameinaðist síðan Virðingu árið 2014, sem síðar varð Kvika og þaðan færði Ólöf sig til Íslandsbanka snemma á þessu ári. Hjá Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka, var þessu öfugt farið. „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona. Enda var ég með svo góða fyrirmynd,“ segir Una og útskýrir hvernig kona sem hún þekkti úr handboltanum var útibústjóri í banka og snemma fyrirmynd Unu að því hvað hún vildi gera sjálf. Ekki nóg með að Una væri ákveðin í því að verða bankakona árið 1991, heldur sá hún líka fyrir sér hvernig hana langaði til að starfsframinn innan bankageirans yrði. „Á sínum tíma fann ég fljótt fyrir þeim metnaði að vilja verða stjórnandi og hef alltaf haft gaman af því að leiða teymi, ætli það sé ekki gamla handboltakempan í mér,“ segir Una og brosir. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka upplifði fyrsta bankastarfið sitt sem spennandi tækifæri. „Ég byrjaði sem sumarstarfsmaður í FBA árið 2000 en á þeim tíma voru miklar breytingar í gangi í fjármálakerfinu, bæði hjá bönkum og á verðbréfamarkaði og spennandi tækifæri fyrir unga konu að fá starf á þessum vettvangi. Ég byrjaði í fyrirtækjaráðgjöf FBA en síðar Íslandsbanka eftir sameiningu FBA og bankans. Þarna fékk ég hratt mikla innsýn inn í rekstur og lykiltölur fyrirtækja og fjármögnunartækifæri sem hefur nýst mér vel.“ Umræðuefnið í dag eru konur í karllægum geirum, en fjármálageirinn hefur löngum þótt karllægur. Nú ber þó svo við að hjá Íslandsbanka er öllum tekjusviðum bankans stýrt af konum; Una, Kristín og Ólöf en ekki er vitað til þess að sú staða hafi áður verið í íslensku bönkunum. Margt breyst en ... Það þótti ekkert tiltökumál í áratugi að við stjórnvölinn í bönkum og sparisjóðum væru karlar almennt ríkjandi. En mögulega er það svolítið sérstakt þegar hlutverkunum er snúið við. „Þetta hefur auðvitað mikið breyst frá því þá,“ svarar Una aðspurð um andrúmsloftið eins og það var árið 1991. „Ég varð líka ung útibústjóri sem þótti nokkuð einstakt, því það voru ekki margar konur í því starfi á þessum tíma. Ég myndi samt segja að á þessum árum hafi bankinn verið að taka sín fyrstu skref í því að huga að jafnréttismálunum. Þegar ég verð síðan framkvæmdastjóri hjá bankanum árið 2008, er bankinn kominn nokkuð vel á veg í að vinna að áherslum um jafnrétti og aukna fjölbreytni,“ segir Una en bætir við: En þótt starfstækifærin hafi verið fyrir konur hér innandyra, þá hefur atvinnulífið sögulega verið mjög karllægt þó margt hafi breyst. Konur eru í auknum mæli að stofna fyrirtæki en við sjáum það til að mynda meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja að karlar eru þar í miklum meirihluta við stjórnvölinn.“ En skiptir það einhverju máli hvort það séu konur eða karlar sem stýra skipinu? „Það er auðvitað mun betri dýnamík þegar það eru karlar og konur sem vinna saman í bland og það á almennt við um fjölbreytni í hópum“ segir Ólöf og allar útskýra þær síðan að þótt þær séu við stjórnvölinn fyrir tekjusvið bankans, starfi með þeim öllum frábærir karlmenn sem láti sig jafnrétti varða. Sem Ólöf segir skipta miklu máli og bætir við: Það er auðvitað mikill munur á því að vera eina konan í herberginu með bara karlmönnum. En sem betur fer hefur þetta verið að breytast og það að jafnvægi sé í hópnum er alltaf best, hvort sem það eru aðeins karlar að vinna saman eða aðeins konur.“ „Öflugasta blandan er þegar bæði kyn vinna saman og ef ég horfi yfir þessi 25 ár sem ég hef starfað í geiranum, þá hefur margt batnað mikið hvað jafnréttið varðar, þótt einhver vegur sé eftir enn. Til að ná þessu jafnvægi skiptir hins vegar miklu máli að ungt fólk sé þá með fyrirmyndir af því að í bönkum starfi bæði konur og karlar. Þetta á auðvitað sérstaklega við í fjárfestingabankanum þar sem ungu fólki og konum fer nú fjölgandi en einhverra hluta vegna hafa karlar frekar sótt í þessi störf í gegnum tíðina, bæði hérlendis og erlendis,“ segir Kristín og bætir við: „Við sjáum að áhugi ungs fólks á fjármálum og fjárfestingum er almennt að aukast mjög mikið. Ungt fólk hefur áhuga á fjárfestingum, sem við sjáum mjög greinilega í gegnum fræðslustarfið okkar og líka í tölunum okkar. Þetta hefur allt áhrif á þá fjölbreytni sem við viljum fá inn í fjárfestingabankann.“ Að mati Ólafar, voru Halla Tómasdóttir, nú nýkjörin forseti Íslands, og Kristín Pétursdóttir athafnakona, miklar fyrirmyndir fyrir ungar konur í bankageiranum á sínum tíma. „Ég starfaði í mjög karllægu umhverfi í Kaupþing þó maður hafi vanist því fljótt. En ég fann gífurlega mikinn mun þegar ég færði mig þaðan yfir til Auðar Capital. Því þar var þjónustan einfaldlega mýkri og þessi kvenlægu gildi í fyrirrúmi.“ Og Ólöf bætir við: „Á þessum tíma hafði ég þá þegar fylgst með þeim Höllu og Kristínu í dágóðan tíma og fannst það spennandi sem þær voru að gera með Auði Capital. En sem ung kona var það verulega valdeflandi fyrir mig að starfa með svona sterkum fyrirmyndum. Sem til viðbótar sýndu mér fullan skilning sem ungri móðir á þessum tíma, sem stundum þurfti til dæmis að hætta fyrr til að fara að sækja ung börn og svo framvegis.“ Ólöf, Kristín og Una segja allar að fyrirmyndir skipti verulega miklu máli. Mikill munur sé á því að vera eina konan í herberginu bara með körlum eða fleiri. Enn sé nokkuð í land en þó hafi margt breyst fyrir konur í geiranum á síðustu áratugum. Vísir/RAX En hvað með leiðindin? Það hefur löngum verið viðloðandi bankageirann að þangað raðast inn fólk sem einfaldlega velur að hætta aldrei í geiranum, heldur starfa þar út ævina. „Við finnum vel fyrir því að bankinn er eftirsóknarverður vinnustaður,“ segir Kristín og útskýrir að mikil ásókn sé í störf í bankanum hjá ungu fólki. „Sem er afar jákvætt því eitt af því sem mér finnst svo jákvætt er hvað við lærum mikið af ungu fólki og það er ekki síður mikilvægt fyrir stjórnendur til að halda í við strauma og stefnur sem fylgja nýjum kynslóðum,“ bætir Kristín við og brosir. En eins og tíðkast í pólitíkinni, getur orðræðan um bankana verið afar neikvæð. Hvort sem eru fréttir í fjölmiðlum eða einfaldlega kaffispjallið í fjölskylduboðum og víðar. Hafið þið aldrei velt fyrir ykkur að einfaldlega hætta að vinna í geira sem fær svona oft á sig neikvætt umtal? „Auðvitað er það hvimleitt að svara fyrir neikvæða umræðu en okkur finnst það helst erfitt fyrir fólkið okkar í framlínununni sem þarf reglulega að taka erfið samtöl“, segir Una Hvað veldur að þið veljið að starfa í þessum geira Ætli það sé ekki þessi tilfinning að það sem við erum að gera skipti virkilega miklu máli og hvernig við getum verið raunverulegt hreyfiafl með því að taka þátt í verkefnum með viðskiptavinum. Meira að segja á svona erfiðum tíma eins og eftir bankahrun, þegar orðræðan var mjög neikvæð, hélt það svo fast í mann að allt sem við værum þó að gera hér skipti miklu máli fyrir bæði fólk og fyrirtæki, segir Kristín og nefnir sem dæmi endurskipulagningu fjárhagsskipan fyrirtækja svo þau gætu starfað áfram, fyrirtæki gætu haldið fólki áfram í vinnu og svo framvegis. „Að vinna í banka er einfaldlega þjónustustarf. Sem þýðir að við erum hér í samskiptum við viðskiptavini og starfsfólk, vinnum að því statt og stöðugt að vera hreyfiafl til góðra verka og þetta gefur manni alltaf aukinn kraft og ánægju í vinnunni,“ segir Una en bætir við: „Að þessu sögðu er það líka vitað að bankarnir þurfa að vinna traust og því vinnu fylgir líka ákveðin ábyrgð sem við þurfum að bera virðingu fyrir. „Auðvitað er fólk sem starfar í bönkum ekki ónæmt fyrir þeirri orðræðu sem oft getur verið erfið og neikvæð um bankana. En við horfum líka horfum samt á aðra hluti líka sem vega upp á móti. Til dæmis gerum við reglulegar ánægjukannanir meðal viðskiptavina sem sýna okkur jákvæðar niðurstöður og fylgjumst með markaðsrannsóknum sem gefa okkur skýr skilaboð um það sem við getum gert betur,“ segir Ólöf. Kristín, Ólöf og Una segja starfsfólk í bönkum ekki ónæmt fyrir þeirri orðræðu sem oft er um bankana; neikvæð og erfið. Þó velja margir að starfa í geiranum til langs tíma, jafnvel alla sína starfsævi. Stöllurnar segja það skýrast meðal annars af því að bankastarfinu fylgi mjög sterk tilfinning fyrir því að starfið skipti fólk og fyrirtæki verulega miklu máli.Vísir/RAX Að hafa trú á sjálfum sér Þótt jafnréttismálin séu víða í hávegum höfð í bankageiranum, er staðan enn svo að enn hallar á konur í geiranum almennt og svo á einnig við um konur í fjárfestingum. En hér erum við með þrjár konur sem samanlagt búa yfir um 75 ára bankareynslu. En eruð þið meðvitaðar um ykkar hlutverk sem fyrirmyndir? „Já,“ svara stöllurnar í kór. „Auðvitað gleymir maður þessu hlutverki einstaka sinnum í daglegu amstri,“ segir Una en bætir við: „Ég viðurkenni það alla vega alveg. En almennt myndi ég segja að það að vera fyrirmynd fyrir aðrar konur í bankageiranum er hlutverk sem ég tek mjög alvarlega og er mjög meðvituð um.“ Allar eru þær þó sammála um að fleira þurfi að teljast til en aðeins að horfa til jafnréttis kynjanna. „Samfélagsgerðin er einfaldlega allt önnur í dag miðað við áður,“ segir Una með tilvísun í hvernig nútíminn gerir almennt meiri kröfur um fjölbreytileika. „Við ræðum fjölbreytileikann reglulega í framkvæmdastjórn út frá ýmsum þáttum, aldri, þjóðerni, landsbyggð, kyni og fleira. Við megum aldrei sofa á verðinum ef við viljum hafa öfluga samsetningu á starfsfólki.“ Ólöf og Kristín taka undir og Ólöf segir: „Mér finnst hlutverkið sem fyrirmynd ekkert síður felast í því að vera fyrirmynd fyrir ungt fólk almennt, sem vill starfa í banka. Í mínu starfi er til dæmis algengt að ungt fólk er að koma til mín til að viðra sínar hugmyndir og fleira. Af þessu hef ég virkilega gaman af en í þessu hlutverki er ég sem dæmi alveg meðvituð um mitt hlutverk sem fyrirmynd. “ ,,Ég er sammála þessu,“ segir Kristín og nefnir annað dæmi: „Fyrir tuttugu árum nýtti ég mér mentorprógramið í bankanum þar sem ég lærði þá af mentorum sem voru mínar fyrirmyndir. Þetta skipti mjög miklu máli á sínum tíma og mér finnst líka mikilvægt að ungar konur geti átt mentora í körlum og öfugt. Þá stækkar sjóndeildarhringurinn okkar enn meira. Í dag fæ ég síðan að vera mentor fyrir ungt fólk og læri sjálf mikið á því, segir Kristín ogbrosir. En þótt almennt séu flestir sammála um að horfa þurfi til fleiri þátta en eingöngu kynjajafnvægis í bankageiranum, er það enn staðreynd að þar þarf að fjölga konum til að auka á jafnvægi og endurspegla þá um leið það samfélag sem bankarnir eru að þjónusta. Í hvatningartón segir Una. Auðvitað hafa ýmiss ljón verið á veginum fyrir konur í bankageiranum. En þá skiptir viðhorfið svo miklu máli því líklegasta leiðin til að ryðja þessum ljónum úr veginum er hugarástandið okkar sjálfra; Að þú hafir trú á sjálfri þér og sért jafnvel til í að berjast eins og trukkur. Það gerði ég og sé ekki eftir því. Ég bara einbeitti mér að því að vinna vel, láta verkin tala og grípa tækifærin þegar þau buðust.“ Jafnréttismál Sjálfbærni Starfsframi Fjármálafyrirtæki Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ „Ég hef meira og minna verið að vinna með karlmönnum frá því að ég kom á vinnumarkaðinn, flestir töluvert eldri en ég,“ segir Elísabet Ósk Stefánsdóttir formaður Vertonet. 28. nóvember 2024 07:02 Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01 „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sem þó réði sig til Kaupþings í kjölfar meistaranámsins árið 2005 en fór þaðan til Auðar Capital haustið 2008. Auður Capital sameinaðist síðan Virðingu árið 2014, sem síðar varð Kvika og þaðan færði Ólöf sig til Íslandsbanka snemma á þessu ári. Hjá Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka, var þessu öfugt farið. „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona. Enda var ég með svo góða fyrirmynd,“ segir Una og útskýrir hvernig kona sem hún þekkti úr handboltanum var útibústjóri í banka og snemma fyrirmynd Unu að því hvað hún vildi gera sjálf. Ekki nóg með að Una væri ákveðin í því að verða bankakona árið 1991, heldur sá hún líka fyrir sér hvernig hana langaði til að starfsframinn innan bankageirans yrði. „Á sínum tíma fann ég fljótt fyrir þeim metnaði að vilja verða stjórnandi og hef alltaf haft gaman af því að leiða teymi, ætli það sé ekki gamla handboltakempan í mér,“ segir Una og brosir. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka upplifði fyrsta bankastarfið sitt sem spennandi tækifæri. „Ég byrjaði sem sumarstarfsmaður í FBA árið 2000 en á þeim tíma voru miklar breytingar í gangi í fjármálakerfinu, bæði hjá bönkum og á verðbréfamarkaði og spennandi tækifæri fyrir unga konu að fá starf á þessum vettvangi. Ég byrjaði í fyrirtækjaráðgjöf FBA en síðar Íslandsbanka eftir sameiningu FBA og bankans. Þarna fékk ég hratt mikla innsýn inn í rekstur og lykiltölur fyrirtækja og fjármögnunartækifæri sem hefur nýst mér vel.“ Umræðuefnið í dag eru konur í karllægum geirum, en fjármálageirinn hefur löngum þótt karllægur. Nú ber þó svo við að hjá Íslandsbanka er öllum tekjusviðum bankans stýrt af konum; Una, Kristín og Ólöf en ekki er vitað til þess að sú staða hafi áður verið í íslensku bönkunum. Margt breyst en ... Það þótti ekkert tiltökumál í áratugi að við stjórnvölinn í bönkum og sparisjóðum væru karlar almennt ríkjandi. En mögulega er það svolítið sérstakt þegar hlutverkunum er snúið við. „Þetta hefur auðvitað mikið breyst frá því þá,“ svarar Una aðspurð um andrúmsloftið eins og það var árið 1991. „Ég varð líka ung útibústjóri sem þótti nokkuð einstakt, því það voru ekki margar konur í því starfi á þessum tíma. Ég myndi samt segja að á þessum árum hafi bankinn verið að taka sín fyrstu skref í því að huga að jafnréttismálunum. Þegar ég verð síðan framkvæmdastjóri hjá bankanum árið 2008, er bankinn kominn nokkuð vel á veg í að vinna að áherslum um jafnrétti og aukna fjölbreytni,“ segir Una en bætir við: En þótt starfstækifærin hafi verið fyrir konur hér innandyra, þá hefur atvinnulífið sögulega verið mjög karllægt þó margt hafi breyst. Konur eru í auknum mæli að stofna fyrirtæki en við sjáum það til að mynda meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja að karlar eru þar í miklum meirihluta við stjórnvölinn.“ En skiptir það einhverju máli hvort það séu konur eða karlar sem stýra skipinu? „Það er auðvitað mun betri dýnamík þegar það eru karlar og konur sem vinna saman í bland og það á almennt við um fjölbreytni í hópum“ segir Ólöf og allar útskýra þær síðan að þótt þær séu við stjórnvölinn fyrir tekjusvið bankans, starfi með þeim öllum frábærir karlmenn sem láti sig jafnrétti varða. Sem Ólöf segir skipta miklu máli og bætir við: Það er auðvitað mikill munur á því að vera eina konan í herberginu með bara karlmönnum. En sem betur fer hefur þetta verið að breytast og það að jafnvægi sé í hópnum er alltaf best, hvort sem það eru aðeins karlar að vinna saman eða aðeins konur.“ „Öflugasta blandan er þegar bæði kyn vinna saman og ef ég horfi yfir þessi 25 ár sem ég hef starfað í geiranum, þá hefur margt batnað mikið hvað jafnréttið varðar, þótt einhver vegur sé eftir enn. Til að ná þessu jafnvægi skiptir hins vegar miklu máli að ungt fólk sé þá með fyrirmyndir af því að í bönkum starfi bæði konur og karlar. Þetta á auðvitað sérstaklega við í fjárfestingabankanum þar sem ungu fólki og konum fer nú fjölgandi en einhverra hluta vegna hafa karlar frekar sótt í þessi störf í gegnum tíðina, bæði hérlendis og erlendis,“ segir Kristín og bætir við: „Við sjáum að áhugi ungs fólks á fjármálum og fjárfestingum er almennt að aukast mjög mikið. Ungt fólk hefur áhuga á fjárfestingum, sem við sjáum mjög greinilega í gegnum fræðslustarfið okkar og líka í tölunum okkar. Þetta hefur allt áhrif á þá fjölbreytni sem við viljum fá inn í fjárfestingabankann.“ Að mati Ólafar, voru Halla Tómasdóttir, nú nýkjörin forseti Íslands, og Kristín Pétursdóttir athafnakona, miklar fyrirmyndir fyrir ungar konur í bankageiranum á sínum tíma. „Ég starfaði í mjög karllægu umhverfi í Kaupþing þó maður hafi vanist því fljótt. En ég fann gífurlega mikinn mun þegar ég færði mig þaðan yfir til Auðar Capital. Því þar var þjónustan einfaldlega mýkri og þessi kvenlægu gildi í fyrirrúmi.“ Og Ólöf bætir við: „Á þessum tíma hafði ég þá þegar fylgst með þeim Höllu og Kristínu í dágóðan tíma og fannst það spennandi sem þær voru að gera með Auði Capital. En sem ung kona var það verulega valdeflandi fyrir mig að starfa með svona sterkum fyrirmyndum. Sem til viðbótar sýndu mér fullan skilning sem ungri móðir á þessum tíma, sem stundum þurfti til dæmis að hætta fyrr til að fara að sækja ung börn og svo framvegis.“ Ólöf, Kristín og Una segja allar að fyrirmyndir skipti verulega miklu máli. Mikill munur sé á því að vera eina konan í herberginu bara með körlum eða fleiri. Enn sé nokkuð í land en þó hafi margt breyst fyrir konur í geiranum á síðustu áratugum. Vísir/RAX En hvað með leiðindin? Það hefur löngum verið viðloðandi bankageirann að þangað raðast inn fólk sem einfaldlega velur að hætta aldrei í geiranum, heldur starfa þar út ævina. „Við finnum vel fyrir því að bankinn er eftirsóknarverður vinnustaður,“ segir Kristín og útskýrir að mikil ásókn sé í störf í bankanum hjá ungu fólki. „Sem er afar jákvætt því eitt af því sem mér finnst svo jákvætt er hvað við lærum mikið af ungu fólki og það er ekki síður mikilvægt fyrir stjórnendur til að halda í við strauma og stefnur sem fylgja nýjum kynslóðum,“ bætir Kristín við og brosir. En eins og tíðkast í pólitíkinni, getur orðræðan um bankana verið afar neikvæð. Hvort sem eru fréttir í fjölmiðlum eða einfaldlega kaffispjallið í fjölskylduboðum og víðar. Hafið þið aldrei velt fyrir ykkur að einfaldlega hætta að vinna í geira sem fær svona oft á sig neikvætt umtal? „Auðvitað er það hvimleitt að svara fyrir neikvæða umræðu en okkur finnst það helst erfitt fyrir fólkið okkar í framlínununni sem þarf reglulega að taka erfið samtöl“, segir Una Hvað veldur að þið veljið að starfa í þessum geira Ætli það sé ekki þessi tilfinning að það sem við erum að gera skipti virkilega miklu máli og hvernig við getum verið raunverulegt hreyfiafl með því að taka þátt í verkefnum með viðskiptavinum. Meira að segja á svona erfiðum tíma eins og eftir bankahrun, þegar orðræðan var mjög neikvæð, hélt það svo fast í mann að allt sem við værum þó að gera hér skipti miklu máli fyrir bæði fólk og fyrirtæki, segir Kristín og nefnir sem dæmi endurskipulagningu fjárhagsskipan fyrirtækja svo þau gætu starfað áfram, fyrirtæki gætu haldið fólki áfram í vinnu og svo framvegis. „Að vinna í banka er einfaldlega þjónustustarf. Sem þýðir að við erum hér í samskiptum við viðskiptavini og starfsfólk, vinnum að því statt og stöðugt að vera hreyfiafl til góðra verka og þetta gefur manni alltaf aukinn kraft og ánægju í vinnunni,“ segir Una en bætir við: „Að þessu sögðu er það líka vitað að bankarnir þurfa að vinna traust og því vinnu fylgir líka ákveðin ábyrgð sem við þurfum að bera virðingu fyrir. „Auðvitað er fólk sem starfar í bönkum ekki ónæmt fyrir þeirri orðræðu sem oft getur verið erfið og neikvæð um bankana. En við horfum líka horfum samt á aðra hluti líka sem vega upp á móti. Til dæmis gerum við reglulegar ánægjukannanir meðal viðskiptavina sem sýna okkur jákvæðar niðurstöður og fylgjumst með markaðsrannsóknum sem gefa okkur skýr skilaboð um það sem við getum gert betur,“ segir Ólöf. Kristín, Ólöf og Una segja starfsfólk í bönkum ekki ónæmt fyrir þeirri orðræðu sem oft er um bankana; neikvæð og erfið. Þó velja margir að starfa í geiranum til langs tíma, jafnvel alla sína starfsævi. Stöllurnar segja það skýrast meðal annars af því að bankastarfinu fylgi mjög sterk tilfinning fyrir því að starfið skipti fólk og fyrirtæki verulega miklu máli.Vísir/RAX Að hafa trú á sjálfum sér Þótt jafnréttismálin séu víða í hávegum höfð í bankageiranum, er staðan enn svo að enn hallar á konur í geiranum almennt og svo á einnig við um konur í fjárfestingum. En hér erum við með þrjár konur sem samanlagt búa yfir um 75 ára bankareynslu. En eruð þið meðvitaðar um ykkar hlutverk sem fyrirmyndir? „Já,“ svara stöllurnar í kór. „Auðvitað gleymir maður þessu hlutverki einstaka sinnum í daglegu amstri,“ segir Una en bætir við: „Ég viðurkenni það alla vega alveg. En almennt myndi ég segja að það að vera fyrirmynd fyrir aðrar konur í bankageiranum er hlutverk sem ég tek mjög alvarlega og er mjög meðvituð um.“ Allar eru þær þó sammála um að fleira þurfi að teljast til en aðeins að horfa til jafnréttis kynjanna. „Samfélagsgerðin er einfaldlega allt önnur í dag miðað við áður,“ segir Una með tilvísun í hvernig nútíminn gerir almennt meiri kröfur um fjölbreytileika. „Við ræðum fjölbreytileikann reglulega í framkvæmdastjórn út frá ýmsum þáttum, aldri, þjóðerni, landsbyggð, kyni og fleira. Við megum aldrei sofa á verðinum ef við viljum hafa öfluga samsetningu á starfsfólki.“ Ólöf og Kristín taka undir og Ólöf segir: „Mér finnst hlutverkið sem fyrirmynd ekkert síður felast í því að vera fyrirmynd fyrir ungt fólk almennt, sem vill starfa í banka. Í mínu starfi er til dæmis algengt að ungt fólk er að koma til mín til að viðra sínar hugmyndir og fleira. Af þessu hef ég virkilega gaman af en í þessu hlutverki er ég sem dæmi alveg meðvituð um mitt hlutverk sem fyrirmynd. “ ,,Ég er sammála þessu,“ segir Kristín og nefnir annað dæmi: „Fyrir tuttugu árum nýtti ég mér mentorprógramið í bankanum þar sem ég lærði þá af mentorum sem voru mínar fyrirmyndir. Þetta skipti mjög miklu máli á sínum tíma og mér finnst líka mikilvægt að ungar konur geti átt mentora í körlum og öfugt. Þá stækkar sjóndeildarhringurinn okkar enn meira. Í dag fæ ég síðan að vera mentor fyrir ungt fólk og læri sjálf mikið á því, segir Kristín ogbrosir. En þótt almennt séu flestir sammála um að horfa þurfi til fleiri þátta en eingöngu kynjajafnvægis í bankageiranum, er það enn staðreynd að þar þarf að fjölga konum til að auka á jafnvægi og endurspegla þá um leið það samfélag sem bankarnir eru að þjónusta. Í hvatningartón segir Una. Auðvitað hafa ýmiss ljón verið á veginum fyrir konur í bankageiranum. En þá skiptir viðhorfið svo miklu máli því líklegasta leiðin til að ryðja þessum ljónum úr veginum er hugarástandið okkar sjálfra; Að þú hafir trú á sjálfri þér og sért jafnvel til í að berjast eins og trukkur. Það gerði ég og sé ekki eftir því. Ég bara einbeitti mér að því að vinna vel, láta verkin tala og grípa tækifærin þegar þau buðust.“
Jafnréttismál Sjálfbærni Starfsframi Fjármálafyrirtæki Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ „Ég hef meira og minna verið að vinna með karlmönnum frá því að ég kom á vinnumarkaðinn, flestir töluvert eldri en ég,“ segir Elísabet Ósk Stefánsdóttir formaður Vertonet. 28. nóvember 2024 07:02 Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01 „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ „Ég hef meira og minna verið að vinna með karlmönnum frá því að ég kom á vinnumarkaðinn, flestir töluvert eldri en ég,“ segir Elísabet Ósk Stefánsdóttir formaður Vertonet. 28. nóvember 2024 07:02
Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01
„Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01
„Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01
„Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25